Það var enginn stjórnarsáttmáli fyrirfram 1963, 67, 71, 95, 99, 2003 eða 07.

Það var yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fyrir kosningarnar 1963, 1967 og 1971 að þeir myndu starfa saman eftir kosningar ef þeir fengju meirihluta í þeim. 

Aldrei lá fyrir neinn stjórnarsáttmáli fyrir þessar kosningar. 

Svipað var uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki 1995 og hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki l999, 2003 og 2007, að enginn fyrirfram niðurskrifaður stjórnarsáttmáli var til fyrirfram, en í flokkarnir héldu áfram eftir kosningarnar í þeim tilfellum þegar þeir höfðu traustan meirihluta. 

Sá meirihluti var svo tæpur 1995 og 2007, að Sjálfstæðismenn ákváðu að leita annað til að mynda meirihluta. 


mbl.is Enginn sáttmáli fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ótt­arr Proppé formaður Bjartr­ar framtíðar tal­ar á svipuðum nót­um í sam­tali við mbl.is.

"Þetta er gott sam­tal eins og okk­ar sam­tal hef­ur verið öll þessi ár en við ger­um nú ekki stjórn­arsátt­mála áður en búið er að kjósa. Það er nokkuð ljóst."

Spurður hvort hann eigi von á ein­hvers kon­ar sam­komu­lagi um sam­starf fyr­ir kosn­ing­ar seg­ir hann:

"Það er frek­ar að menn nái ein­hvers kon­ar sam­eig­in­leg­um skiln­ingi á fram­haldið."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 22:05

2 identicon

Það var hins vegar kominn sáttmáli 2009 að því manni skilst, en hann var leyndó af því hann þoldi ekki dagsljósið (hefði kostað helling af atkvæðum og jafnvel einhverja frambjóðendur líka).

ls (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 23:29

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Óttar er ekki allur þar sem hann er séður. Þrátt fyrir bleika uppþvottahanska á tónleikum, skilur hann pólitíkina betur, en tuðarinn hélt. Góður.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.10.2016 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband