Hastarleg fórn til að vernda náttúru landsins gegn okkur sjálfum.

Breskur maður, Watson, gekkst fyrir því að bjarga íslenska hundinum frá útrýmingu. 

Danskur maður, Rasmus Cristian Rask, gekkst fyrir því ásamt Fjölnismönnum, að bjarga íslenskri tungu frá útrýmingu. 

Bretinn Scott, fuglafræðingur, var meðal þeirra sem hafði forgöngu um að bjarga Þjórsárverum frá drekkingu. 

Nú stefnir í að hinn villti íslenski laxastofn kunni að vera í útrýmingarhættu vegna stórvaxandi laxeldis, og er vitnað í reynslu Norðmanna í því sambandi.  

Ekkert frumkvæði hinna erlendu manna á 19. og 20. öld var því marki brennt að færð væri fórn við að þeir fengju að leggja sitt af mörkum.

En nú stefnir í alvarlega fórn þegar meirihluti í einni af stærstu jörðum landsins kemst í hendur útlendings, vegna þess að þetta er eina leiðin fyrir hann til að leggja vernd íslenska laxins lið.

Þetta er þeim mun hastarlegra fyrir það, að þegar stefndi í eignarhald Kínverja á jörðinni fyrir þremur árum, fór í gang andspyrnualda með víðtækum undirskriftum til að hvetja til þess að Grímsstaðir yrðu gerðir að þjóðareign.

Þetta varð til þess að erlendu eignarhaldi var afstýrt, en nú er í kyrrþey búið að eyðileggja þennan árangur.

Nú kunna menn að segja, að einmitt það að þessi velviljaði útlendingur kaupi jörðina, sé sterkasta aðgerðin, sem völ er á, til að vernda íslenska laxinn.

Hvílík reisn fyrir eina af ríkustu þjóðum heims, að geta ekki drullast til að gera þetta sjálf!

Að það þurfi þá fórn að selja þessa lykiljörð á svæðinu útlendingum til þess að verja náttúru landsins gegn okkur sjálfum! 

Því að um þetta gilda orð Einars Þveræings, þegar hann sagði, að vissulega væri hinn norski konungur, sem menn vildu gefa Grimsey, hinn vænsti maður, en enginn vissi hvaða menn afkomendur hans myndu geyma.

Og úr því að ekki var drifið í því að koma Grímsstöðum strax í þjóðareign verður ekkert hægt að gera í máli breska milljarðamæringins, af því að hann býr enn á Evrópska efnahagssvæðinu. 

Þegar Danir gengu í ESB settu þeir strax undir svona leka og fengu fram sérákvæði um eignarhald útlendinga á jörðum eða bústöðum í Danmörku. 

En við gerðum ekkert eða gátum kannski ekki gert neitt í þeim efnum og treystum á fjarlægð landsins frá öðrum löndum langt norður í hafi. 

Nú hafa aðstæður breyst og það má ekki gerast að við vöknum upp við vondan draum við það síðar meir að þegjandi, hægt og hljóðalaust eru heilu sveitirnar og héruðin komin í erlenda eigu. 

Því síður er það verjandi að við látum ekki af þeim hernaði gegn landinu, eins og Nóbelskáldið kallaði það, sem býr til svona ástand. 

 


mbl.is Ratcliffe fékk en Nubo ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki í Evrópusambandinu og getur því ekki samið þar um eitt eða neitt.

Annað hvort allt eða ekkert eins og undirritaður hefur bent hér á mörgum sinnum.

Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 19:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 19:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 19:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 19:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:

"Varanlegar undanþágur og sérlausnir:"


"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.

Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur."

"Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku."

Í þessu tilviki "er í raun um að ræða frávik frá 56. grein stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns."

"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkjanna [í þessu tilviki einnig Danmerkur]."

Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 19:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 19:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 19:09

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 19:09

10 identicon

Sæll Ómar.

Málið virðist ekki varða flesta Íslendinga
meiru en svo að ekki er þörf á "að fara yfir alla verkferla,"
eða að "rannsóknarskýrsla" varpi frekara ljósi á málið. Nei!

Þetta er slík skammsýni að engu tali tekur.

Enginn, alls enginn hefur áhuga fyrir þessu máli
á Alþingi Íslendinga.

Getum við ekki fengið 12 ára börn t.d. úr Háteigsskóla
og skipt út þessu liði sem þar er.

Börn hafa ævinlega verið þarfari því sem fullorðið er talið
en það nokkru sinni þeim sjálfum.

Húsari. (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 19:26

11 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

íSLENDINGAR  áttu aldrei að fá sjálfstæði- þeir kunna ekki að stjórna ser-

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.12.2016 kl. 19:52

12 identicon

Eins og Steini Briem bendir á í löngu máli hér að ofan, þá höfum við harla lítið val verandi í EES samningsumhverfinu.

Líklega er sá samningur mun hættulegri sjálfstæði okkar en talið var á sínum tíma (Allt fyrir ekkert)

Ég hélt að laxeldi færi aðalega fram í sjó og þess vegna þyrfti nú varla að kaupa upp heilu vatnasvæðin til að vinna gegn því.   

Verndun íslenska laxastofnsins er mjög öflug hér á landi nema kannski í Þjórsá vegna mögulegrar virkjunnar Urriðafoss.

Þannig að líklegast er þessi auðmaður meira að spá í góða veiðistaði og mögulega markaðssetningu á stangveiði.

Verndunarsjónarmiðin halda ekki vatni!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 20:23

13 identicon

Englendingar hafa lengi haft áhuga á laxveiðiám á Íslandi. Þeirra á meðal var Lionel Fortesue, kennari við Eton College.

Á fyrri hl. 20. aldar tók hann a.m.k. tvær ár á leigu, Vatnsdalsá og Fnjóská, og hugðist rækta þær upp sem laxveiðiár.

Hann leyfði ýmsum vildarvinum sínum að veiða í ánum, þó með því skilyrði að ef þeir veiddu lax, þá skyldi sleppa honum.

Sagan segir að yfirmaður breska setuliðsins á Akureyri hafi eitt sinn rennt í lax í Fnjóská og hirt hann. Fortesque hafi ekkert þorað að segja við því, en sagt var að "hann hafi grátið".

Fortesque var sendur til Íslands með hernámsliðinu, 10. maí 1940, og var hann milligöngumaður á milli hernámsliðsins og íslenskra stjórnvalda. Einnig fékk hann ýmsa áhrifamenn til þess njósna um afstöðu landsmanna til hernámsliðsins.

Þessu lýsir hann í viðtali sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins fyrir u.þ.m. 40 árum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 21.12.2016 kl. 00:30

14 identicon

Eignarhald er veik vörn þegar skipulagsvald er á hendi sveitarfélaganna. Eigandi ræður engu um umferð fólks, vegi og raflínur. Land er með lítilli fyrirhöfn tekið eignarnámi undir virkjanir og uppistöðulón. Og ekki er byggður kofi, laxastigi eða brú án samþykkis sveitarstjórna.

Hábeinn (IP-tala skráð) 21.12.2016 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband