Nokkur fordæmi fyrir stjórnarsamstarfi milli andstæðra póla yfir miðjuna.

Þegar Sveinn Björnsson ríkisstjóri myndaði utanþingsstjórn 1942 eftir langvarandi stjórnarkreppu, tóku formenn flokkanna, einkum Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins, það afar nærri sér. 

Eiðrofsmálið svonefnda og trúnaðarbrestur milli hans og Hermanns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins, hafði valdið því að gefnar voru harðar yfirlýsingar um að hvor um sig teldi útilokað að vinna með hinum. 

Stjórnarkreppan varð vegna þessa og einnig vegna þess að svipað ástand ríkti milli Sjalla og flokksins, yst til vinstri, sósíalistaflokksins, sem yfirleitt gekk undir heitinu "kommarnir". 

Ólafi tókst að rjúfa þessa hindrun með því að mynda meirihlutastjórn þvert yfir miðjuna, með Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum, svokallaða Nýsköpunarstjórn. 

Þegar hún féll hófst aftur stjórnarkreppa og hótun Sveins Björnssonar, nú forseta, um að mynda utanþingsstjórn, vofði yfir. 

Ólafur Thors og Hermann Jónasson brutu því odd af oflæti sínu að því leyti til að það tókst að mynda þriggja flokka stjórn undir forsæti krata með Ólaf og Hermann utan stjórnar.

1950 komu þeir síðan inn í nýja stjórn eftir stjórnarkreppu, sem var orðin ískyggileg, en hvorugur hafði forsæti.

Í janúar 1980 var enn komin upp sú staða, að í stjórnarkreppu vitnaðist það að Kristján Eldjárn forseti væri með utanþingsstjórn tilbúna.

Þá mælti Morgunblaðið með myndun stjórnar tveggja andstæðra póla yfir miðjuna, en það virtist ekki ætla að ganga upp fyrr en Gunnar Thoroddsen myndaði með minnihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins stjórn með Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki.

Í öllum þessum tilfellum voru stjórnarmyndunartilraunir að komast út í öngstræti, en fordæmið, sem gefið var með utanþingsstjórn 1942, varð til þess að fundin var lausn á síðustu stundu.

Bæði 1944 og 1980 klofnaði þingflokkur Sjálfstæðismanna vegna málsins, en nú virðist frekar, að Vinstri grænir séu hikandi.

Reynslan frá árunum 1942 til 1959 sýnir, að það getur dregið allt að 17 ára dilk á eftir sér ef menn eru með of stóryrtar yfirlýsingar fyrirfram um stjórnarmyndunartilraunir, sem erfitt er að sjá fyrir endann á.  


mbl.is Getur ekki skellt í lás fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Held að framsóknarmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon ætti að ganga í Framsóknarflokkinn.

"Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður á Fréttatímanum og fyrrum ritstjóri Smugunnar spyr á Facebook:

"Er Steingrímur kominn í stjórnarmyndunarviðræður á síðum Morgunblaðsins? Hvar er Katrín?

Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG svarar og segir að Katrín stýri umræðunum: "Sem betur fer."

Þá segir hún þetta vera óskhyggju Morgunblaðsins."

Þorsteinn Briem, 7.11.2016 kl. 16:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon veitti margra milljarða króna ívilnanir vegna kísilvers á Húsavík sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, segir nú að verði einnig að gilda fyrir álver í Helguvík.

Steini Briem, 4.9.2013

Þorsteinn Briem, 7.11.2016 kl. 16:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Ríkið
veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.

Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir
vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið
greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.


Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 7.11.2016 kl. 16:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.6.2013:

"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík
og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."

"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.

Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.

"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."

"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."

Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík


Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)

Þorsteinn Briem, 7.11.2016 kl. 16:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Þorsteinn Briem, 7.11.2016 kl. 16:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.6.2015:

"Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, gefur lítið fyrir gagnrýni "eftiráspekinga" á framkvæmd Vaðlaheiðarganga sem nú er komin einn og hálfan milljarð fram úr kostnaðaráætlun.

Hann segir að gerð ganganna hafi verið forsenda þess að ráðist var í iðnaðaruppbyggingu á Bakka."

Þingmaður í Norðausturkjördæmi blæs á gagnrýni "eftiráspekinga" á Vaðlaheiðargöng

Þorsteinn Briem, 7.11.2016 kl. 16:46

9 identicon

Því skánar hægt.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 19:56

10 Smámynd: Már Elíson

Rétt er það, Þorvaldur - Fábjáninn lét sér nægja 8 aumingjaspöm núna, en hefur verið á rangri lyfjagjöf á 24ra copy-túrnum á hinu blogginu. - Ómar bað hann um að draga aðeins úr, en ekki dettur Ómari í hug að eyða þessu sífellda og sífellt sama rugli. - Maður skilur það nú ekki. - Boðskapur Ómars og hans ágæta blogg líður fyrir þenna mann-ræfil og efnið nýtur sín því ekki sem skyldi. - Kannski er Ómari sama (?).

Már Elíson, 7.11.2016 kl. 22:01

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er búinna að óska eftir hóflegri fjölda athugasemda og það stefnir í rétta átt. En nú óska ég líka eftir því að ekki sé laumað rætnum orðum inn í athugasemdir. 

Ómar Ragnarsson, 7.11.2016 kl. 22:19

12 identicon

Mikið getur þessi Már Elíson verið dónalegur. Einn af lyfjafræðingum bloggsins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 22:24

13 Smámynd: Már Elíson

Ágæti Ómar - Ég skal verða við því, sjálfsagt, en sýndu samt dug í þér og þurrkaðu þetta rugl "þessa manns" út svo að bloggið sé ekki eins mokað hafi verið mold og drullu yfir það í sífellu. - Mér er síðan alveg sama um þannan "Hauk" sem er í því að skíta þig út í hvívetna, Ómar. - Hann er ekki svaraverður.

Þú skalt síðan Ómar skoða "laumuðum rætnum" orðum frá "mikilmenninu" sem virðist vera með leyfi til upphrópana og viðhafa persónulegt skítkast á þig á stundum, og gefa honum reglulega ádrepu. - Það er kannski ekki sama hver er ??

Ég segi enn og aftur...Bloggið þitt ágæta líður fyrir þennan ósóma sem þú lætur viðgangast og er það altalað. - hreinsaðu óværuna og allt verður í sóma.

Már Elíson, 7.11.2016 kl. 22:37

14 identicon

Hef ég verið að skíta út Ómar Ragnarsson, mann sem ég ber mikla virðingu fyrir? Gættu orða þinna Már Elíson, annars færðu lögfræðing í hausinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband