Geysimikið undir í þessu máli. Kapphlaup við tímann.

Eðli Alsheimerssjúkdómsins er einstaklega andstyggilegt að því leyti að hann ræðst á undirstöðu persónuleika og andlegrar tilveru þeirra, sem fá hann.

Því er til mikils að vinna ef hægt er að ná tökum á þessum vágesti.

Milljónir manna um allan heim og ættingjar þeirra myndu vilja gefa mikið til að bægja honum frá fórnarlömbunum, og væru margir tilbúnir til að fórna miklu fyrir það.

Hér er um að ræða kapphlaup læknavísindanna við tímann, því að tíminn mun jafnvel skipta meira máli en flest annað þegar vitað er um svo marga sem fer hrakandi jafnt og þétt.  


mbl.is Alzheimerslyf glæðir vonir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband