Fleira sameinar en sundrar í þessum viðræðum. LÍÚ þungt í skauti fyrir Sjalla.

Evrópumál og sjávarútvegsmál voru sögð vera helstu hindranir í stjórnarmyndunartilraun Bjarna Benediktssonar.

Í sjávarútvegsmálunum er sérstaða Sjallanna greinilega alger; ekki má hrófla við núverandi kerfi, ekki einu sinni að bjóða 3% kvótans upp árlega, og tregðan gegn stjórnarskrárbreytingu um nýtingu auðlindanna fylgir auðvitað með. 

Ekkert mál, sem skiptar skoðanir eru um hjá fimm-flokkunum, sem nú sitja við samningaborð, er neitt líkt þessu. 

Af þeim sökum ætti að verða auðveldara fyrir þá að koma saman stjórnarsáttmála og stjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Fleira sameinar en sundrar og ekkert "ólýðræðislegt" við það, eins og heyra má sumar segja, að eftir að Sjallar og Framsókn misstu hinn mikla meirihluta sinn á þingi og eru nú með aðeins rúmlega 40% kjósenda að baki sér, taki hinir flokkarnir við stjórnartaumunum. 


mbl.is Gott hljóð í fundarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Hið sérkennilegasta í þessum hóp er óvirðing fyrir vilja kjósenda hjá Samfylkingu.    Flokkurinn náði minnsta mögulega máli samkvæmt íslenskri stjórnskipan á Alþingi. Ef ekki hefði verið ágætlega vel liðinn arkitekt á Akureyri hefði flokkurinn verið " history" .

Fyrrverandi formaður flokksins mat stöðuna hárrétt eftir kosningar.  Oddný kvað augljóst að Samfó kæmi ekki að næstu ríkisstjórn í ljósi úrslitanna.

Lækjarbrekku kaffihúsaspjallið fyrir kosningar um myndun vinstri stjórnar náði ekki máli hjá kjósendum. Það vill gleymast.

   Annað hljóð kom í strokkinn er á leið.  Þar réð án efa bakvið tjöldin hinn fjölmenni og nýrassskelti hópur fyrrverandi þingmanna. 

P.Valdimar Guðjónsson, 19.11.2016 kl. 21:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björt framtíð og Viðreisn reyndu að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki en tókst ekki.

Þar að auki hefði sú stjórn einungis haft eins þingmanns meirihluta.

Þorsteinn Briem, 19.11.2016 kl. 21:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla einkennilegt ef kjósendur Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum í síðastliðnum mánuði vildu ekki að mynduð verði ríkisstjórn með öðrum sósíalistaflokki og þeim flokkum sem hlynnir eru aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Og fyrst er að sjálfsögðu reynt að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta.

Þorsteinn Briem, 19.11.2016 kl. 22:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... sem hlynntir eru aðild Íslands að Evrópusambandinu", átti þetta nú að vera.

Hins vegar hlynnir Trump(etinn) nú að Framsóknarflokknum sem ekki hefur haft minna fylgi í hundrað ára sögu flokksins.

Og Píratar eru jafnaðarmannaflokkur.

Þorsteinn Briem, 19.11.2016 kl. 22:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Holdið rís nú ansi ört,
ekki lítið vitið,
Framsóknar er sálin svört,
sjallar á sig skitið.

Þorsteinn Briem, 19.11.2016 kl. 22:40

6 identicon

Furðufuglin Steini Bream

stígur ekki í vitið

villir ekki á sér sýn

hefur á sig skitið

S. Breik (IP-tala skráð) 20.11.2016 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband