Flokkarnir á víxl með og á móti þjóðaratkvæðagreiðslum.

2009 vildu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn láta kjósa um það, hvort fara ættu í aðildarviðræður við ESB en Samfylking og Vinstri grænir voru á móti.  

Píratar og Björt framtíð voru ekki til 2009, en uppistaðan í Pírötum kom úr Hreyfingunni og í Bjartri framtíð úr Samfylkingunni og því frekar andstaða þar á bæ. 

Allir flokkar töluðu með því fyrir kosningar 2013 að kosið yrði um aðildarviðræður eftir kosningar, en Sjallar og Framsókn drógu lappirnar og snerust gegn því á sama tíma og Samfylking, Vinstri grænir, Björt framtíð og Píratar voru með því. 

Allir flokkar hafa því á víxl verið bæði með og á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta sama mál eftir því hvernig vindurinn hefur blásið og í hvað aðstöðu þeir voru, og furðulegt allan tímann af hverju þjóðin má ekki sjálf taka beina ákvörðun í þessu máli. 


mbl.is Kjósa um ESB við upphaf samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fjórflokkurinn í hnotskurn. Varðhundur klíkusamfélgsins, prinsipp-lausir tækifærissinnar. Það eina sem kemst að í kollinum á þingmönnum er að halda þingsætinu, hanga eins lengi og mögulegt er í þægilegri og vel launaðri innivinnu. Burt með hann!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.8.2016 kl. 21:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.11.2012:

"Stofn­fund­ur Pírata
stend­ur nú yfir í Grasrót­armiðstöðinni í Braut­ar­holti."

"Fram kem­ur í til­kynn­ingu að Pírat­ar séu stjórn­mála­afl sem berj­ist fyr­ir beinu lýðræði, raun­veru­legu gegn­sæi og ábyrgð í stjórn­kerf­inu, auknu aðgengi að upp­lýs­ing­um, upp­lýs­inga­frelsi og end­ur­skoðun höf­und­ar­rétt­ar."

Píratar halda stofnfund

Þorsteinn Briem, 7.8.2016 kl. 23:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar eru einfaldlega jafnaðarmannaflokkur, eins og vel sést á stefnu flokksins.

Í raun breytir því engu fyrir jafnaðarmenn hvort Samfylkingin hverfur af sjónarsviðinu.

Ekki ætti því að koma á óvart að Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formenn Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar, séu hrifnir af Pírötum.

Þorsteinn Briem, 7.8.2016 kl. 23:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 7.8.2016 kl. 23:07

        5 Smámynd: Þorsteinn Briem

        kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

        "Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

        Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

        "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

        Og daginn eftir á Stöð 2:

        "Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

        Þorsteinn Briem, 7.8.2016 kl. 23:18

        6 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009, bls. 4:

        "Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi
        sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

        Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

        Þorsteinn Briem, 7.8.2016 kl. 23:28

        7 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Halla Gunnarsdóttir sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

        "Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum [2009] sem blaðamaður Morgunblaðsins."

        "Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt.

        Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi.

        Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."

        Þorsteinn Briem, 7.8.2016 kl. 23:38

        8 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

        "Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.

        Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.

        Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.


        Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er jákvæð kynnir utanríkisráðherra þingsályktunartillögu um staðfestingu aðildarsamningsins í ríkisstjórn og leggur fyrir Alþingi að fengnu samþykki stjórnarþingflokka og forseta Íslands.

        Alþingi samþykkir samkvæmt 21. grein stjórnarskrárinnar að samningurinn verði staðfestur af Íslands hálfu, með fyrirvara um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.

        Tillaga um stjórnarskrárbreytingar lögð fyrir Alþingi samkvæmt 79. grein stjórnarskrárinnar. Ef tillagan er samþykkt er þing rofið og boðað til kosninga.

        Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina um stjórnarskrárbreytingar óbreytta skal hún staðfest af forseta Íslands og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

        Þorsteinn Briem, 7.8.2016 kl. 23:45

        9 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Rúmlega 90% þingfulltrúa á rúmlega 900 fulltrúa flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti að hefja ætti aðildarumsókn [að Evrópusambandinu]."

        Þorsteinn Briem, 8.8.2016 kl. 00:07

        10 identicon

        menn eru nokkuð skáldmæltir ef talð er 90% framsóknarmanna hafi kosið aðildarumsókn 2009. það var gert með skilirðum. evrópusinnar innan flokksins voru svo lýræðisleigir þegar þeir urðu undir 4.árum seitna fóru þeir úr flokknum eflaust teljast það góð l´tðræðisleg vinnubrögð   

        kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.8.2016 kl. 07:03

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband