Ekki aðlaðandi nöfn fyrri riftunarmanna.

Saga milliríkjasaminga eru skrautleg oft á tíðum. Sumir reyndust illa og í sumum léku menn herfilega af sér, svo sem í Munchenarsamningunum 1938. 

Leidd afa verið að því rök, að svikalognið eftir þessa samning, sem entist aðeins í sex mánuði, hafi komið sér betur fyrir Þjóðverja en Vesturveldin, þvert ofan í það sem ráðamenn Breta og Frakka héldu. 

Það hefur líka reynst misvel að rifta samningum, eins og Donald Trump hefur lýst yfir að verði gert á báðar hendur þegar hann tekur við forsetaembættinu. 

Og nöfn helstu riftunarmanna fortíðarinnar hljóma ekki vel í eyrum, þeirra sem drógu Þjóðverja út úr Þjóðabandalaginu og riftu griðasáttmálum á báða bóga. 

Vonandi er ekki slíkt tímabil í aðsigi núna. 


mbl.is Hörmulegt ef Trump riftir Íranssamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband