Betra alltof seint en aldrei?

Með opnun vegar yfir Dynjandisheiði milli botns Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar fyrir rúmri hálfri öld var brotið blað í samgöngum á Vestfjörðum þegar loks varð akfært alla leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.

En reyndar aðeins að sumarlagi.

Þá hefði átt að halda áfram við að bæta leiðina fyrir Breiðafjörð en illu heilli var ákveðið að tengja Vestfirði með heilsársvegi við aðra landshluti 15 árum síðar með því að gera veg yfir Steingrímsfjarðarheiði og fara um Strandir í staðinn.

Eitt af því sem gert var til að réttlæta þetta var gerð svonefndrar Inndjúpsáætlunar þar sem stórkostleg uppbygging byggðar og atvinnustarfsemi í Ísafjarðardjúpi átti að fylgja í kjölfar þessarar vegagerðar.

Í dag er lestur þessarar áætlunar grátbroslegur, Dúpið að mestu orðið að eyðibyggð.

Þau rök að höfuðáherslu þyrfti að leggja á að tengja Hólmavík og Strandir við Ísafjörð stóðust ekki, enda ér álíka langt frá Hólmavík til Ísafjarðar og frá Hólmavík til Reykjavíkur

Ekki þarf annað en líta snöggt á landakort til að sjá hve gríðarlangur krókur fólst í því að fara um Strandir í stað þess að fara um Dalasýslu. Stysta flugleið milli Reykjavíkur og Ísafjarðar liggur um miðjan Breiðafjörð. 

Enn í dag eru samgöngur við Vestfirði sér á parti á Íslandi. Þetta er eini landshlutinn sem ekki hefur möguleika á flugi í myrkri og landleiðin um Barðastrandasýslu er í grundvallaratriðum sú sama og var fyrir hálfri öld. 

Áður en vegur kom um Þröskulda var styttra að aka frá Reykjavík um Þorskafjarðarheiði og þaðan nánast til baka yfir í Steingrímsfjörð til Hólmavíkur en að fara þáverandi Strandaleið.

Vegur um jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar styttir vesturleiðina mjög mikið og með vegabótum á Dynjandisheiði, sem hljóta að verða að koma í framhaldinu, er verið að framkvæma samgöngubætur sem hefðu átt að vera búið að gera fyrir að minnsta kosti tuttugu árum.  

En svo að endað sé á jákvæðum nótum þegar jólin eru að koma og sól fer að hækka á lofti, má kannski segja að betra sé alltof seint en aldrei.  


mbl.is Snýr málinu við fyrir Vestfirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Móðurmál Vestfirðinga er pólska.

Þegar undirritaður bjó í Hnífsdal fyrir 35 árum var móðurmál þeirra hins vegar íslenska en engan heyrði ég segja "ganga" í stað "gánga".

Þorsteinn Briem, 22.12.2016 kl. 08:13

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Satt er það að betra er alltof seint heldur en aldrei.

Nú ætla pólitísku öflin á bak við flokkaklíkurnar að nota þessa margkúguðu flokkaklíku skrautfjöður svikinna og kúgunarafgreiddra fyrrverandi.

Svo segja þeir í vor: Sko sjáið bara hvað við komumst langt á falsinu og kúgununum geng þeim sem voru reknir af þingi kúgaranna.

Leikstjóri (óþekktur og ónafngreindur). Strengjabrúðu leikhússins valdalausa ESB-ríkisins Ísland, gleðjast og flytja landbúnaðarins kannabisgras frá Þorlákshöfn til Hollands með kannabishagnaðargreiddri ferju Þorláksins hafnar.

Baktjaldagæjar forðast að viðurkenna skipulagðan skepnuskapinn.

Þeir vita að þeir eru að fremja glæpi sem bitna verst á barnaverndar-rændum börnum framtíðardópmarkaðs glæpanna ólöglegu fórnarlömbum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.12.2016 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband