Geirangursfjörður - Ísland: Ekki spurning um hvort, heldur hvenær.

Eldfjall er að rumska rétt hjá stórborginni Napoli á Ítalíu og spurningar vakna.

Þegar ég var ungur var sagt að Helgafell í Vestmannaeyjum væri "útbrunnið" eldfjall. 

Annað kom á daginn 23. janúar 1973 þegar gaus neðarlega í austurhlíð fjallsins í gossprungu, sem upphaflega var 1500 metra löng. 

Þá kom í ljós það sem hafði raunar blasað við allan tímann: Heimaey er stærsta eyjan, af því að þar hefur goshættan verið mest. 

Fyrir 1994 var því trúað víða um land að ekki væri það mikil hætta á stórum snjóflóðum þar sem ekki höfðu fallið slík flóð í manna minnum eða sagt frá þeim í annálum.

Snjóflóðið á Seljalandsdal 1994, sem fór alveg yfir í Tungudal og olli manntjóni, hringdi ekki bjöllum um þetta efni, enda var lagt að norskum snjóflóðasérfræðingi, sem fenginn var til að fræða um það flóð og álpaðist til að segja að mun meiri hætta væri á alvarlegum flóðum annars staðar á Vestfjörðum, að vera ekkert að skipta sér af neinu nema því sem honum hefði verið borgað fyrir, það er, hættumat og aðgerðir fyrir Seljalandsdal.

Það var ekki fyrr en eftir snjóflóðin á Súðavík og Flateyri, sem menn áttuðu sig á því, að ástæða þess að ekki hafði verið greint í annálum frá snjóflóðum á þessum stöðum og fleirum, var sú, að þá hafði ekki verið byggð þar og snjóflóð því ekki fréttnæmt eða barst einfaldlega ekki til eyrna annálaritara þess tíma.

Á sama tíma og snjóflóðið féll á Flateyri, féll enn stærra flóð innst í Dýrafirði, eitt af allra stærstu snjóflóðum, sem vitað er um að hafi fallið hér á landi. 

En vegna þess að þar urðu engar skemmdir á mannvirkjum féll það alveg í skuggann fyrir öðrum snjóflóðum og nánast enginn mundi eftir því aðeins ári síðar. 

En hvað Súðavík snerti kom í ljós við athugun eftir flóðið þar, að í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var greint frá því í umsögn um jörðina í Súðavík, að þar væri sauðfé hætt við að lenda í flóðum og teldist það galli á jörðinni.   

Einna hættulegustu eldfjöllin hér á landi eru að öllum líkindum Hekla, Snæfellsjökull og Öræfajökull. 

Hekla nefnd fremst, af því að hún hefur gosið langoftast af þessum fjöllum og getur hvenær sem er gosið með klukkustundar fyrirvara. 

Í öllum þessum eldfjöllum geta orðið stórhættuleg sprengigos, sem senda frá sér flóð af eitraðri og sjóðandi eimyrju sem drepur allt kvikt sem á vegi þess verður. 

Frægust slíkra gosa eru gosið í Vesuvíusi 79. f.Kr. og á eyjunni Martinique í Vestur-Indíum 1902, en í síðarnefndu gosinu komst einn maður af í bænum St. Pierre, en hátt í 40 þúsund dóu. 

Vegna byggðar nálægt Snæfellsjökli og Öræfajökli og stórfjölgun ferðamanna við þau og Heklu, er hættan á manntjóni sívaxandi. Bárðarbunga 3. 8. 14. nr2Bárðarbunga, Dyngjujökull, Kverkfjöll

Bárðarbunga og hennar kerfi geta sent frá sér stórflóð á að minnsta kosti þremur vatnasviðum, sem ná bæði til suðurstrandarinnar og norðurstrandarinnar. 

800px-Geiranger2

Fjallið Akerneset við Geirangursfjörð er tifandi tímasprengja af þessu tagi erlendis, eins og vel kom fram í mynd í Sjónvarpinu í kvöld. 

Geirangursfjörður er eitt af allra fegurstu ferðamannastöðum Norðurlanda, var efstur á lista hjá Lonely Planet og á Heimsminjaskrá UNESCO 2005, og 140 til 180 skemmtiferðaskip koma þangað á hverju sumri, 300 þúsund ferðamenn.

Eftir að hafa komið þangað snertir hin mikla og yfirvofandi hætta af "tsunami" flóðbylgju af völdum hruni í fjallinu yst við fjörðin mann kannski meira en ella. 

Og bæði þar og hér er það hinn mikli ferðamannafjöldi, sem gerir hættuna svona mikla. 

Orðaskiptin í myndinni varðandi tregðu á því að lýsa of snemma yfir hættuástandi voru sláandi: 

"Eigum við að bera ábyrgð á því að kalla úlfur! úlfur! og trufla með því umferð ferðamannanna á háannatímanum" og skapa stórkostlegt tekjutap ef hrunið og flóðbylgjan láta standa á sér í kjölfar aðvörunarinnar?"  

Og svarið var líka eftirminnilegt: "Hvort vegur þyngra, sala á minjagripum eða mannslífin?"


mbl.is Skjálftar í Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lítið talað um eldfjöllin á bakvið húsin í Reykjarvík,Kópavogi,Garðabæ og Hafnarfirði. Byggðin á þessum svæðum færist alltaf nær fjöllunum og er a mörgum stöðum tld í Garðabæ og Hafnarfirð í gömlum hraunstraumum. Tld Vellirnir í hafnarfirði þar er öll Íbúabyggðin og vinnusvæðin (Straumsvík) í gömlu hrauni. Það eru aðeis 3-400 ár síðan eldgos varð í þessum fjöllum.

Guðlaugur Ævar Hilmarsson. (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 14:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mesta hættan er væntanlega á að hraun renni yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, sem ætti nú að gleðja Hraunavini.

En harla ólíklegt að hraun næði að renna þangað á nokkrum klukkutímum.

Þorsteinn Briem, 2.1.2017 kl. 14:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi komu landnámsmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og Írlandi og íbúar þessara landa hafa væntanlega fengið fréttir af eldgosum hér á Íslandi frá landnámsmönnum í ferðalögum á milli til að mynda Íslands og Noregs.

En þrátt fyrir þessar fréttir fluttu margir íbúar þessara landa einnig hingað til Íslands.

Og íbúar Norður-Evrópu, til að mynda kristnir landnámsmenn hér á Íslandi, hafa væntanlega einnig frétt af eldgosum skammt frá páfanum í Róm.

"Í þann mund sem fyrstu landnámsmennirnir settust hér að var nýlokið eða um það bil að ljúka stórgosi að Fjallabaki, nánar tiltekið þar sem nú heita Vatnaöldur.

Opnaðist þar a.m.k. 10 km löng sprunga sem spýtti úr sér 3,3 km3 af gjósku auk lítilræðis af hrauni.

Í þessu gosi myndaðist
hið svokallaða "landnámslag" sem er tvílitt gjóskulag ættað úr þessu gosi og gosi sem varð samtímis í Torfajökulskerfinu."

"Öskufall varð töluvert um allt land nema á Vestfjörðum og hefur áreiðanlega víða valdið skemmdum á grónu landi."

Vatnaöldur 870 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar


Katla - Eldgjá 934 | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar

Þorsteinn Briem, 2.1.2017 kl. 14:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landnám Ingólfs Arnarsonar náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar.

Hveragerði
er því innan Landnáms Ingólfs og fjöldinn allur af gróðurhúsum er á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.

"Víkin eða Reykja(r)vík er heiti á vík í suðurhluta Kollafjarðar í Faxaflóa og nær frá Laugarnesi í austri að Örfirisey í vestri."

"Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins og fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu."

Hraun frá sögulegum tíma á Reykjanesskaganum - Sjá neðst á síðunni

Þorsteinn Briem, 2.1.2017 kl. 14:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Staðfest eldgos í Vesúvíusi skammt frá borginni Napólí á Ítalíu eftir árið 79, þegar borgin Pompei eyddist í eldgosi, voru árin 203, 472, 512, 787, 968, 991, 999, 1007, 1036 og 1631 en eftir það hefur eldvirknin í fjallinu verið nokkuð sífelld.

Eldfjallið Vesúvíus fyrir ofan Napólíflóann

Napólí
er þriðja stærsta borg Ítalíu með rúmlega 1,3 milljónir íbúa og á stórborgarsvæðinu búa tæplega 4,5 milljónir en borgin er um 2.500 ára gömul.

Og skammt fyrir norðan Napólí er borgin Róm, þar sem um 2,5 milljónir manna búa. Róm var til forna höfuðborg rómverska heimsveldisins, menningarleg höfuðborg Miðjarðarhafssvæðisins og kölluð borgin eilífa.

Napólí

Þorsteinn Briem, 2.1.2017 kl. 14:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Etna er á austurströnd Sikileyjar og hæsta virka eldfjall Evrópu, um 3.350 metra hátt. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5 milljónir ára og fá eldfjöll í heiminum eiga eins langa skráða gossögu, allt aftur til ársins 1500 fyrir Krist.

Eldgos í Etnu hafa kostað mannslíf, enda er töluverð byggð við rætur og í neðri hlíðum fjallsins, þar sem jarðvegur er frjósamur og skilyrði til ræktunar góð eins og við Eyjafjöll, þar sem nú er kornrækt á Þorvaldseyri.

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri - Mynd


Og hér var töluverð kornrækt á Reykjanesskaganum á Landnámsöld en á skaganum er mikil eldvirkni, til dæmis skammt frá Keflavíkurflugvelli.

Við Etnu er meðal annars Catanía, önnur stærsta borg Sikileyjar, þar sem nú búa rúmlega 300 þúsund manns.

Eldfjallið Etna á Sikiley - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 2.1.2017 kl. 14:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gjóskan fer fljótt ofan í svörðinn og þegar hún er komin ofan í svörðinn er hún orðin hinn besti áburður og sprettan er yfirleitt betri eftirá."

"Þetta eru mjög góð efni í svörðinn og því er íslenskur jarðvegur eins frjósamur og hann er."

Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur - Kastljós 20.4.2010

Þorsteinn Briem, 2.1.2017 kl. 14:50

8 identicon

Hvað ætli mörgþúsund rummetar fari þarna niður

mm (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 18:55

9 identicon

http://www.ruv.is/frett/jardsig-veldur-usla-a-nordfjardarvegi

Hvað ætli mörgþúsund rummetar fari þarna niður

mm (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 18:56

10 identicon

Er nokkuð hugsað út í það að Keflavíkurflugvöllur er steinsnar frá einu eldvirkasta svæði á Íslandi?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 23:00

11 Smámynd: Már Elíson

Og enginn aftraði því að að byggt yrði á Rauðavatnssvæðinu,(Grafarholt) en það búa hundruðir manna og fjölskylda (eða meira) og sitja á á alþekktu sprungusvæði. Öll byggðin gæti horfið á augabragði en ekki nokkrum klukkutíminn eins og "spekingurinn" og spamarinn hér fyrir ofan gefur í skyn.

Yfir höfuð er arkitektúr og skipulagi á þessu volaða landi stjórnað af gerspilltum kjánum og handarbakarvinna í öllu. - Sjáið t.d. Hjálmar sem er hjá borginni. - Það er nú ennþá séns á að koma honum frá ef menn vilja losna við frekari skaða á höfuðborgarsvæðinu.

Már Elíson, 3.1.2017 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband