Rangar forsendur gefa ranga útkomu.

Á tímum upplýsingaaldar, þar sem brýnt er að réttar forsendur séu fyrir málatillbúnaði, er dapurlegt að sjá hvernig oft er staðið að því að þvinga mál í gegn með því að beita því, sem er á ensku kallað "garbage in - garbage out." 

Láta verkfræðistofur finna rangar forsendur sem leiða til rangra niðurstaðna. 

Á þessari síðu hefur áður verið minnst á sláandi dæmi um þetta varðandi mat á umhverfisáhrifum virkjana á Kröflusvæðinu og virkjun Skaftár og einnig varðandi mat á notkunarhæfni minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. 

Þar vann verkfræðistofa út frá alþjóðlegum staðli sem miðast við margfalt stærri flugvélar en notaðar eru til sjúkraflugs á Íslandi til þess að fá það út, að þessi litla braut væri óþörf. 

Svæðið í Skerjafirði, sem nú er kynnt sem svæði fyrir íbúðabyggð, er lykilatriði fyrir það að hægt verði að endurvekja flugbrautina í breyttri mynd þótt byggð rísi á Hlíðarendasvæðinu. 

Talað er eins og að Skerjafjarðarsvæðið sé jafn nálægt þungamiðju byggðar á höfðuborgarsvæðinu og Hlíðarendasvæðið, en því fer viðs fjarri. 

Frá Skerjafjarðarsvæðinu til þungamiðju byggðar innst í Fossvogi eru 6,5 kílómetrar, og Skerjafjarðarsvæðið er 2,5 kílómetrum fjær þungamiðjunni en Hlíðarendasvæðið. 

Þetta fyrirhugaða íbúðabyggðarsvæði er álíka langt frá miðju höfuðborgarsvæðisins eins og austustu hverfi Reykjavíkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef austur-vestur braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu yrð lengd til vesturs þyrfti brautin að liggja yfir núverandi Suðurgötu og útivistarsvæði Reykvíkinga vestan flugvallarins, þar sem nú eru meðal annars knattspyrnuvellir.

Og stúdentagarðar verða byggðir við austurenda brautarinnar.

Suðurgatan yrði að liggja undir brautina og göng fyrir gangandi, hjólandi og akandi fólk yrðu undir bæði austur-vestur brautinni og nýrri norður-suður braut, sem lægi einnig út í sjó og þá á milli núverandi austur-vestur brautar og núverandi norður-suður brautar.

Og ný og þétt íbúðabyggð, sem fljúga þyrfti yfir, meðal annars á Hlíðarendasvæðinu, yrði skammt norðan nýju norður-suður brautarinnar og hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:13

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:15

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:

"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda.

Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga.

Ráðherra hefur frest til 29. september næstkomandi til að loka brautinni en eftir það leggjast dagsektir á ríkið.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur tekið af skarið um að sá frestur verði virtur.

Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð."

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:21

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2013:

"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.

Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á  byggingarlandinu.

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.

Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.

Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.

Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."

Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:22

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:26

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:27

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:28

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila og mannvirki á landinu verða að víkja ef eigendurnir krefjast þess.

Og harla einkennilegt að vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað eigi að vera á landi Reykjavíkurborgar.

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:31

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:34

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 22.8.2016 kl. 09:39

17 Smámynd: Már Elíson

Ekki er ég nú að segja að þetta sé persónulegt met hjá orðsóðanum St.Breim, að úða yfir netverja 16 copy/paste innihaldslausum og áður birtum sóðaskap, en slagar upp í að vera vottur ef ekki bara hrein geðveila. - Greinin góð og upplýsandi hjá Ómari en líður fyrir viðbjóðinn sem á eftir fylgdi.

Már Elíson, 22.8.2016 kl. 13:55

18 identicon

Öfgakratar halda að þeir geti fyllt plássið svo aðrir komist ekki að. Háværi minnihlutinn er þannig.

GB (IP-tala skráð) 22.8.2016 kl. 16:46

19 identicon

16 atriði um það sama Sæfinnur með sextán skó

Hættu nú (IP-tala skráð) 22.8.2016 kl. 17:28

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef áður sýnt kort af byggðinni á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir hvílík fjarstæða það er að vestan við Klambratún búi helmingur þeirra 208 þúsunda sem búa á höfuðborgarsvæðinu. 

Jafnvel vestan Kringlumýrarbrautar býr innan við fjórðungur íbúa höfuðborgarsvæðisins. 

Ómar Ragnarsson, 22.8.2016 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband