Afleysingafólk á næsta áfanga Engeyjarskútunnar?

Á meða Sigmundur Daví Gunnlaugsson naut þess að standa í brúnni með kaskeitið á siglingu fráfarandi ríkisstjórnar, var Bjarni Benediktsson límið í ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum á siglingu Engeyjarskútunnar, lúsiðinn og aðgætinn til þess að koma í veg fyrir að að hróp og köll og brölt SDG leiddu til vandræða.

Nú þarf að endurmanna Framsóknarhluta áhafnarinnar, vegna þess að stór hluti hans hefur orðið eftir í landi og siglir því sennilega ekki með í næsta áfanga Engeyjarbátsins.

En Bjarni er lunkinn sem fyrr og ákveðinn í að fá afleysingarfólk til að tryggja áframanhaldandi siglingu.

Það á að vísu eftir að koma  í ljós hver kúrsinn verður nákvæmlega, en Sjallameirihluti skútunnar er takmark Bjarna og sér um það að ekki verði stýrt hart í bak ( til vinstr), heldur eins mikið á stjór og unnt er.

Síðan má bæta því við að það er svolítið ósanngjarnt gagnvart jafn stórri ætt og Engeyjarætin er að spyrða alla ættingjana við sömu stefnu.

Þarf ekki annað en að nefna nöfn Guðrúnar Pétursdóttur og Valgerðar Bjarnadóttur í því sambandi.  

 


mbl.is Einhugur um samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Í blóði Bjarna eru gen

bárust frá áum kvöldum.

Engeyjarvöldin ekki pen

erfast í græðgisvöldum.

Ragna Birgisdóttir, 4.1.2017 kl. 12:24

2 identicon

Og þá er bara að halda við nepotismanum eins og alltaf hefur verið hjá þessu fólki.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 13:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur just home alone,
with his wife in cyber zone,
After Eight,
just they ate,
for parliament has a drone.

Þorsteinn Briem, 4.1.2017 kl. 16:49

4 identicon

Gleymdu ekki að Bjarni ætlaði sér aldrei að sigla nema innan skerja, Sigmundur Davíð dró hann með sér út á haf og saman fundu þeir ný lönd!

(Ef við förum með samlíkinguna aðeins annað þá fóru þeir saman í víking og hjuggu mann og annan en hefðu þeir haldið sig innan skerja hefðu þeir farið í víking gegn eigin fólki, spurning hvert Bjarni stýrir skipinu næst?)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband