Heimsendavaldur og hrellir, bæði heillandi og ógnandi.

Tunglið hefur leikið stórt hlutverk í lífi mannskyns frá upphafi veru hans á jörðinni. Karlinn í tunglinu, sem svo hefur verið nefndur, hefur fengið á sig ímynd lifandi persónun eða jafnvel draugs. 

Þegar Sjónvarpið hóf göngu sína 1966 var einhvern tíma sýnt andlitið á karlinum í tunglinu í Stundinni okkar. Fjögurra ára dóttir okkar varð svo hrædd, að aldrei varð hún hræddari um ævina.

Þetta sýnir, hve erfitt er fyrir fullorðna að áætla hvað skelfi börn.

Í þessu tilfelli hefði þess vegna vel verið hægt að birta viðvörun áður en þátturinn hófst: "Þessi þáttur er ekki við hæfi barna", eða "varað er við myndum tunglinu, sem birtast í þættinum."

Kannski var þessi ótti dóttur minnar eðlilegur, því að það eru ekki svo fáar hryllingssögurnar sem hafa orðið enn hryllilegri vegna þess að tunglið lék þar stórt hlutverk. 

Þjóðsagan af djáknanum á Myrká er ágætis dæmi. 

 

Einhvern tíma um svipað leyti og ofurmáninn var á sveimi síðast fyrir 68 árum, var gefin út bók, sem bar heitið "Undur veraldar."

Þar var fjallað um nokkur fyrirbæri, og mig minnir að lengsta umfjöllunin hafi verið um fjallið Evrest, sem þá hafði ekki enn verið klifið en þegar reynt á þolrif fjallgöngumanna eða kostað þá lífið.

Án þess að fletta því upp á netinu koma nöfnin Norton og Mallory upp í hugann þegar hrollvekjandi sögur af glímunni við hæsta fjall jarðar blunda í undirmeðvitundinni.   

En mesta hrollvekjandi umfjöllunin í bókinni var um þá framtíðarspá að mannkynið myndi leysa orkuvandamál sín með því að virkja sjávarföllin, sem eru jú fyrir tilverknað aðdráttarafls tunglsins. 

Í bókinni var rakið, ef ég man rétt, að smám saman myndi þetta hægja á snúningi jarðar, að vísu agnarlítið, en nóg til þess að braut tunglsins um jörðina myndi ofurhægt en þó með vaxandi hraða fara að nálgast jörðina og að lokum valda því að tunglið skylli á jörðinni af þvílíku afli að líf á jörðinni myndi þurrkast út í svakalegum heimsendi. f

Þessu var það vel lýst, að það varð að mikilli hrollvekju hjá kornungum lesanda, og var þó um að ræða hugsanlegan atburð óralangt frammi í framtíðinni. 

Nú er það langt síðan að þetta var, að ekki man ég hvort þessi umfjöllun tengdist ofurmánanum, sem nú er aftur kominn á kreik. 

En tunglið, jörðin og sólin eru auðvitað grundvallaratriði í umhverfi og lífi manna, samofið og háð hegðun og eðli þessara fyrirbæra. 

Og til að gæta allrar sanngirni gagnvart mánanum, má ekki gleyma þeim djúpu tilfinningum í ástalífi og rómantík, sem hann kallar oft fram á unaðsnóttum og á ferðalögum í náttúrunni. 


mbl.is Hefur ekki verið nær jörðu í 68 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

The moon moves 4 centimeters farther away from the earth every year. Why? Picture the moon in your mind’s eye as being stationary above the surface of the spinning earth. The water in the oceans directly beneath the moon will bilge out a tiny bittoward the moon because the moon’s gravity is pulling it, and the earth will rotate once a day beneath this bulge. this is the cause of the ocean tides.. There is friction between the water and the surface of the earth, and this friction causes the earth’s rate of spin to slow down. The effect is tiny but measurable; the earth’s day is gradually lenghtening by approximately two-thousendths of a second per century. Physicists neasure the rate of spin using angular momentum, so we can say that the angular momentum of the earth is reducing over time. Noether (Albert Einstein described Emmy Noether as the most important woman in the history of mathematocs) tells us that because the world looks the same in every direction (to be more precise, the laws of nature are invariant under rotation), then angular momentum is conserved, which means that the total amount of spin must not change. So what happens to the angular momentum the earth loses by tidel friction? The answer is that it is transformed to the moon, which speeds up in its orbit around the earth to compensate for the slowing down of the earth’s rotation. This causes it to drift slightly farther away from the earth. In other words, to ensure that the total angular momentum of the earth and moon system is conserved, the moon must drift into a wider orbit around the earth to compensate for the fact that the earth’s rate of spin is slowing down. This is very real and quite fantastic affect. The moon is big, and it is drifting farther away from the earth as every year goes by to conserve angular momentum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.11.2016 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband