Oft erfitt fyrir flokka á sitt hvorum jaðrinum að ná saman.

Sjaldgæft er að flokkar yst á jöðrum vinstri-hægri litrófsins nái saman um stjórnarmyndun. 

Þess vegna hefur Framsóknarflokkurinn oft verið í hlutverki þess, sem getur valið um hægri-miðju-stjórn eða vinstri-miðju-stjórn. 

Afar sérstakar ástæður ollu því að hægri-miðju-vinstri stjórn Ólafs Thors, Nýsköpunarstjórnin, var mynduð 1944 til þess að ráðstafa eindæma stríðsgróða landsmanna. 

Af þessum ástæðum skyldi enginn afskrifa, að reki viðræður fimmflokkanna upp á sker, verði aftur tekið til við að mynda hægri-miðju-stjórn og halda áfram viðræðum, sem strönduðu í upphafi. 

 


mbl.is Telja VG vera vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinstri grænir vilja ekki miklar breytingar í landbúnaði og sjávarútvegi, enda komu þeir í dag í veg fyrir að mynduð yrði ríkisstjórn þeirra, Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Hverjir eru þá íhaldið?!

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband