Fyrirfram var vitað að aðeins fyrsta sætið var bindandi.

Reglur prófkjörsins í Suðvesturkjördæmi voru þær að allir þátttakendur vissu það fyrirfram, að þeir yrðu að fá ákveðinn hluta atkvæða til þess að kjör þeirra yrðu bindandi. 

Aðeins Bjarni Benediktsson fékk bindandi kosningu. 

Það er auðvitað sárt fyrir þá, sem færðir eru einu sæti neðar að þurfa að sæta því. 

En þegar litið er yfir sviðið hjá Sjálfstæðisflokknum er kynjamismunurinn æpandi og því var þessi sársaukafulla niðurstaða nauðsynleg fyrir flokkinn. 

Á móti kemur að það er ekki gott þegar maður eins og Vilhjálmur Bjarnason er færður niður, því að hann hefur aldrei verið þægur flokkshestur, heldur haldið fram málefnalegri gagnrýni á ýmislegt, og slíkir menn eru nauðsynlegir í flokki sem vill hafa breiða skírskotun. 

En fyrir flokkseigendafélagið er slíkt sennilega grátið þurrum tárum.

Og uppstillingin á myndinni af efsta fólki á listanum er táknræn: Bjarni stendur sér fyrir utan hóp flokkshestanna eins og tamningamaður með hestana sína.  


mbl.is Bryndís færð upp í annað sæti í SV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Temur lið sitt Bjarni Ben.,
barið er til hlýðni,
þar nú þýðir ekkert en,
erfið Villa stríðni.

Þorsteinn Briem, 30.9.2016 kl. 10:38

2 identicon

Og reglur þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá voru þær að niðurstaðan væri ekki bindandi. Það hefur samt ekki stöðvað för vælubílsins um þetta bloggsvæði. Hvað mönnum finnst vera rétt að gera passar ekki ætíð við settar reglur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.9.2016 kl. 12:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar. Hefur Vilhjálmur Bjarnason haldið fram "málefnalegri gagnrýni"?

Ertu að tala um manninn sem leyfði sér að nota orð eins og "bjánaskapur" um frumvörp frá ríkisstjórninni, og að nota nöfn samþingmanna sinna sem uppnefni auk þess að fara niðrandi orðum um vitsmuni þeirra, í nýlegum álitum sínum sem nefndarmanns í þingnefnd, sem eru skjalfest í eftirfarandi þingskjölum?

1721/145 nál. með brtt.: stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð

1730/145 nefndarálit: vextir og verðtrygging

Dæmi hver fyrir sig hvort um "málaefnalega" gagnrýni sé að ræða.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2016 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband