Unga fólkið sækir á.

Nú eru aðeins tveir sólarhringar til forsetakosninganna og Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir sækja á og auka fylgi sitt.

Öll hin gríðarlega herferð Davíðs Oddssonar hefur ekki aukið fylgi hans.

Fyrir nokkrum árum eignuðumst við Íslendingar gullaldar unglingalandslið í knattspyrnu.

Það er nú að springa út á EM. Lykilmenn í unglingalandsliðinu reyndust menn framtíðarinnar.

Það er góð tilhugsun ef svipað er að gerast varðandi embætti forseta Íslands.


mbl.is Guðni enn efstur en fylgið minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Andri Snær er fæddur 1973 en Halla 1968 og Guðni Th. líka. Guðni er að vísu ekki að sækja á en er samt langefstur í skoðanakönnunum og mun næstum því örugglega verða forseti. Ef Halla telst til unga fólksins hlýtur Guðni að gera það líka. Það hefði kannski verið betra að láta svo lítið að nefna nafn hans líka í þessari færslu um "unga fólkið". Og það ætti þá að vera góð tilhugsun að vita að ungir maðurinn Guðni verði næsti forseti Íslands!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2016 kl. 08:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðni Thorlacius Jóhannesson verður næsti forseti Íslands og þarf ekki kosningaskrifstofu til, enda ættu þær að vera óþarfar.

Forsetakosningar verða 25. júní og daginn eftir á Guðni Th. afmæli, þannig að 26. júní verður fánadagur.

Seltirningurinn Guðni Th. fæddist árið 1968, þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti Íslands.

Ólafur Ragnar Grímsson var einnig Seltirningur þegar hann varð forseti landsins og er nú búinn að graðga í sig nýsoðna ýsu á kostnað íslensku þjóðarinnar öldum saman.

Steini Briem, 7.6.2016

Þorsteinn Briem, 23.6.2016 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband