Bílvelta varð, útafakstur varð, lögregluaðkoma varð...

Já, "bílvelta varð" segir enn í texta frétar í stað þess að segja einfaldlega: Bíll valt.

Í samræmi við það orðalag mætti halda fréttinn áfram og segja:

Stjórnunarmissir varð svo að útafakstur varð, ofanaíáhöfnun varð, því að hálkumyndun hafði orðið, lögregluaðkoma varð og undankoma varð frá meiðslum enda hafði bílbeltanotkun orðið.    


mbl.is Fór á hvolf ofan í Hvammsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aftur tunnuvelta varð,
virði einnar messu,
allt fór fyrir ofan garð,
ekkert vit í þessu.

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband