Átti líka stórmerkilega ömmu og afa uppi á fjalli á Hellisheiði.

Einhverjir mögnuðustu persónuleikar, sem ég hef hitt á langri starfsævi, voru hjónin Blómey Stefánsdóttir og Óskar Magnússon, sem bjuggu saman við ótrúlega erfiðar aðstæður í litlum torfbæ uppi á fjallinu fyrir ofan Skíðaskálann í Hveradölum í níu ár. 

Ásdís Halla Bragadóttir ólst upp við það að þau væru amma hennar og afi og þegar ég skrifaði bókina Mannlífsstiklur, þar sem helmingurinn fjallar um "spámanninn á fjallinu" eins og ég nefndi Óskar. 

Líf þeirra var algerlega dæmalaust á okkar tímum, en þegar ég ræddi stuttlega við Ásdísi Höllu vegna bókar minnar dáðist ég að því hve vel, opinskátt og hlýlega hún talaiði um þetta vægast sagt óvenjulega fólk, nútíma Fjalla-Eyvind og Höllu, mann sem gerðist útilegumaður á einstæðan hátt og konuna, sem fór með honum í þessa útlegð. 

Sumir hefðu kannski komið sér hjá því að tengja sig við svona "skrýtið" fólk, en það gerði Ásdís Halla ekki.

Mun ég ætíð virða hana fyrir það.  


mbl.is Mamma opnaði loks Pandoruboxið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er greinilega komin af plebbum hún Ásdís Halla.  Jafnaðarmenn vilja ógjarnan tengja sig við svoleiðis fólk.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 11:44

2 identicon

Þessi þjóð þarf á því að halda að heyra þessar sögur.Þetta er víða þaggað niður af skömm og hræðslu við álit annara.Það er enginn betri en annar 

Anna (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 12:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.maí 2008:

Breaking news: Sigurður Kári er af fátæku fólki kominn

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í ræðustól Alþingis í gær, væntanlega í tilefni af 1. maí, að hann sé af fátæku fólki kominn.

Við þessi tíðindi gerðist eftirfarandi:

Væntingavísitala Gallup hækkaði um 5%.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 10%.

Gengi íslensku krónunnar hækkaði um 7%.

Þorsteinn Briem, 29.10.2016 kl. 13:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu eru það mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn viðurkenni að hann sé af fátæku fólki kominn.

Þorsteinn Briem, 29.10.2016 kl. 13:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Orðið plebbi er notað um ómenningarlegan eða lágkúrulegan mann.

Það er stytting á nafnorðinu plebeji í sömu merkingu sem barst hingað úr dönsku plebejer og er eldra í málinu eða frá því snemma á 20. öld.

Eins er til lýsingarorðið plebejískur "lágkúrulegur" fengið frá dönsku plebejisk.

Plebbi er vel þekkt í málinu frá því upp úr miðri 20. öld og sömuleiðis lýsingarorðið plebbalegur."

Hvað þýðir orðið plebbi? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 29.10.2016 kl. 13:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjallastjórnin liðið lík,
lítil er nú fórnin,
pilsfaldanna pólitík,
plebbaleg var stjórnin.

Þorsteinn Briem, 29.10.2016 kl. 13:46

8 identicon

Forngrikkir notuðu hinsvegar orðið barbari (βάρβαρος) um ómenningar- og lágkúrulegan mann.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 15:08

9 identicon

"Samábyrgðin.  Dómur um kaupfélagsskuld er nýlega fallinn í Hæstarétti.  Hafði Kaupfélag Reykvíkinga stefnt einum manni, sem áður var í Kaupfélagi verkamanna, sem hitt félagið var stofnað upp úr, til þess að greiða 280 kr, sem væri hans hluti í reksturshalla félagsins árin 1923 og 24.  Maðurinn neitaði því, að hann væri félagi í K.R. og í fyrra félaginu hefðu þau ákvæði staðið í lögunum, að sá skyldi laus úr því, sem ekki hefði skifti við það í tvö ár, og svo væri um sig.  Samábyrgðarákvæðið var í samþyktum hins nýja kaupfélags og í því átti að hremma manninn.  En undirréttur sýknaði manninn af skuldakröfunni og staðfesti Hæstiréttur það.  Eins ástatt og fyrir manni þessum var fyrir 460 öðrum meðlimum hins gamla kaupfélags en nú hefir dómurinn bjargað þeim undan hrömmum samábyrgðarinnar."  Íslendingur 9. júlí 1926:2.

Svo virðist sem að yfirstéttin (jafnaðarmenn) fari að tala um plebba (ómenningu og lágkúru) þegar almenningur fer að krefjast réttinda sér til handa.  Þau eru mörg stjórntækin.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband