Mannlegt eðli í öllum flokkum.

Stjórnmál snúast eftir orðsins hljóðan í því að stjórna. Af því leiðir að til þess að hafa áhrif við stjórnun mála, hyllast margir þeirra, sem gefa sig að stjórnmálum, til þess að beita áhrifum eftir mætti til þess að hafa þessi áhrif, - nokkuð, sem með öðrum orðum er oft orðað þannig að beitt sé þrýstingi og jafnvel enn skæðari aðferðum. 

Síðan bætast við ýmis önnur atriði eins og mannlegi þátturinn, mismunandi persónuleikar og misjöfn lagni fólk við að vinna með öðru fólki og eiga við það ljúf og góð samskipti. 

Í stjórnmálum er líka tekist á um stefnur og aðferðir og það skapar núning sem getur magnast upp í hreint ósætti og illindi.

Ekki er hægt að búast við því að nokkurt stjórnmálaafl eða flokkur geti sloppið við að svona lagað gerist innan hans raða.  


mbl.is Birgitta hafnar ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki mannlegt eðli í Framsóknarflokknum.

Þorsteinn Briem, 10.9.2016 kl. 00:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þeir virðast vera að átta sig á því, að til lítils er að stórauka fylgi sitt á þingi, ef þeir komast ekki í stjórn eftir kosningar."

Fylgi Pírata hefur einmitt stóraukist, enda þótt þeir hafi ekki verið í ríkisstjórn eftir síðustu alþingiskosningar, sem voru árið 2013.

Stofnfundur Pírata var í nóvember 2012 og flokkurinn fékk þrjá alþingismenn vorið 2013.

Fylgi Framsóknarflokksins hefur hins vegar hrunið, enda þótt flokkurinn hafi unnið stórsigur í síðustu alþingiskosningum og þá myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Alþingiskosningarnar vorið 2013

Þorsteinn Briem, 17.9.2016 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband