Lykilorð beiðni SDG: "Þrátt fyrir að engu hafi verið haldið leyndu."

Lykilorð beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að Ríkisútvarpið biðji hann og konu hans afsökunar vegna "framgöngu Ríkisútvarpsins eru liklega þau, að hann hafi löngum sætt ofsóknum af hálfu RÚV "þrátt fyrir að engu hafi verið haldið leyndu" um aflandsfélagið Wintris. 

Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að strax árið 2009 þegar Sigmundur Davíð hóf mikil afskipti sín sem alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins af stjórnmálum, einkum viðskiptum Íslendinga við erlenda kröfuhafa, vissu íslenskir kjósendur ekkert um þetta aflandsfélag, Wintris, eignarhlut SDG í því, og enn síður um sölu þess á einn dollar á sama tíma og aðal viðfangsefni stjórnmála hans, bæði þá sem þingmanns og síðar sem forsætisráðherra voru einmitt kröfuhafar á borð við þau hjón. 

Fyrstu Sigmundar Davíðs við spurningum fréttamanns um Wintris fólust í örvæntingarfullri viðleitni til að þykjast lítið sem ekkert vita um það, reyna að þræta fyrir það og afvegaleiða spyrjandann. 

Nú fullyrðir hann hins vegar að "engu hafi verið haldið leyndu." 

Þarfnast þetta ekki nánari skýringar?


mbl.is Fer fram á afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ágætis greinargerð hjá honum. Væri fín hugmynd að síðuhafi og fleiri myndu lesa greinina með opnum huga.
Það er engin hemja hvernig RÚV hefur hagað sér gagnvart manninum. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 09:07

2 identicon

Sæll.

Sigmundur fær nú sennilega að gjalda afstöðu sinnar með þjóðinni í Icesave en margir innan RÚV vildu endilega að þjóðin borgaði ólögvarðar kröfur upp á mörg hundruð milljarða króna. Sennilega varð reiði margra innan RÚV gagnvart Sigmundi enn meiri eftir að erlendur dómstóll staðfesti það sem hann, og margir aðrir Íslendingar, vissu og höfðu haldið fram. 

RÚV hefur sýnt og sannað í gegnum tíðina að vinnubrögð sem viðhöfð eru þar á bæ eru ófagleg. Ég er fyrir löngu hættur að bera virðingu fyrir fréttastofunni þar enda er hún oft á tíðum ekkert annað en málgagn vinstri flokkanna. 

Ég, líkt og margir aðrir, eyði því ekki mínum tíma í að horfa á fréttir RÚV. Því fyrr sem RÚV er lagt niður, þeim mun betra. 

Varðandi það sem ÓR segir: Þú segir að SDG hafi ekkert þóst vita varðandi spurningu fréttamannsins. Það er rétt, þetta leit illa út hjá honum. Þú gleymir hins vegar alveg að taka með í reikninginn að farið var fram á þetta viðtal á allt öðrum forsendum en að ræða Wintris. Það er ekki faglegt - frekar en margt annað hjá fréttastofu RUV. 

Í annan stað nefnir þú kröfuhafa. Þar tókst þó Sigmundi Davíð að gera hluti sem fyrr stjórn gerði ekki. Eru vinstri menn kannski sárir vegna þess? Sigmundur stóð þó í lappirnar gagnvart þeim öfugt við marga aðra stjórnmálamenn.

Sigmundur hefur marga galla sem stjórnmálamaður en hann er hátið miðað við marga. 

Helgi (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 09:38

3 identicon

Gefum Kristni Hrafnssyni orðið:

Það er áfellisdómur yfir íslenskum stjórnmálum í heild sinni, að þjóðin skuli þurfa að horfa á þennan óskeinda lygara og ómerkilegheitamann í forystu fyrir stjórnmálaafl í sjónvarpskappræðum. það er eiginlega óboðlegt að hann skuli fá pall til að halda áfram lygi um að hann hafi aldrei átt Wintris, þegar skjalfest er að svo var, þangað til korteri áður en hann hefði ella þurft að tilgreina eign sína til opinberra aðila. Hann hélt þessu leyndu fyrir þinginu og því einnig fyrir þjóðinni, að þetta fyrirtæki þeirra hjóna var kröfuhafi í fölllnu bankana, sem hans eigið stjórnvald samdi síðar við. Gleymið því svo ekki að hann laug blákallt í sjónvarpsviðtali (sem birt var um allan heim) áður en hann strunsaði úr því viðtali með allt niðrum sig. Það verður ekki upp á hann Sigmund Davíð logið að hafa ekki þjálfun í að ljúga í sjónvarpsviðtölum. Þar hefur hann engu gleymt. Þó að minni kjósenda sé upp og ofan þá hefur aldeilis ekki fjarað undan Wintrismálinu á hálfu ári.

Hér svo slóðin í viðtalið fræga:

http://stundin.is/frett/forsaetisradherra-reyndi-ad-stodva-birtingu-vidtal/

 

 

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 09:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verður það ekki dásamlegt þegar hann mætir í Kastljósið þegar hann verður valinn maður ársins kiss

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2016 kl. 10:46

5 identicon

skattstjóri virðist ekki hafa gert athugasemdir við þennangjörníng svo hann virðist löglegur. ef málið sníst um upplýsíngaskildu og framkomu sigmundar í vitalinu og eftir viðtalið sem varla var viðunandi þó virðast blaðamenn vera nokkuð hörundsárir.eins og sést á sigmindi sem fyrverandi fréttamanni. flestir aðrir en blaðamenn hefu haft vit á því að láta málið gleimast.því það sem skipirmáli er skattstjórinn.en ekki klaufagangur í núiverandi og fyrverandi blaðamönum   

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 11:27

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú reynir þitt, Ómar, Samfylkingar- og Rúv-þægur. Vanvirða að þessu.

Evrópusambands-viðhengið Haukur Kristinsson lætur sér sæma að vitna hér í sóðaskrif Kristins Hrafnssonar. Orð hans eru þeim báðum til skammar.

Brezkir fjölmiðlar hafa beðizt afsökunar á því a hafa látið taka sig í bakaríinu í aðförinni að forsætisráðherra Íslands. Kastljós biðst aldrei afsökunar á sínum pólitísku gerðum. Hafa örugglega margir háhorfendur Kastljóss í gær áttað sig á því, hvorum megin hneykslanlega framkoman var, þegar fyrirsátin var gerð að Sigmundi Davíð og Jóhannes Kr. Kristjánsson ruddist inn í samtalið. En Rúvið lét sænskan, rammhlutdrægan fjölmiðlamann um alla túlkun á athæfinu, jafnvel í gærkvöldi!

Tökum Rúv af fjárlögum eða bönnum því að afla sér auglýsingatekna, það væri góð byrjun. Niðurskurður um 15-20% væri sömuleiðis sjálfsagður, en meðan þessi fjölmiðill er styrktur, þrátt fyrir að hann fái auglýsingatekjur, væri eðlilegt að gera það sama við frjálsa ljósvakamiðla að auki.

Jón Valur Jensson, 29.12.2016 kl. 11:31

7 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hversu dásamlegt væri ef að fjölmiðlar létu nú vera að fjalla um eða taka viðtal við(honum þóknalegt)Sigmund Davíð Gunnlaugsson í svona eitt ár. Það yrði manninum erfitt enda athyglissýkin mikil.Ég er orðin yfir mitt þreytt á bullinu í kringum hann.undecided

Ragna Birgisdóttir, 29.12.2016 kl. 11:47

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki "Samfylkingarþægari" en það að ég setti nafn mitt á lista þeirra, sem skoruðu á forseta Íslands að nota málskotsréttinn gagnvart Icesave-lögunum og bloggaði þar að auki skýrt um það að ég teldi þann samning svo ósanngjarnan gagnvart okkur að hann væri ekki verjandi. 

Því verður ekki neitað að ekkert nafn Íslendings á árinu hefur haft eins mikil áhrif á gang mála hjá okkur en nafn Sigmundar Davíðs. 

Að því leyti til stenst hann þær kröfur, sem tímarit á borð við Time hafa gert fyrir vali á manni ársins. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 11:55

9 identicon

Táknrænt að þeir sem styðja Sigmund Davíð, þetta freka og ómenntaða dekurbarn, eru nær undantekningarlaust rednecks og/eða nýrasistar.

Og hvað varðar síðustu færslu Ómars, væri nær að tala um vandræðagemling ársins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 12:08

10 identicon

Mér finnst lítilmannlegt af SDG að  grípa til ósannaðra samsæriskenninga þó hann hafi staðið sig svo hörmulega í "viðtalinu fræga" að hann varð að athlægi víða um heim og greip til fótanna ekki bara úr viðtalsstólnum heldur líka forsætisráðherrastólnum, þingstólnum, formannsstól Framsóknarflokksins og kannski fleirum af sínum kjörstólum.

Agla (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 12:14

11 identicon

Getur einhver hér frætt mig á því hverju Sigmundur á að hafa logið í viðtalinu fræga.  Síðuhafi kannski, sem hefur ósjaldan tekið sér þetta orð í munn þ.e. lygi?

Ég ætla meðfram að upplýsa að ég á smá pening í skattaskjóli (skv skilningi RÚV) og er þannig hugsanlega hlutdrægur, en ég á fáeinar krónur á reikningi hjá íslenskum banka á Selfossi, en eins og einhverjir kannski vita þá er Ísland skattaskjól í boði síðustu ríkisstjórnar sem samdi svo um varðandi væntanlegt kísilver. 

Skattaskjólin eru semsagt víða 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 13:05

12 identicon

 

Bjarni Gunnlaugur (13:05).

Úr viðtalinu við Sigmund Davíð. Tíminn: 8:28. “En hvað með þig, herra forsætisráðherra? Hefur þú eða hefur þú sjálfur tengsl við aflandsfélög?” Sigmundur: “Ég. Nei.” Síðan kemur vandræðalegt bull um starf hans hjá fyrirtækjum sem höfðu tengsl við aflandsfélög.

”...ég hef ætíð gefið upp allar mínar eignir og fjölskyldu minnar.” Lýgi!

Fyrir neðan slóðin í viðtalið. Drullastu til að hlusta á viðtalið, það er með íslenskum texta, ef enskan skyldi standa í þér, eins og hjá Sigmundi Davíð. Gat ekki einu sinni bablað menntaskóla ensku skammarlaust.

http://stundin.is/frett/forsaetisradherra-reyndi-ad-stodva-birtingu-vidtal/

 

 

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 13:33

13 identicon

Haukur Kristinsson, er það lýgi að Sigmundur hafi alla tíð gefið upp eigur sínar til skatts?  Hvað hefurðu fyrir þér í því?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 14:00

14 identicon

Bjarni Gunnlaugur (14:00). Tóm lýgi. Til skatts þarf að gefa upp eigur, en einnig tekjur. Það gerði hann ekki. Hann gaf ekki einu sinni upp eigur sínar í Wintris í hagsmunaskráningu þingmanna. Í viðtalinu segir hann að skráningin hafi ekki "náð til tiltekinna atriða." Halló, ekki náð til milljarða á aflandseyjum. En þið kjánarnir látið ljúga að ykkur og spila með ykkur endalaust.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 14:30

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."

"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."

"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.

Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.

Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.

Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."

"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.

Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gildi um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."

"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."

Hæfi ræðst ekki af vinnu gegn kröfuhöfum - Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Steini Briem, 2.4.2016

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 15:09

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra
segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."

"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.

Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.

Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.

Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 15:10

17 identicon

Þú hefur semsagt ekkert fyrir þér Haukur annað en fúkyrðaflauminn að Sigmundur eða konan hans hafi svikið undan skatti með Wintrisfélaginu. 

Þar með hefurðu heldur ekkert fyrir þér í því að Sigmundur hafi logið þar um. 

Ef þú hefur engin raunveruleg rök væri þá ekki bara best að steinhalda kjafti?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 16:03

18 identicon

29.12.16. Jónas Kristjánsson. Stjórnlaus Sigmundur:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hættir ekki að þreyta okkur með návist sinni. Núna heimtar hann afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins fyrir heimsfrægt viðtal í Kastljósi. Auðvitað er það SDG sjálfur, sem á að biðjast afsökunar. En það er fyrirgefið, úr því að hann hrökklaðist öfugur út úr salnum í viðtalinu. Svo sem allir í heiminum vita, sem vita vilja. Síðan hefur SDG nánast ekki látið sjá sig á alþingi. Tekur í staðinn rokur af og til í hliðhollum fjölmiðlum. Maðurinn er veikur og á ekki að láta á sér kræla. Í staðinn er hann jafn hortugur og fyrri daginn. Á honum hefur enginn neina stjórn. Mánaðarlega rís hann upp eins og tifandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 17:07

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi skrif Jónasar Kristjánssonar, fv. DV-ritstjóra, eru honum sjálfum til skammar. En rætni hans gengur vel í óþjóðholla ESB-viðhengið Hauk Kristinsson.

Sigmundur átti ekkert í Wintris, hann var þar aðeins skráður vegna formsatriða bankans, en kona hans eigandinn og þegar vitað, að hún átti þessa milljarða í fyrirframgreiddan arf.

Menn með sóðahugsun gera sér svo að leik að ráðast á þennan góða dreng Sigmund Davíð og ata hann auri. En það hefur svo sem aldrei verið neitt að marka þennan Hauk Kristinsson í pólitískri vefumræðu á Íslandi. Merkilegt raunar, að hann vill ekki skrá sig sem slíkan sem Moggabloggara, en þá fengjum við staðfestingu á því, að hann héti í raun þessu nafni, en ekki t.d. Eiríkur, Úlfar eða Baldur.

Og hvað varðar gagnrýni Hauks hér á Ómar, þá talar hann sjálfur úr glerhúsi, hafandi stutt Icesave-kröfurnar gegn íslenzkri þjóð og varið Evrópusambandið gegnum þykkt og þunnt, þótt það hafi ráðizt á bæði Íslendinga og Færeyinga í makrílmálinu og ítrekað á okkar land og þjóð vegna Icesave-málsins.

Jón Valur Jensson, 29.12.2016 kl. 17:57

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einna sóðalegast er að sjá Hauk fullyrða eftirfarandi: "Táknrænt að þeir sem styðja Sigmund Davíð, þetta freka og ómenntaða dekurbarn, eru nær undantekningarlaust rednecks og/eða nýrasistar." !!!

Þarna sjá menn í upphafi níðhöggs-hugarfar Hauks gagnvart Sigmundi Davíð. En skoðum framhaldið.

Greinilega hlustaði hann ekki á Útvarp Sögu sl. þriðjudagsmorgun. Þar var verið að stinga upp á manni ársins, og án fordæma komu þar fram tugir innhringjenda í óslitinni röð sem tilnefndu Sigmund Davíð sem mann ársins (sbr. hér: Sigmundur Davíð skorar hæst í kjöri á Útvarpi Sögu á manni ársins). 

Ætlar þessi ófyrirleitni Haukur að skella niðrunarheitinu rednecks og/eða nýrasistar á allt þetta fólk?! Hvað gengur að þessum manni? Ég legg til að hann verði útilokaður af vefsíðum Moggabloggara, þar til hann upplýsir ótvírætt um það, hver hann er.

Jón Valur Jensson, 29.12.2016 kl. 18:26

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Ómar, fyrir innlegg þitt hér í morgun kl. 11:55, sem tekur af allan vafa (ef einhver var í einhvers huga) um það, hver afstaða þín var í Icesave-málinu. Þín afstaða þar var þakkarverð og þér til sóma, en kanntu að greina frá fleiri málum, þar sem þú hefur skorazt úr leik í pólitík Samfylkingarmanna?

Jón Valur Jensson, 29.12.2016 kl. 18:31

22 identicon

Varpar þetta ekki ljósi á ýmislegt.Kjaftasaga frá þorrablóti,.http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/12/15/helgi-seljan-bad-frettamenn-ad-fylgjast-vel-med-skrifstofum-samherja/

Hæna varð að fjöður. (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 19:09

23 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Valur fjölfræðingur !

Viltu bara ekki: taka yfir stjórn síðu Ómars, úr hans höndum: sbr. fremur ógáfulega kröfu þína, um brottkast Hauks Kristinssonar fornvinar míns (í athugasemdinni nr. 20), til dæmis ?

Haukur - hefir margt gott til brunns að bera, þó hann átti sig ekki ennþá, á smásmygli og undirferli þorra Mið- Austurlandabúa (þeirra: sem Djöflinum Múhameð fylgja) / og grípi því að óþörfu til rasista hugtaksins, að lítt athuguðu máli, sem ókunnugleika.

Það er ósvinna ein Jón Valur: að þú skulir gerast merkisberi þessa ómerkings og svikahrapps, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar (''leiðrétt ing'' = verðtryggð og vaxtaberandi innborgun á höfuðstóla lána = 0 Kr. útkoma fyrir almenning = greitt af lántökum sjálfum, fyrir rest), væskils, sem þorði ekki til atlögu við Hrægamma fjármálafyrirtækjanna, og snuðaði svo almenning og fyrirtæki um 220 Milljarða Krónanna / sem áttu að vera hluti hinna 300 Milljarða Krónanna, sem þetta ofdekraða gerpi, Sigmundur Davíð ló að landsmönnum fyrir kosningarnar 2013, að ættu að verða hin raunverulega niðurstaða ''leiðréttingarinnar'', svo:: við tölum nú ekki um Gylliboð þessa dreng fjanda, um afnám verðtryggingar, jafnframt.

Ekki - vantaði kokhreystina í Sigmund Davíð, í aðdraganda 2013 kosaning anna, en stökk svo frá öllum sínum svardögum eins og lúbarinn rakki, þegar til alvörunnar kom.

Tók aldrei: á glæpaverkum 110 ára feluskjala hjúanna Jóhönnu Sigurðar dóttur og Steingríms J. Sigfússonar, svo: fátt eitt sé talið.

 

Jón Valur !

Þú smækkar þig einungis - með því að kasta ómerkilegum rit(tað)kögglum, að þeim Hauki Kristinssyni og Jónasi Kristjánsyni o.fl. fyrir það eitt / að þeir kunna ekki að smjaðra fyrir þessu liði, sem þú bugtar þig og beygir fyrir, þessa dagana, Jón minn.

Bjarni Gunnlaugur !

Þér veitti nú ekki af heldur: fremur en Jóni Val og fleirrum Sigmundar unnendum, að fara að skoða málin í víðara samhengi einnig, í stað þröngsýni þinnar, úr löngu úr sér genginna flokksgleraugnanna aukinheldur: ágæti drengur !

Með - beztu Hvítliða og Kúómingtang kveðjum / af Suðurlandi, sem oftar //     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 20:52

24 identicon

EKKI TILEFNI TIL AFSÖKUNARBEYÐNI FRÁ RUV SEGIR MAGNÚS GEIR:  

Magnús Geir hefur sem sagt ekkert við það að athuga að Ruv hafi þverbrotið sínar eigin siðareglur. Magnús Geir sér ekkert að því að Ruv hefur haldið því fram hvað eftir annað, að þessir penigar Önnu hafi verið geymdir í skattaskjóli, þegar vitað var að skattar voru greiddir af þessum fjármunum á Íslandi alla tíð, og Rsk hafði öll gögn um þessa fjámuni.

 "Sigmundur segir fréttamann Ruv hafa kallað sig SKÍTHÆL í samtali sem þeir áttu vegna Icesave samninganna" "Síðan var Sigmundur kallaður upp í Efstaleiti vegna Icesave, æstur starfsmaður á fréttastofu Ruv tók á móti Sigmundi, og spurði hvað hann væri eiginlega að gera, nú hrinur allt sagði féttamaðurinn"  Síðan kórónar fréttamaður Ruv vanhæfi fréttastofunnar, og dómgreindarskort sinn, þegar hann lítilsvirðir núverandi forsætisráðherra landsins, kallar hann FEITA,í tvígang og hlær mikinn af dómgreindarskorti sínum, í Norræna Húsinu í haust á fundi fólksins.                                                       Gaman væri að vita hvort þessi dómgreindarlausi fréttamaður sé enn við störf á fréttastofu RUV.                                                              Greinilegt er að veruleg tiltekt þarf að eiga sér stað á fréttastofu Ruv á nýju ári, og þessa nauðungaráskrift að RUV er ekki hægt að réttlæta deginum lengur.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 22:12

25 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Jón Ólafur (kl. 22.12) !

Að sönnu: þarf að skera rekstur Ríkisútvarpsins niður / um cirka 60 - 70%, ef vel ætti að vera, satt er það.

Enda - eru landsmenn ekki nema, innan við 300 Þúsundir manna, að tiltölu, svo sem.

En: það þarf að skera fleirra niður, Jón minn Ólafur.

Sendiráð / ýmis Ráðuneytanna / alþingi niður í rót, og svo framvegis.

17 - 18.000.- Króna gjaldinu af Ríkisútvarpinu, kom einn helzti vonar peningur miðju- moðs liðsins (á árunum 2007 - 2009, misminni mig ekki):: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nútildags: kennd við Viðreisn, þeirra Engeyinga á, sem kunnugt er.

Svokallaður: Fundur fólksins í Norræna húsinu, var einungis til þjónkunar og viðhalds þeirra flokka, sem ógæfusætin áttu á hinu ömurlega alþingi það sinnið, Jón Ólafur.

Gömlu Dönsku Rentukammerin - voru geðfelldari stofnanir á sínum tíma, en alþingi seinni ára og áratuga / sem: og frá 1845 að telja, raunar.

Með sömu kveðjum - sem seinustu /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 22:32

26 identicon

Ef íslenska ríkið hefði borgað icesave, hefðu þá þrotabúin greitt íslenska ríkinu?

Einar (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 23:10

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get alveg viðurkennt það að hallast helst að hinu norræna módeli jafnaðarmanna, eins og flestir Íslendingar í mörgum flokkum gera, en reyni þó að fara jafnan eftir sannfæringu minni í hverju máli, burtséð frá flokksstefnu. 

Tel mig vera frjálslyndan jafnaðarmann. 

Ég tel að það að meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar samþykkti Kárahnjúkavirkjun hafi verið hennar versti gerningur og skömmin uppi meðan land byggist, því miður, því að þetta hervirki er óravegu frá hugsuninni um jafnrétti kynslóðanna, sem á að vera kjarni sannrar jafnaðarstefnu.

Að sama skapi dáðist ég að Þórunni Sveinbjarnardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og sértaklega að Katrínu Fjeldsted að sýna það hugrekki sem þær gerðu í atkvæðagreiðslu á Alþingi.  

Í ljós kom að innganga Íslandshreyfingarinnar í Sf 2009 var rétt ákvörðun, þótt vitað væri að með því væri tekin áhætta, því að sárafáum atkvæðum munaði á landsfundi hennar 2009 að ítrasta afbrigði stóriðjustefnunnar yrði samþykkt sem stefna flokksins, að reisa eins mörg álver á Íslandi og mögulegt væri!

Atkvæði Ísl.hreyfingarfulltrúanna í samvinnu við græna fulltrúa á fundinum réði úrslitum um að þessi hræðilega stefna féll á sáralitlum atkvæðamun.

Á næstu tveimur landsfundum þurfti að berjast áfram gegn sömu öflum í flokknum fyrir því að þessi mál þokuðust í rétta átt.

Ég sannfærðist um það eftir ítarlega kynningu á málþingum um olíustefnu flokksins, að hún væri röng, og beitti mér ekki aðeins fyrir henni, heldur einnig af alefli fyrir því að lúmsk tillaga úr innsta hring um frávísun málsins til næsta flokksstjórnarfund yrði samþykkt, en það hefði drepið málinu á dreif og svæft það.

Nú má sjá á stefnumörkun Obama og Kanadamanna hvert straumurinn er byrjaður að liggja.

Ég var og er ósammála undanhaldinu í stjórnarskrármálinu, sem hefur í raun verið á ábyrgð flokkanna allra þrátt fyrir einlægan hug ýmissa mætra þingmanna.

Ég hef ýmislegt við stefnu borgarmeirihlutans að athuga og er algerlega  ósammála stefnu hans í flugvallarmálinu.

Ég tel meira en hæpið að Reykjavíkurborg hefði átt að fá umhverfisverðlaun Norðurlanda með allt sitt svifryk, brennisteinsmengun frá gufuorkuverum og rányrkju virkjananna á Hengils-Hellisheiðarsvæðinu.   

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 23:30

28 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://www.lausnin.is/hvad-er-medvirkni/ Hið íslenska vandamál gagnvart embættismönnum og pólitíkusum.

Ragna Birgisdóttir, 30.12.2016 kl. 13:11

29 identicon

" Ég vona einnig að þeir sem eru mér ekki sammála í pólitík lesi greinina án fyrir fram mótaðra skoðanna." Þetta skrifar SDG inná facebooksíðu sína og er þessu deilt og kemst maður ekki hjá því að sjá þetta. En að lesa þessa grein án þess að vera með fyrirfram mótaða skoðun er rugl sérstaklega í ljósi þess hvernig greinin byrjar :"Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem fylgist með umfjöllun um stjórnmál á hlutlægan hátt, að frá því að ég hóf þátttöku í stjórnmálum fyrir átta árum síðan hefur hópur starfsmanna og verktaka í Efstaleiti 1 haft eitt og annað við mig og Framsóknarflokkinn að athuga.." . Maðurinn sniðgekk RÚV og neitaði að koma í viðtöl hjá RUV í fleiri fleiri skipti en fór þangað sem hann fékk klapp á bakið.  Það segir bara allt um bullið frá honum þegar Gamli Símahrellirinn (lesist JVJ) er farinn að verja hann.

thi (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 13:23

30 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einar spyr: "Ef íslenska ríkið hefði borgað icesave, hefðu þá þrotabúin greitt íslenska ríkinu?"

Svar: Nei, ekki vextina sem kveðið var á um í Icesave samningunum, ofan á höfuðstól sjálfra innstæðnanna. Samkvæmt niðurstöðum Hersis Sigurgeirssonar dósents í fjármálum á Vísindavef HÍ, hefðu þær fjárhæðir numið jafnvirði a.m.k. 140 milljarða króna vegna Svavarssamningsins (Icesave II) og a.m.k. 65,4 milljarða króna vegna Buchheit samningsins (Icesave III). Fyrir þann pening mætti byggja nýjan spítala og sjúkraflugvöll við hliðina á honum!

Burtséð fjá fjárhæðunum voru samningskröfurnar jafnframt í erlendum gjaldeyri, en sá gjaldeyrir var eðli máls samkvæmt aldrei til í ríkissjóði sem inniheldur krónur en hvorki pund né evrur. Samningskröfurnar hefðu því lent í vanskilum strax á fyrsta gjalddaga, alveg sama hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert, og þá hefðu erlendu ríkin getað gengið að öllum eignum íslenska ríkisins sem settar hefðu verið að veði til tryggingar samningunum.

Aftur á móti er þetta einfaldlega röng spurning. Málið snerist í raun alls ekki um það hvort hefði verið "hagstæðara" að semja um ríkisábyrgð eða ekki, né hvaða fjárhæðir hefðu getað fallið á ríkissjóð vegna þess.

Það sem þetta mál raunverulega snerist um af hálfu okkar sem vildum hafna samningunum, var sú staðreynd að tilskipun ESB um innstæðutryggingar, sú sem allt þetta klandur byggðist á, leggur blátt bann við ríkisábyrgð! Með því að hafna samningum um ríkisábyrgð, var Íslandi þar með forðað frá því að gerast brotlegt við EES-samninginn og frá stórfelldri skaðabótaskyldu sem hefði hlotist af því og þannig margfaldað þann kostnað sem félli á ríkissjóð.

Hinn einbeitti brotavilji þeirra sem vildu samþykkja ríkisábyrgðina, gegn þessum reglum sem settar voru af Evrópusambandinu, er reyndar stórmerkilegur í ljósi þess að nánast undantekningalaust var um að ræða aðila sem hafa verið talsmenn þess að Ísland undirgangist allt regluverk Evrópusambandsins. Þeir hefðu kannski betur hugað að því fyrst, að byrja á að virða þær reglur Evrópusambandsins sem þegar gilda hér á grundvelli EES-samningsins?

Sama mætti svo segja um verðtryggðu neytendalánin. Ef íslensk stjórnvöld hefðu einfaldlega viðurkennt ólögmæti þeirra samkvæmt reglum EES um neytendalán og framfylgt þeim reglum í stað þess að gerast meðsekt um að brjóta þær, stæði ríkissjóður ekki núna frammi fyrir skaðabótaskyldu vegna þeirra brota sem mun gera Icesave að tittlingaskít í samanburði.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2016 kl. 16:15

31 identicon

Takk Guðmundur.

Einar (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 21:53

32 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekkert að þakka Einar.

Lykilatriðið er að það skiptir í raun engu máli hvað ríkisábyrgðin hefði kostað því hún var einfaldlega ólögleg.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2016 kl. 22:25

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Guðmundur Ásgeirsson, og gleðilegt nýtt ár, með þökk fyrir þau liðnu. :)

Óskar Helgi, ég er yfirleitt hættur að nenna að lesa þín undarlegu innlegg hér og víðar, þú hefur gersamlega tapað áttum, þegar þú tekur þátt í aðför vinstri manna og Rúvara að Sigmundi Davíð.

Jón Valur Jensson, 1.1.2017 kl. 14:26

34 identicon

Komið þið sæl á ný - með þökk fyrir samskipti, liðinna ára !

Jón Valur !

Þar með: afhjúpar þú siðblindu þína gjörsamlega / sumum semsagt: á að leyfast að svindla og pretta á samferðamönnum (Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, í þessu tilviki), - öðrum ekki.

Þar fyrir utan - læt ég mér í léttu rúmi liggja, viðhorf þín til mín svo sem, enda, ......... get ég ekki með nokkru móti verið eins konar fimmta hjól, undir vagni hræsni og skinhelgi / fremur en hingað til.

Hvergi: ætti að sjást þess staðar, að ég sé einhver sérstakur velunnari vinstrimanna og Ríkisútvarps fólks aukinheldur: þar förlazt þér rækilega mín skrif hingað til, Jón Valur.

ÉG hélt lesskilning þinn skárri - en svo.

Með sömu kveðjum, sem fyrr - eftir sem áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband