Erfitt að áætla fylgi Pírata.

Í þeim kosningum, sem Píratar hafa tekið þátt, hefur reynslan verið sú, að mun færri hafa haft fyrir því að fara á kjörstað til að kjósa þá heldur hafa sagst styðja þá í skoðanakönnunum. 

Þessu veldur að fleiri í þeirra röðum eru heillaðir af netheimum en meðal stuðningsfólks annarra framboða og myndu því vera með meira fylgi ef þeir kysu á netinu. 

Þótt þessu "netheimafólki" fjölgi líklega um á að giska 5% á hverju kjörtímabili sýnist líklegt að allt að helmingur þeirra, sem segjast myndu kjósa Pírata, séu ekki netheimafólk heldur fólk sem kosið hefur aðra flokka fram að þessu. 

Þá snýst spurningin um það hvort hik komi á þetta fólk að kjósa Pírata þegar í kjörklefann er komið. 

Píratar eru glúrnir eins og sést á því að þeir hafa þegar skipað þrjá fulltrúa sína til að fara með umboð til stjórnarmyndunar ef til slíks kemur. 

Ég hef kynnst nógu mörgu af áhrifafólki innan þeirra raða til þess að sjá, að þar er á ferð klárt og efnilegt fólk, sem virðist ákveðið í að verða "stjórntækt".  

Staða þeirra yrði sterkari í ríkisstjórn en í borgarstjórn Reykjavíkur ef þeir halda hinu mikla fylgi sínu. 


mbl.is Sjö flokkar á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar þú segir "að þar er á ferð klárt og efnilegt fólk"                          Forsetisráðherra efni Pírata Smári Nccarthy sagiði árið 2010 að hann vilji sjá atvinnuleysi fara í 40-50% sem yrði frábært, en fólk yrði að geta lifað af greiðslum frá ríkinu, þá á hann sennilega við þessi Borgaralaun, þú Ómar segir að þetta sé klárt og efnilegt fók, ég efast um að þetta fólk gangi heilt til skógar. Greinilegt að þetta fólk lifir í einhverjum Tölvuheimi, og sýndarveruleika sem það ýmindar sér.                                             Og nú ganga þær sögur um Pírata að þeir vilji opna landamærin upp á gátt, og taka við nokkur þúsund hælisleitendum á hveju ári, og stórfjölga latte kaffihúsum í 101, til að betrumbæta fjölmenninguna.                              Í mínum huga er það nokkuð ljóst, að ef Píratar komast í stjórn, mun ungt fólk á Íslandi aldrei geta eignast eigin íbúð, því það gengur aldrei upp, að að taka frá þeim sem nenna að vinna, og færa til þeirra sem ekki nenna að vinna.                            

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 14:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu vill stærðfræðingurinn Smári McCarthy frá Vestmannaeyjum ekki að atvinnuleysi verði 40-50%, enda var það auðvitað sagt í kæruleysi fyrir margt löngu, eins og hann hefur sjálfur sagt, Jón Ólafur.

Og ekki veit undirritaður til þess að fleiri Píratar séu atvinnulausir en annað fólk, margir þeirra vel menntaðir og með há laun.

En að sjálfsögðu er ekki nóg að hafa há laun hér á Íslandi og til að mynda þurfa vextir á húsnæðislánum að vera hér mun lægri en þeir eru nú og hafa lengi verið.

Og ekki veit ég til þess að Píratar hafi þá stefnu að fjölga kaffihúsum í póstnúmeri 101 eða öðrum póstnúmerum.

Í póstnúmeri 101 eru nú þegar mörg kaffihús og matsölustaðir sem moka inn erlendum gjaldeyri, því tugþúsundir útlendinga kaupa þar vörur og þjónustu.

Og í engu öðru póstnúmeri hér á Íslandi er aflað meiri erlends gjaldeyris.

Hælisleitendur vilja vinna og fá laun eins og aðrir og nú vantar hér þúsundir karla og kvenna til alls kyns starfa.

Útflutningur á þjónustu, til að mynda á kaffihúsum í póstnúmerinu 101, hefur bjargað íslenska þjóðarbúinu og stórminnkað hér atvinnuleysi eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008.

Píratar hafa hins vegar áhuga á öllu, til að mynda breytingum í íslenskum sjávarútvegi, og eru í framboði á öllu landinu, fólk í alls kyns störfum.

Í póstnúmerinu 101 er langstærsta fiskihöfnin hér á Íslandi og stærsta sjávarútvegsfyrirtækið.

Og fólk á öllum aldri notar tölvur í leik og starfi, eins og þú hefur hér sjálfur sannað, Jón Ólafur.

Þorsteinn Briem, 12.10.2016 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband