Skammarlegt að fórna heiðri þjóðar til ills eins.

Þótt Íslendingar væru aðilar að NATO 2003 var það yfirlýst að þjóðin hefði engan her og tæki ekki þátt í hernaði. Íslensk vegabréf voru í heiðri höfð víða erlendis af þessum sökum. 

Við drógum til 1946 að gerast aðilar að Sameinuðu þjóðunum af því að við höfðu alltaf hafnað því að vera aðilar að stríðsyfirlýsingu á borð við stríðsyfirlýsinguna á hendur Öxulveldunum, sem var undanfari Sþ. 

Á útmánuðum 2003 ákváðu hins vegar í raun tveir menn, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hæstráðendur til sjós og lands á Íslandi, að Ísland skyldi láta setja sig opinberlega á "lista viljugra þjóða" vegna ólöglegrar innrásar Bandaríkjamanna og Breta í Írak á grundvelli upploginna "sönnunargagna" um að Írakar ættu gereyðingarvopn. 

Þau fundust aldrei, hundruð þúsunda Íraka fórust í stríðinu og innanlandsátökum í kjölfarið, sem nú hefur undið upp á sig með tilvist ISIS og áframhaldandi blóðbaðs og hörmunga í landinu með flóttamannavanda sem á sér enga hliðstæðu við Miðjarðarhaf og í Evrópu í 70 ár. 

Davíð virtist halda að með smjaðri og undirgefni gagnvart Georg W. Bush Bandaríkjaforseta gæti hann fengið hann til að hætta við brottflutning hersins af Keflavíkurflugvelli, en annað kom í ljós.

Heiðri og sóma landsins var fórnað til einskis og jafnvel ills eins.

Davíð og Halldór földu ábyrgð sína á bak við beinan eða óbeinan stuðning ríkisstjórnarinnar og Alþingi en það er kominn tími til að Alþingi taki á sig rögg og samþykki einlæga afsökunarbeiðni vegna þessa hörmulega máls.  

 

 


mbl.is Chilcot: Stríð var ekki óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úrsögn úr Nató er einlæg afsökunarbeiðni.  Vemmileg traustsyfirlýsing Valgerðar Bjarnadóttur er alger viðbjóður.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/30/valgerdur_segist_treysta_lilju/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 14:01

2 identicon

Og sá sem er enn á lífi vildi verða þjóðhöfðíngi Íslands.

"Schnapsidee" heitir það á þýsku.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 15:55

5 identicon

Ansi oft og jafnvel einum of er talað um Davið og Halldór þegar minnst er á innrásina í Írak en eftirtektarvert sjaldnar er minnst á þátt ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms í innrásinni í Líbíu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 22:55

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er nú sennilega vegna þess að umfang aðgerðanna í Líbíu var margfalt minna og ekki um beina innrás herja NATO að ræða. En hernaðaraðgerðir voru það engu að síður, rétt er það.

Ómar Ragnarsson, 7.7.2016 kl. 09:31

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Munurinn á innrásinni í Írak og Lýbíu er:

Írak innrásin hafði stuðning fjölda landa Sameinuðu Þjóðana og hefði verið gerð þó svo að Ísland hafi verið mótfallinn innrásinni.

Innrásin í Lýbíu var í boði NATO, þar höfðu Íslendingar neitunarvald og gátu stoppað innrásina.

En svo fór sem fór.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.7.2016 kl. 19:00

8 identicon

Það er vegna þess Jóhannes að flestir eru alltaf í liði og er í rauninni andskotans sama.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.7.2016 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband