Daninn vill ráða því hvernig íslenskt þjóðarstolt eigi að vera.

Á fjórða áratug síðustu aldar barst hingað til lands stjórnmálaskoðun, sem gaf út "rétta" formúlu um það hvernig íslenskt þjóðarstolt ætti að vera.

Þá  var lika sagt eins og nú að "Íslendingar ættu að skammast sín fyrir það hvernig þeir litu á sig sem þjóð, af því að hér á landi væri verið að skemma hinn arfhreina íslenska kynstofn með því að blanda inn í hann innflytjendum, sem væru til dæmis Gyðingar, verstu úrhrök heimsins. 

Þegar Walther Gerlach var ræðismaður Þjóðverja kvartaði hann til yfirboðara sinna í Þýskalandi yfir því að íslenskur hugsunarháttur væri úrkynjaður og hefði valdið sér miklum vonbrigðum.

Fyrir 65 árum var maður að vona að aldrei aftur myndi svona lagað gerast hér á landi, og hefði klipið sig í handlegginn ef einhver hefði sagt að það myndi samt gerast og þessi boðskapur kæmi frá Danmörku.

Fyrir 65 árum var maður að vona, að afrek Jesse Owens og Joe Louis myndu opna augu manna fyrir því að enginn einn húðlitur eða kynþáttur gerði það að verkum að viðkomandi væri talinn "óæðri" en annar og jafnvel fyrirlitleg úrhrök.

Fyrir 50 árum var maður að vona að boðskapur Martins Luthers King um jafnrétti og spá Sammy Davies jr um þeldökkan Bandaríkjaforseta yrði að veruleika.

En Daniel Carlsen formaður Danskernes Parti þykist nú þess umkominn, eins og hinn nasíski Gerlach á sinni tíð, að setja ofan í við okkur fyrir það hvernig við lítuum á þjóðarstolt okkar, og eins og Gerlach telur hann að við eigum við væntanlega að skammast okkur fyrir það að láta ekki nægja að rækta menningararf okkar svo sem með starfrækslu Árnasafns og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, heldur beri okkur að reka af höndum okkar og fyrirlíta alla, sem ekki eru af hinum hvíta arfhreina víkingakynstofni.

Hann fullyrðir að við skömmumst okkar fyrir að landsliðið okkar sé "íslenskt". Já, við skömmuðumst víst okkar svo mikið fyrir það hér á Arnarhóli um daginn? 


mbl.is Segir Íslendinga skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn í Danmörku sem tekur mark á svona nýnazistum, þetta eru fáeinar hræður. Fyrir utan Danskernes parti, þá eru og hafa einnig verið átatugum saman örlítil samtök í DK sem heita DNSP Danmarks Nationalsocialistiske Parti sem aldrei hafa fengið neitt fylgi að ráði. Formaður samtakanna á níunda og tíunda áratugnum var sérstaklega illa gefinn gaur, Jonni Hansen. Ekki er hægt að banna samtökin, þar eð félagafrelsi er stjórnarskrárvarið. En sem dæmi um hvað þessi samtök eru vesæl, þá gátu þeir ekki einu sinni fundið foreldra tíu krakka á skólaaldri (sem er lágmarkskrafa) til að stofna nazískan einkaskóla (friskole).

Í Danmörku eru margir svona einkaskólar, en því miður eru líka kóranskólar meðal þeirra. Ekki af því að börnin læra kóraninn, heldur vegna þess að þau læra ekkert annað þrátt fyrir skýrar lagasetningar, auk þess hafa framlög frá hinu opinbera verið send beint til Mið-Austurlanda í stað þess að kaupa skólabækur og húsgögn, sbr. einn af kóranskólunum á Nørrebro sem yfirvöld gerðu athugun á seint um síðir og ekki fyrr en blaðamenn höfðu uppgötvað lögbrotin.

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 12:51

2 identicon

En hvað sem öllu líður þá er málfrelsi í Evrópu. þetta er skoðun þessa manns og hún er alveg jafn gild og góð og skoðanir annara. Við erum hér alveg á grensuni með það að fara að banna "óæskilegar skoðanir" þetta er mjög vel við þegar kemur að málum eins og kvennréttindum, dýravernd, innflytjendum og trúmálum. það er málfrelsi og prenntfrelsi og það er engin ekki nokkur rök til sem geta heft það. Ég ættla bara hérna að fá núna að fullyrða það að jörðin sé flöt og að Ísland sé við strendur Portúgal. 

þetta er kannski bara tóm þv´æla í mér finnst eh hér en ég ættla að halda þessu framm og það fær engin að banna mér það!

Jón B (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 14:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón B. Þú leggur undarlegan skilning í hugtakið "skoðun".

Skoðanir og staðreyndir eru ekki sami hlutur. Fullyrðing þín um að jörðin sé flöt og Ísland við strendur Portúgals, er röng. Það er ekki skoðun heldur staðreynd sem breytist ekki sama hvaða skoðun þú hefur á henni.

Skoðanafrelsið leyfir okkur að hafa hvaða skoðanir sem við viljum og tjáningarfrelsið leyfir okkur að tjá þær skoðanir. Hvorugt af því felur hinsvegar í sér leyfi til þess að breiða út rangfærslur og ósannindi.

Það eru svo sem engin lög sem banna þér að halda fram einhverri vitleysu sem er í andstöðu við staðreyndir. Slíkur tjáningarmáti er hinsvegar ekki heldur verndaður af mannréttindum eða neinum sérstökum reglum samfélagsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2016 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband