Þjóðhátíð á réttri leið?

Þjóðhátíðin í Vestmanneyjum er stórmerkilegt fyrirbæri í íslensku þjóðlífi,einsstæð tilurð hennar, hugsunin á bak við hana og framkvæmdin.

Ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi í meira en hálfa öld að fylgjast með henni, dást að því sem Eyjamenn gera á hverju ári og óska þeim velfarnaðar í því að vilhalda hinni sérstöku stemningu og menningu, sem er aðall hennar.

Á síðustu árum hefur hátíðin hneigst til þess að verða að risastórri tónlistarhátíð í stíl við Hróarskelduhátíðina í Danmörku.

En Þjóðhátíðin er miklu sérstakari og merkilegri en hinar erlendu tónlistar-útihátíðir.

Það er allt gott um það að segja að Þjóðhátiðin verði sem mögnuðust tónlistarhátíð á okkar tímum þegar tónlistarsköpun og flutningur er orðinn að heimsþekktu fyrirbæri.

En því er ekki að leyna, að sótt hefur verið að hinum hreina anda hennar með þeim gríðarlega fjölda aðkomufólks sem hefur fært með sér of mikinn drykkjuskap og sukk að mínu mati.

Aðdragandinn að þeirri miklu umræðu um þjóðhátíðina, sem orðið hefur síðustu árin, er orðinn nokkuð langur svo að margir muna ekki eftir þjóðhátíðinni eins og hún var á meðan meirihluti þjóðhátíðargesta voru Eyjamenn sjálfir, vel meðvitaðir um gildi hátíðarinnar og ræktarsamir við dýrmæta hefð, sem hreif alla gesti, sem komu ofan af landi.

En atburðir og umræða í aðdraganda þessarar þjóðhátíðar gefa von um að þjóðhátíðin sé á réttri leið, þar sem áhrifa Vestmannaeyinga gæti í vaxandi mæli svo að sem flestir aðkomumenn geti tileiknað sér hinn sanna þjóðhátíðaranda, sem lifað hefur í bráðum eina og hálfa öld.

 


mbl.is Þjóðhátíð sett með pomp og prakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar fjölfræðingur - sem aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Finnst þér forsvaranlegt: af 1/2 Eyjamanna og ýmissa félaga þeirra sem að þessarri ''hátíð'' standa, sem kenna sig við íþróttir og aðra heilbrigða lífshætti, að okra á gestum sínum, með 22.900.- Króna aðgangsgjaldinu (að mér skilzt: vera munu), að þessarri skrum- og eiturbyrlunar samkundu ?

Svona - yfirleitt ?

2.900.- Króna gjald væri: mun fremur ásættanlegra, með því fororði, að áfengi og önnur vímu eiturefni og meðhöndlan þeirra, væru með öllu bönnuð, á þessum vettvangi, þarna ytra, síðuhafi góður.

22.900.- Króna gjaldið: sýnir okkur stjórnlausa ofur- græðgi Eyjamanna, sem og það sjúka hugarfar, sem að baki þess býr:: í hvívetna.

Með kveðjum: engu að síður, af utanverðu Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2016 kl. 13:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er nú einmitt að ræða um "drykkjuskap og sukk" sem hefur að mínu mati verið andstæða við anda og gildi Þjóðhátíðarinnar og lýsa yfir von um það að umræða og aðgerðir verði til þess að þoka þessari merku samkomu á rétta leið til uppruna síns og hefðar.

Ef hver gestur, sem kemur ofan af landi, eyðir að meðaltali aðeins 50 þúsund krónum samtals í ferðina, og gestirnir eru 10 þúsund, er veltan að lágmarki 500 milljónir króna. 

Og allir þekkja máltækið að asni, klyfjafur gulli, kemst yfir hvað borgarmúr sem er. 

Ómar Ragnarsson, 30.7.2016 kl. 15:43

3 identicon

Sæll á ný: Ómar !

Jú - vel má vera, að gildi hinnar eiginlegu Þjóðhátíðar Vestmannaeyinga, hafi verið önnur og virðulegri, frá öndverðunni 1874 / og frameftir, .... en fremur hefir hátíðargildið þynnst út, hin seinni árin:: sem og áratugina, eins og ýmis sóðaleg:: og raunar, allsendis óþörf dæmin hafa sýnt okkur, fjölfræðingur góður.

Ekki síðri kveðjur: hinum fyrri, og áður /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2016 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband