"Heimtur" Pírata geta ráðið úrslitum. Framsókn með í stjórn?

Það er þekkt fyrirbrigði á þeim tíma sem vandaðar skoðanakannanir hafa verið haldnar hér á landi að á vissum tímabilum helst flokkum misvel á því fylgi sem þeir fá í könnununum. 

Á tímabili gilti þetta um Sjálfstæðisflokkinn þegar hann hvað stærstur, og var í könnunum DV "leiðrétt" við þessu á þann hátt, að þær kannanir stóðust betur en kannanir Gallup. 

Fylgið, sem Píratar höfðu í síðustu kosningum benti til þess að það myndi skila sér mun betur ef kosið yrði með netkosningu heldur en á þann  hátt, að fylgismenn þyrftu að hafa fyrir því að fara á kjörstað. 

Núna er fylgi Pírata að vísu svo miklu meira en þá, að óvissa ríkir um það, hvort nýja fylgið sé með þessu einkenni. 

Ef svo er, og niðurstaða kosninganna verður sú að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir fái ekki meirihluta verður samt dálítið erfitt fyrir Viðreisn að tryggja núverandi stjórnarflokkum áframhaldandi setu í ríkisstjórn. 

En vegna sterkrar stöðu Viðreisnar gæti orðið hugsanlegt að flokkurinn gæti stungið upp á vinstri-miðjustjórn þar sem Framsókn yrði með en jafnvel einhver fjórflokkanna úti. 


mbl.is Ný könnun sýnir Viðreisn í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2016:

"
Following the announcement by the Pirate Party to form a pre-election anti-government alliance, the leader of the newly established Resurrection Party (Viðreisn) has announced that they will not be joining a coalition with the Independence Party or the Progressive Party after the elections.

Benedikt Jóhannesson, leader of the Resurrection Party said this on radio station X-ið this morning in an interview.

He did however say that he would not be going into discussion with the Pirate Party and other opposition parties until the election is over.

"We believe the discussion should start when voters have had their say."

Asked whether they would consider a coalition with the parties currently in government he said, "I will only say this. There will not be such a government.

There will not be a government comprised of the Independence Party, the Progressive Party and the Resurrection Party after the election."

Jóhannesson said that changes would not go through with the current governmental parties and that Resurrection wanted change.

"I believe it is highly unlikely that we could agree with them on anything.

I find it much more likely that we will come to an agreement with other parties."

Þorsteinn Briem, 28.10.2016 kl. 00:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefna Viðreisnar og Framsóknarflokksins er gjörólík og þar má til að mynda nefna landbúnaðarmálin og aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 28.10.2016 kl. 01:01

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig væri að hreinlega banna þessar andskotans skoðanakannanir, rétt fyrir kosningar ? Kosningaumræðan snýst orðið mest um skoðanakannanir. Hvað þetta eða hitt og hver gæti þetta eða hitt, eða ekki, ef eitthvað er að marka síðustu könnun. Fréttamenn eru ekki lengur fréttamenn, sem samkvæmt skilgreiningunni eiga að flytja fréttir. Það gera þeir ekki, heldur blaðra út um eyrun á sér um skoðanakannanir, í stað þess að veita atjórnvöldum aðhald, með ágengum spurningum sem krafist er svara við, svo sauðsvartur almúginn geti tekið afstöðu, á kjördegi. Mikið akelfing hlýtur að vera auðvelt að vera blaða eða fréttamaður í aðdraganda kosninga. Þarf ekki einu sinni að hafa fyrir umræðuefninu. Það kemur jú í fangið á þeim og nánast engin vinna eða hugmyndir, aðrar en blaðra um skoðanakannanir. Sjöfull sem þetta er orðið þreytt.

 Goðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.10.2016 kl. 01:06

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fylgið, sem Píratar höfðu í síðustu kosningum benti til þess að það myndi skila sér mun betur ef kosið yrði með netkosningu heldur en á þann  hátt, að fylgismenn þyrftu að hafa fyrir því að fara á kjörstað."

Stofnfundur Pírata var í nóvember 2012.

Píratar og skoðanakannanir Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar:

0,4% 30. nóvember 2012,

2,5% 31. desember 2012,

2,1% 31. janúar 2013,

2,3% 28. febrúar 2013,

3,8% 14. mars 2013,

4,4% 2. apríl 2013.

5,1% 27. apríl í alþingiskosningunum.

Þorsteinn Briem, 28.10.2016 kl. 01:09

5 identicon

Steini spam Briem: þú mengar. farðu

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 02:02

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ómar, hve lágt ert þú tilbúinn að setja umræðuna um pólitík og kosningar? Sem einn af bestu fréttamönnum landsins, hér á árum áður, ættir þú að hirta sauðina sem nú nærast eingöngu á skoðanakönnunum og spyrja einskis utan þeirra. Gáfurnar eða metnaðurinn ekki meiri. Ekki falla í þá gryfju. Það fer þér einfaldlega ekki. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan til allra......fyrir utan SBrrrrrææææææmmm.

Halldór Egill Guðnason, 28.10.2016 kl. 02:40

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 20.-27.10.2016:

Lækjarbrekkustjórn 33 þingmenn (51% atkvæða):

Píratar 14 þingmenn (21%),

Vinstri grænir 11 þingmenn (17%),

Björt framtíð 4 þingmenn (7%),

Samfylkingin 4 þingmenn (6%).

Aðrir flokkar 30 þingmenn (44% atkvæða):

Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn (23%),

Viðreisn 7 þingmenn (11%),

Framsóknarflokkurinn 7 þingmenn (10%).

Síðustu alþingiskosningar:

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn 38 þingmenn (51%).

Þorsteinn Briem, 28.10.2016 kl. 07:06

8 identicon

Halldór..!

Thetta eru ekki lengur bladamenn,

heldur bladursmenn.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 07:16

9 identicon

„Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“

Getur ekki einhver tölvufróður hjálpað Smára McCarthy að loka aðganginum sínum?  Viðkomandi þarf alls ekki að veifa prófgráðu.  Það nægir að viðkomandi geti  hjálpað manninum til að hafa þetta rétt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 07:32

10 identicon

Við verðum örugglega seint sammála og sjálfsagt er þér nákvæmlega sama, rétt eins og mér.

En það ber að þakka fyrir það sem vel er gert, svo þakka þér fyrir þitt framlag til að sýna okkur landið sem við byggjum.  Rétt skal vera rétt, engin hefur gert það betur en þú.

Þetta innlegg er í engu samhegi við pistilinn sjálfan.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 18:05

11 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Góður Ómar eins og alltaf. Mættir nú vera harðari hér á blogginu þínu við þá sem eru endalaust með svívirðingar á ákveðinn einstakling hér. Þetta nær ekki nokkurri átt.foot-in-mouth

Ragna Birgisdóttir, 28.10.2016 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband