Vanræksla minnst fimm borgarstjóra.

Tvær fréttir, sem tengjast sama málinu, birtast í fjölmiðlum í dag.

Í Morgunblaðinu er viðtal við Ólaf Guðmundsson sem ætti að vera skyldulesning, en á þessari bloggsíðu hefur verið minnst áður á meginatriðin í málflutningi hans. 

Þar kemur fram að í tíð minnst fimm síðustu borgarstjóra Reykjavíkur hefur verið látið viðgangast að nota of lélegt efni í of þunnt slitlag á götum borgarinnar.

Enn lengri hefð er sennilega fyrir því að vanrækja stórlega að þrífa óhroðann sem af sökum margfalds slits hleðst upp á götunum. 

Dæmið, sem tekið er í viðtalinu um gömlu Miklubrautina og flugvöllinn, er sláandi.

Hin fréttin var um ákúrur Ríkisendurskoðunar vegna þess að dregist hefur í mörg misseri að koma loftgæðamálum hér á landi í viðunandi horf.

Íslendingar hafa sem sagt verið "tekið Trump á" þau mál, svipað því þegar verðandi Bandaríkjaforseti vill lama og útvatna svo rannsóknir og athuganir á lofstlagi jarðar, að vegna skorts á gögnum um það sé ekki hægt að sanna neitt í þeim efnum.  


mbl.is Snýst um þrif á götum - ekki nagla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stofngötur í Reykjavík eru í eigu Vegagerðarinnar sem ræður einnig malbiksgerðinni.

Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 13:36

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokks ber ábyrgð á stofnleiðum í þéttbýli.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.12.2016 kl. 14:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft áhuga á Ólafi Guðmundssyni samkvæmt prófkjörum flokksins.

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 14:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hingað til lands komu þýsk­ir sér­fræðing­ar síðastliðinn vet­ur sem sáu líka að mal­bikið er of kalt þegar við leggj­um það."

Borgarstjórar eða borgarstjórnir leggja ekki malbik á götur og bílastæði í Reykjavík.

Og hvernig er malbikið í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu?!

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 14:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hann seg­ir vand­ann mega rekja til þess að mal­bikað sé með ís­lensku grjóti þegar ætti að nota kvarts, ..."

Enda þótt innflutt grjót endist lengur en íslenskt kostar væntanlega gríðarlegar fjárhæðir, og þar að auki í erlendum gjaldeyri, að kaupa grjótið og flytja til landsins.

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 14:33

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson var sammála Ólafi Guðmundssyni í einu og öllu þar til Ómar fór nýlega að hjóla í Reykjavík.

Þar er kominn fjöldinn allur af hjóla- og göngustígum, sem minnka mjög álagið á götum borgarinnar, enda hjóla borgarbúar nú mun meira en áður.

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 14:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki betur en að að íslenska ríkið sé að spara á flestum eða öllum sviðum, til að mynda á Landspítalanum, hvort sem kostnaðurinn við sparnaðinn er mikill eða lítill.

Steini Briem, 25.6.2014

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 14:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er dýrt að vera fátækur og vegagerð um allt land hefur verið í lamasessi eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008.

En það hefur greinilega farið framhjá þér eins og svo margt annað í lífinu, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 14:48

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut, Kringlumýrarbraut og Vesturlandsvegur.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.

Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4

"8. gr. Þjóðvegir.

Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."

Vegalög. nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 14:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Einum og hálfum milljarði króna verður varið til viðgerða og endurnýjunar á malbiki í Reykjavík á næsta ári.

Svo miklu hefur ekki verið eytt í malbik áður.

Þetta er nærri tvöfalt meira fé en notað var til malbiksviðgerða og endurnýjunar á þessu ári.

Að auki verður malbik endurnýjað á götum þar sem framkvæmdir við endurnýjun gatna stendur yfir."

Einn og hálfur milljarður króna í malbikun í Reykjavík á næsta ári

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 15:12

12 identicon

Bikþeyta er blanda af jarðbiki (hérlendis 160/220) og vatni, ásamt ýruefnum (e. emulgators) sem eru notuð til þess að blanda þessu tvennu saman. Þannig fæst þynnra bindiefni án þess að hita það mikið og/eða blanda það mengandi efnum. Hlutföllum bindiefnis og vatns eru breytileg en einnig má breyta eiginleikum bikþeytunnar með íaukum og þannig búa til óteljandi gerðir af bikþeytum eftir aðstæðum. Þegar bikþeytan blandast steinefnum þá hlaupa bikdroparnir saman en vatnið skilst frá.

Flokkun:

Hvað er malbik og hvernig er það framleitt?

Efsta lag vegbyggingar nefnist slitlag en hér á landi er aðallega um tvenns konar bikbundin slitlög að ræða, malbik sem er heitblandað í malbikunarstöð og klæðingu. Óbundin slitlög nefnast malarslitlög.

 

 

Malbik er blanda af steinefni, biki og stundum íaukum (trefjum, viðloðunarefnum, vaxi, sementi, kalkdufti og fjölliðum). Þyngdarhlutföllin eru um 94% steinefni og 6% bik, en bikið bindur steinefniskornin saman, gefur malbikinu sveigjanleika og ver það gegn vatni. Íaukar sem eru notaðir eru meðal annars trefjar til að hindra aðskilnað bindiefnis frá steinefni á meðan malbikið er heitt og viðloðunarefni til að styrkja tengingu (viðloðun) bindiefnisins við steinefnið. Fjölliður (polymer, plastefni) í bindiefni breyta seigju þess, auka viðnám gegn skriði og gefa möguleika á slitsterkara malbiki.

 

 

 

Mynd 1. Malbik er blandað á blöndunarstöðvum og flutt heitt á vörubílum á áfangastað.

 

Malbik er blandað í blöndunarstöðvum (sjá mynd 1) þar sem steinefnið er þurrkað við um 150°C og heitu og þunnfljótandi bikinu hrært saman við ásamt íaukum ef þeir eru notaðir. Blandan er síðan flutt heit og hún lögð í um það bil 50 mm þykku lagi með útlagnarvélum (sjá mynd 2) og völtuð (sjá mynd 3) þar til tilskilinni þjöppun er náð. Eftir útlögn og þjöppun eru rúmmálshlutfall malbiksslitlags um 80% steinefni, 17% bindiefni og 3% loft (holrýmd).

 

 

Klæðing er einfaldari að gerð en malbik, en þá er biki dreift á yfirborðið og steinefnum stráð í það. Eftir það er yfirborðið valtað og síðan lausum steinum sópað burt. Svokölluð blæðing á sér stað þegar tjaran bráðnar og leitar upp úr klæðingunni.

 

 

Bik í vega- og gatnagerð má skilgreina sem dökkbrúnt eða svart hitaþjált efni sem hefur mikla samloðunareiginleika. Öll bikbindiefni sem nú eru notuð hérlendis eru unnin úr jarðolíu (e. crude oil), en hún er margbreytileg eftir uppruna og hentar því misvel til framleiðslu á jarðbiki. Nær allt bik til vega- og gatnagerðar hérlendis er unnið úr jarðolíu frá Venesúela og Mið-Austurlöndum. Jarðbik er aukaafurð í olíuiðnaðinum eða leifarnar af jarðolíunni þegar búið er að eima úr henni hráefni í rokgjarnari og verðmætari vörur, svo sem ýmsar gastegundir, bensínsteinolíu, dísilolíu og smurolíu. Uppistaðan í jarðbiki er kolefni (82-88 %), vetni (8-11 %), brennisteinn (0-6 %), auk lítilræðis af öðrum frumefnum en samsetningin er breytileg eftir uppruna, framleiðsluferlinu og breytist með tíma. Jarðbik og ýmsar afurðir þess eru einnig notaðar til fjölmargra annarra hluta, eins og til dæmis í landbúnaði, byggingaframkvæmdum, í vatnsvörnum ýmiskonar, iðnaði og íþróttamannvirkjum.

 

 

 

Mynd 2. Útlagningarvél leggur um 50 mm þykkt lag af malbikinu, sem er því næst valtað.

 

Helstu gerðir biks til vegagerðar hérlendis eru jarðbik, þjálbik, þunnbik, bikþeyta, froðubik og breytt bindiefni. Froðubik er aðallega notað til bindingar á burðarlagi og breytt bindiefni við sértæk skilyrði.

 

 

Jarðbik (stungubik) er flokkur bikefna sem eru flokkaðar eftir stífni þeirra (stungudýpt). Sem stendur eru eingöngu notaðir tveir flokkar hérlendis, jarðbik með stungudýpt 160/220 sem er algengast og jarðbik með stungudýpt 70/100 sem er stífara en mun minna notað. Jarðbik er notað í malbik sem er algengasta slitlagsgerðin í þéttbýli.

 

 

Þunnbik er blanda af jarðbiki og þynni sem getur verið af ýmsum gerðum. Hérlendis var þunnbik oftast gert úr jarðbiki (160/220) með 8-11% lakkbensíni (e. white spirit) sem þynni en notkun þess hefur verið hætt vegna mengunar sem því fylgir. Þunnbik var eingöngu notað í klæðingar.

 

 

Þjálbik er afbrigði af þunnbiki en þá er jarðbik þynnt með olíum sem gufa hægt eða alls ekki upp. Hérlendis hefur þjálbik verið notað í tilraunaskyni í klæðingar og hefur bestur árangur náðst með 7,5% af síaðri repjuolíu á móti 92,5% af jarðbiki (160/220).

Brassi briem (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 16:37

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heiman frá mér eru tveir kílómetrar í næstu stofnbraut, sem Vegagerðin á að sjá um. 

Tjaran og rykið sem berst alla leið inn á stofugólf í húsunum í heimahverfi mínu koma af gatnakerfinu hér í kring. 

Síðustu 800 metrana er ekið í hjólförum í slitinni götu. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2016 kl. 20:05

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að það var skammt frá heimili mínu sem tjörausturinn frá bílunum í umhferðinni var svo mikill í gær og fyrradag að þykk skán lagðist á hlífðarhjálminn minn. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2016 kl. 20:07

15 identicon

Varðar þetta ekki við lög?

Eiður (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 20:27

16 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Fyrir nokkrum vikum keyrði ég sem leið frá Reykjavík til Landeyjahafnar. Bíllinn minn var svo tjöruskítugur og viðbjóðslegur eftir þessa ökuferð að það tók mig marga klukkutíma að ná tjöruklessunum sem voru grónar við bílinn.Ekki var það eftir akstur á götum Reykjavíkur þannig að þjóðvegir landsins virðast flestir vera haldnir þessari malbiksveiki.yell

Ragna Birgisdóttir, 15.12.2016 kl. 21:54

17 identicon

Á mjög fáum þjóðvegum landsins er malbik. Þeir sem hafa bundið slitlag eru langflestir með klæðningu sem þolir vetrarveðráttu illa.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband