Löngu tímabær framkvæmd.

Margir þéttbýlisstaðir á Íslandi, stórir og smáir, hafa myndast á krossgötum eða við brýr. 

Dæmi um svona staði, eru Borgarnes, Blönduós, Egilsstaðir, Kirkjubæjarklaustur, Hvolsvöllur, Hella, Laugarás og Selfoss.

Blönduós, Egilsstaðir, Kirkjubæjarklaustur, Hella, Laugarás og Selfoss risu við brýr.

Þegar ný brú var gerð við Hellu, var ákveðið að færa brúarstæðið suður fyrir þorpið.

Það mætti mótstöðu heimamanna á þeim forsendum, að með því myndi umferðin um þjóðveg eitt færast út fyrir þorpið og þeir missa spón úr aski sínum.

Málið var leyst með því að styrkja heimamenn til að koma á fót verslunarþjónustu við nýju brúna, sem hafði fram að því verið nálægt gömlu brúnni til þess að greiða fyrir umferð yfir ána.

Ekki þarf annað en að fara þarna í gegn til að sjá hve vel þetta hefur tekist, því að mestöll þjónusta og atvinnustarfsemi á Hellu er nálægt nýju brúnni án þess að tefja umferðina í þeim mæli, sem hefði verið ef nýja brúin hefði verið reist við hlið gömlu brúarinnar.

Lega þjóðvegar eitt við tvo fyrrnefnda staði, Blönduós og Selfoss, hefur í áratugi verið dragbítur á umferð um svæðið.

Fyrir venjulegan ferðamann hefur þetta virkað eins og að verið sé að þvinga þá til að fara í gegnum miðju þéttbýlisins og tefja með því för þeirra og lengja með því ferðatímann.

Hvað Selfoss snertir, væri fróðlegt að vita hve stór hluti þeirra sem fara um miðbæinn þar eiga þangað erindi og hve stór hluti er gegnumstreymi bíla.

Það má varpa því fram hvort það sé misskilningur, að með því að skylda alla til að fara í gegnum miðbæinn auki það verslun þar.

Rétt eins og farið var að við Hellu fyrir hálfri öld, er fyrir löngu tímabært að færa Suðurlandsveg norður fyrir Selfoss.

Færsla þjóðvegar eitt á nýja brú nálægt Fagranesi í Langdal myndi stytta þjóðveg eitt um fjórtán kílómetra án þess að fara með hann út fyrir sveitarfélagið.

Hafa mætti fordæmið frá Hellu í huga til þess að leysa þetta mál.       


mbl.is 4,5 milljarðar í nýja Ölfusárbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á heimasíðu Pírata er hægt að nálgast umhverfisstefnu flokksins sem fjallar meðal annars um loftslagsmálin."

"Eru Píratar með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni.""

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 09:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á heimasíðu Vinstri grænna er hægt að nálgast stefnu flokksins um umhverfis- og loftslagsmál.

Eru Vinstri grænir með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Ísland á að beita sér fyrir því að jarðefnaeldsneyti verði ekki unnið á Norðurslóðum."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 09:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á heimasíðu Samfylkingarinnar er hægt að nálgast stefnu flokksins í meðal annars loftslagsmálum undir Umhverfismál.

Er flokkurinn með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum."

"Samfylkingin telur að Ísland ætti að lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni.

Slík yfirlýsing yrði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 09:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á heimasíðu Bjartrar framtíðar er hægt að nálgast umhverfisstefnu flokksins sem fjallar meðal annars um loftslagsmálin."

Er Björt framtíð með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Ísland hefji aldrei vinnslu jarðefnaeldsneytis."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband