Hvernig væri að klára þetta mál?

Síðustu áratugum hefur þeim hvítabjörnum fjölgað sem ganga á land á Íslandi, en fyrir 1988 voru þeir ekki á ferðinni í áratugi.  

Sýnist það við fyrstu sýn vera skrýtið, því að útbreiðsla hafíssins hefur minnkað.

En ástæðan kann að vera sú að lífsskilyrði úti á ísnum séu ekki jafn góð og áður var og þess vegna leggist dýrin í leiðangra í fæðuleit.

Í fréttum af máli bjarnarins á Skaga kemur fram að hvorki hafi verið lokið við að gera sem besta föngunaráætlun vegna þessara óboðnu gesta né að fjármagn hafi verið veitt til þess.

Það kann að sýnast lítilsvert mál að skjóta eitt og eitt bjarndýr, en það getur samt þvert á móti orðið að miklu stærra máli en ella að skjóta þau alltaf þegar þau birtast, því að eðli málsins samkvæmt eru hvítabirnir hér á landi stórfrétt og út á við lítur það ævinlega illa út að drepa sjaldgæf dýr, sem eru í útrýmingarhættu.

Hvernig væri nú að klára þetta mál almennilega?  Meðan það er ekki gert er alltaf hætta á því að það verði afflutt gagnvart umheiminum og það er ekki gott fyrir orðspor okkar, þjóðar sem þarf sem ferðamanna- og viðskiptaþjóð á góðu orðspori að halda  


mbl.is Ólíklegt að hvítabirnir verði fangaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skagi er vinsæll áningarstaður hvítabjarna.

Það væri nú leiðinlegt ef hvítabjörn æti það litla sem eftir er af Framsóknarflokknum í Skagafirði, sem nú er í útrýmingarhættu.

Þorsteinn Briem, 17.7.2016 kl. 18:14

2 identicon

Ég trúi ekki öðru en stóri bangsi sé ekki langt undan mun ekki koma mér á óvart að það komi önnur frétt fljótlega að annar hvítabjörn sé kominn á land að leita að maka sínum

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 17.7.2016 kl. 21:54

3 Smámynd: Már Elíson

Hvítabjörnum sem farþegum á borgarísjökum ætti að fjölga heil ósköp á næstu árum vegna hlýnunar loftslags og vöntunar á æti, eftir því sem maður les og sér í sérþáttum frá t.d. BBC og á ITV.

Þetta eru bara sísvangir flóttabirnir frá Grænlandi, er það ekki ?

Már Elíson, 17.7.2016 kl. 22:06

4 identicon

Gott að hafa svona hugsuð eins og Ómar hérna. " Hvernig væri nú að klára þetta mál almennilega?  Meðan það er ekki gert er alltaf hætta á því að það verði afflutt gagnvart umheiminum og það er ekki gott fyrir orðspor okkar, þjóðar sem þarf sem ferðamanna- og viðskiptaþjóð á góðu orðspori að halda " Svo þú kannski hjálpar okkur hinum til að skilja hvernig það færi með orðspor okkar ef bangsi mundi éta eins og einn túrista hérna? Heldur snillingurinn að það yrði gott til afspurnar á Tripadvisor? ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 17.7.2016 kl. 22:22

5 identicon

Ekki gott að vera hvítabjörn á Íslandi.

Þó er ekki gott að hafa glorhungraðan björn á vergangi.

En hvar var síðasti Geirfuglinn veginn ?

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 18.7.2016 kl. 00:31

6 identicon

Athyglisvert Steini.  Áttu ekki eitthvað meira um þetta?

immalimm (IP-tala skráð) 18.7.2016 kl. 00:35

7 identicon

Hvernig væri að nota smá "common sense". Ísbirnir eru ekki í útrýmingarhættu,enginn vill taka við dýrunum, nema kannski dýragarðar, og eruð þið "náttúru nasistarnir" ekki á móti þeim?

S. Ævar (IP-tala skráð) 18.7.2016 kl. 08:28

8 identicon

Á Grænlandi og Svalbarða eru birnirnir skotnir ef ekki tekst að hrekja þá aftur út á ísinn í burt frá mannabyggðum. Vísa annars í Jón Gunnar Ottósson:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/07/17/engir_litlir_saetir_bangsar/

ls (IP-tala skráð) 18.7.2016 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband