Hverjar eru "kollsteypurnar"?

Þeir sem vilja halda í stjórnarskrá, sem er í grunninn stjórnarskrár Danmerkur 1849, tala um frumvarp stjórnlagaráðs á þann veg að sú stjórnarskrá muni "kollvarpa" íslensku stjórnskipaninni. 

Danir héldu í upprunalegu stjórnarskrána í rúma öld, en gerðu nýja fyrir rúmum 60 árum. Enginn hefur haldið því fram að þar hefði verið að kollvarpa stjórnskipan þeirra þótt nýja stjórnarskráin angaði af umbótum frá hinni fyrri.

Í Fréttablaðinu í dag eru nefnd fimm atriði, sem andstæðingar nýrrar stjórnarskrár túlka vafalaust sem "kollsteypu".

Í greinum um kosningakerfið er opnað á persónukjör og að öll atkvæði á landinu vegi jafnt.

Í greinum um náttúru og auðlindir er gerð krafa um sjálfbæra þróun í stað rányrkju og sagt að réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Þetta er í samræmi við aðild okkar að Ríó-sáttmálanum og Parísarsamkomulaginu.

 

Í greinum um stjórnkerfið er kveðið á um aukna valddreifingu og skerpt á þrígreiningu, til dæmis að ráðherra geti ekki setið á þingi á meðan hann gegnir ráðherraembætti.

Þannig má fara í gegnum nýju stjórnarskrána, sem angar af umbótum, og undrast, hvernig andstæðingar nýrrar stjórnarskrár horfa á hana þeim augum, að hún "kollvarpi" samfélagi okkar. 

 

Prófessor einn hélt því á fundi í fyrra, að með nýju stjórnarskránni væri horfið frá þeim atriðum sem einkenna norrænar og evrópskar stjórnarskrár.

Þetta er alrangt. Helstu umbætur eiga einmitt fyrirmyndir í nýjustu norrænu stjórnarskránum og nýlegum stjórnarskrám í Norður-Evrópu.

  


mbl.is Mikilvægt að ræða hlutverk stjórnarskráa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er Ómar Ragnarsson viljugur í hoppikastalaleik og undir söng "Öxar við ána" þemans, í röggsamri stjórn Þorvaldar Gylfasonar, að breyta þeirri Íslensku, í þá dönsku, sem lögleidd var fyrir sextíu árum?

Bara spurning.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.10.2016 kl. 22:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 22:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 23:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti greiddra atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 23:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 23:04

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Óje Steini Brím

Halldór Egill Guðnason, 20.10.2016 kl. 23:27

7 identicon

Sérfræðingar, prófessorar og aðrir ruglukollar lærðir í stjórnskipun og þjóðréttarlegum fræðum hljóta að hafa rangt fyrir sér þegar áhugamaður sem sat múgsefjunarfundi í nokkrar vikur er ósammála þeim. Áhugamaðurinn hefði aldrei látið plata sig til að skrifa undir eitthvað sem hann í raun skildi ekki bara til þess að komast á spjöld sögunnar sem meðhöfundur.

Davíð12 (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband