Á Framsókn næsta leik?

Framsóknarflokkurinn er skilgreindur vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn og hefur meira að segja í samtökum frjálslyndra flokka í Evrópu. 

Viðreisn gaf það strax út að hún myndi ekki vilja verða þriðja hjól á vagni núverandi stjórnarflokka og ætti því alveg eins að geta hugsað sér að vera í stjórn með Framsókn, þar sem Sjallar yrðu utan stjórnar. 

Aldarafmælisklofningur Framsóknar ætti ekki að þurfa að verða hindrun fyrir stjórnarþátttöku og enginn íslenskur miðjuflokkur hefur verið eins lunkinn við að mynda ríkisstjórnir til hægri eða vinstri eftir hentugleikum. Var áratugum saman sagt að flokkurinn væri opinn í báða enda. 

Í stjórnarmyndunum Hermanns Jónassonar 1934 og 1939 gerðu samstarfsflokkarnir í ríkisstjórnunum það að skilyrði að formaður Framsóknarflokksins, Jónas frá Hriflu, yrði ekki ráðherra og Framsóknarmenn féllust á það. 


mbl.is Birgitta skilar umboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinstri grænir vilja ekki miklar breytingar í landbúnaði og sjávarútvegi, enda komu þeir í dag í veg fyrir að mynduð yrði ríkisstjórn þeirra, Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Hverjir eru þá íhaldið?!

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 15:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn fær væntanlega næst umboð til stjórnarmyndunar og ætti ekki að vera í miklum vandræðum með að mynda ríkisstjórn með hinum íhaldsflokkunum, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum, öðrum armi Framsóknarflokksins.

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband