Fimmti Bandaríkjaforsetinn við múr, - sá þriðji til að halda fræga ræðu?

Fjórir Bandaríkjaforsetar komu til Vestur-Berlínar á Kaldastríðsárunum, Ronald Reagan reyndar tvisar, þannig að heimsóknirnar voru alls fimm.  

Reagan og John F. Kennedy héldu frægar ræður, þar sem þeir gerðu að umtalsefni múrinn, sem kommúnistastjórnin í Austur-Þýskalandi hafði reist þvert í gegnum borgina til að koma í veg fyrir að fólkið austan múrsins færu yfir til Vestur-Þýskalands. 

3,5 milljónir manna höfðu notað þessa leið í óþökk Austur-Þýskra yfirvalda, en íbúar þess lands voru aðeins 17 milljónir. 

Eins og áður sagði urðu tvær ræðurnar frægar, þar sem Bandaríkjaforsetar fordæmdu múrinn.

Sú fyrri var ræða John F. Kennedy tæpum tveimur árum eftir að múrinn var reistur, þar sem hann sagði fleyg orð: "Ég er Berlínarbúi" og sagði jafnframt að allir frjálsir menn heims væru Berlinarbúar. 

Síðari ræðuna hélt Ronald Reagan 24 árum síðar rétt við Berlínarmúrinn í námunda við Brandenborgarhliðið og ein setning varð fleygust: "Herra Gorbatsjof, rífðu þennan múr niður!" 

Nú gæti farið svo að þriðji Bandaríkjaforsetinn stefni að því halda ræðu við múr en í þetta sinn ekki við múr sem aðrir hafa reist, fulltrúar ófrelsis og kúgunar, heldur við múr sem hann hefur sjálfur, helsti fulltrúi og forystumaður frjálsra manna, látið reisa til að hefta för fólks. 

Hann hefur sjálfur upplýst að tala þeirra, sem þessi nýi múr muni hafa áhrif á, verði næstum því eins há og þeirra sem komust í gegnum Berlín á sínum tíma, áður en Berlínarmúrinn var reistur. 

Það má velta því fyrir sér, hvort Trump muni nýta sér reynsluna af ræðuhöldum fyrri forseta til þess að halda ræðu við þennan múr þegar hann hefur verið fullgerður. 

Mun hann standa þar og segja: "Ég er Mexíkói"?  Varla.

Og því síður að segja að allt frjálst fólk veraldar sé Mexíkóar.  

Eða mun hann standa þar og segja: "Herra Trump, rífðu þennan múr niður!"

Að sjálfsögðu ekki, en kannski endurtaka það sem hann sagði í 60 minutes, að hann væri góður í að skipuleggja gerð mannvirkja. 

Við lifum á athyglisverðum tímum.  Það verður varla annað sagt.  


mbl.is Heitir því að flytja milljónir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er furðuleg samlíking. Berlínarmúrinn var byggður af þrælahöldurum sósíalismans til að halda þrælum þeirra innan veggja hans. Til að halda þeim áfram sem þrælum sósíalista. 

Það er greinilegt að sá múr féll ekki austur, heldur vestur, fyrst að þetta eru rökin þín í dag Ómar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.11.2016 kl. 00:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trump(etinn) er múraður og Styrmir Gunnarsson er innmúraður.

Þorsteinn Briem, 15.11.2016 kl. 01:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki eru allir sósíalistar kommúnistar eins og dæmin sanna.

Þannig eru til að mynda Vinstri grænir og Samfylkingin ekki kommúnistaflokkar.

Þorsteinn Briem, 15.11.2016 kl. 01:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í hið óendanlega.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 15.11.2016 kl. 01:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka."

Þorsteinn Briem, 15.11.2016 kl. 01:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

Þorsteinn Briem, 15.11.2016 kl. 01:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.

Þorsteinn Briem, 15.11.2016 kl. 01:30

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn vill að tollar á íslenskar sjávarafurðir verði felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.

En flokkurinn vill að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörur frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.

Þorsteinn Briem, 15.11.2016 kl. 01:31

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 15.11.2016 kl. 01:33

11 identicon

Myndaniðurstaða fyrir funny smiley pictures

Steini smile (IP-tala skráð) 15.11.2016 kl. 02:05

12 identicon

Hillary var búin að fordæma Pútín og kalla hann Hitler áður en hún náði lengra.  Sem betur fer fengum við ekki framhaldið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2016 kl. 07:27

13 identicon

Svo er spurning hvort ekki hafi lengi verið stórir hugrænir múrar í Bandaríkjunum? Ja, allavega eftir 1968.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 15.11.2016 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband