Fyrirsjáanlegt vegna legu hinna brautanna.

Íslendingar og Bretar lögðu ekki NA-SV brautina á Reykjavíkurflugvelli að ástæðulausu á sínum tíma og gerðu hana meira að segja næstum jafn langa og hinar tvær brautirnar eða um 250 metrum lengri en hún er nú. 

Ástæðan er sú, að hinar tvær brautirnar, sem nú er leyft að nota, mynda ekki kross með fjórum 40 gráðu hornum á milli brautastefna eins og algengast er á tveggja brauta velli, eldur er legan líkari mjóu X-i og hornið á milli brautanna 120 gráður í stað 90 í vindáttum milli suðurs (190 gráður) og vestnorðvesturs (310 gráður).  

Lega Skólavörðuhæðarinnar annars vegar og Öskjuhlíðarinnar hins vegar olli því að svona varð að fara að við hönnun brautakerfisins, en lagningu flugvallarins ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1938. 

Til samanburðar er lega brautanna á Keflavíkurflugvelli með fjórum 90 gráðu hornum á milli brauta í stað þess að í Reykjavík er hún 120-60-120-60. 

Við það myndast stórt horn á tvo vegu þar sem hliðarvindur verður of mikill í norðaustlægum og suðvestlægum áttum ef brautirnar eru aðeins tvær.

Og meira að segja suður á Keflavíkurflugvelli verður hliðarvindurinn of mikill fyrir sjúkraflugvélarnar sem þola minni hliðarvind en 20 sinnum þyngri þotur.  

Þessa daga og vikur er dæmigert vetrarveðurfar með stormum, sem er sjaldgæft á sumrin.

Enginn þarf því að verða hissa á því sem er að gerast og mun halda áfram að gerast í svipuðu vindafari og oft er á veturna, heldur var það fyrirsjáanlegt á sáma hátt og það verður fyrirsjáanlegt að þetta mun á endanum kosta mannslíf, ekki spurning um hvort, heldur hvenær.

Nokkrir möguleikar eru í stöðunni:

1. Að breyta engu, hin dæmigerða íslenska lausn. Spara með því peninga sem í staðinn munu fyrr eða síðar tapast í manntjóni. Með köldu mati hefur verið reiknað út að eitt tapað mannslíf kosti að meðaltali meira en hálfan milljarð króna. 

2. Að leyfa notkun neyðarbrautarinnar á meðan það er flugtæknilega hægt og verið er að opna NA-SV braut á Keflavíkurflugvelli. 

3. Að lækka blokkina, sem á eftir að rísa við brautarendann við Hringbraut, og mun mynda hindrun fyrir aðflug að brautinni, -  og hætta við að byggja við hinn brautarendann, svo að hægt verði að nota brautina áfram óbreytta án þess að fara í 280 milljón króna framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. 

4. Að leyfa notkun neyðarbrautarinnar á meðan það er flugtæknilega hægt og fresta manntjóni sem því nemur.

5. Að hrófla ekki við því sem fyrirhugað er á Hlíðarendasvæðinu, hætta við byggingu húsa við hinn brautarendann og hnika brautinni til um ca þrjár gráður og lengja hana til suðvesturs. 

 

 

Lausnir númer 2 og 3 , opnun brautar á Keflavíkurflugvelli, hafa þann ókost að lengja flutningstíma sjúklings um 40 mínútur.

Sjálfur hef ég fylgst með sjúklingum á gjörgæsludeild í Reykjavík þar sem slíkt "smáatriði" skipti sköpum, sjúklingur dó en annar lifði sem ekki varð fyrir töf.

Sá sem lifði, lifir nú jafn góðu lífi og áður en fullkomnasta kerfið hér á landi bjargaði honum.

Það er afar skrýtið að sjá umræður um spítalann í Reykjavík snúast um það að sjúklingar séu jafn vel settir eða geti verið jafn vel settir í sjúkrahúsum úti á landi.

Ef svo væri, væri þarflaust að stunda sjúkraflutninga til Reykjavíkur og reisa þar fullkomið hátæknisjúkrahús.

Ástæðan fyrir mikilvægi hátæknisjúkrahúss í Reykjavík er einfaldlega sú, að við erum fámenn þjóð sem á fullt í fangi með að reisa bara einn slíkan spítala, hvað þá aðra úti á landi.     


mbl.is Komust ekki með sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk nafni.

Virkilega góður pistill, og þörf ádrepa undir lokin.

"Það er afar skrýtið að sjá umræður um spítalann í Reykjavík snúast um það að sjúklingar séu jafn vel settir eða geti verið jafn vel settir í sjúkrahúsum úti á landi.

Ef svo væri, væri þarflaust að stunda sjúkraflutninga til Reykjavíkur og reisa þar fullkomið hátæknisjúkrahús."

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2017 kl. 11:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og fyrri daginn nefnir þú hér ekki fjöldann allan af staðreyndum sem eru aðalatriðið í þessu máli, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson 4.9.2015:

"Við fengum kynningu á öryggisúttekt Isavia um lokun þriðju brautar Reykjavíkurflugvallar en í niðurstöðum segir að óhætt sé að loka henni þegar horft er til viðmiða Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO).

Fleira fróðlegt kom fram, meðal annars það að brautin hefur verið lokuð á löngum köflum í sumar því hún hefur verið notuð sem flugvélastæði fyrir einkaþotur.

Notkunarstuðull á vellinum án þriðju brautar reiknast 97% en alþjóðlegt viðmið er að hann eigi ekki að fara niður fyrir 95%.

Þegar metnar eru raunverulegar aðstæður, byggt á nákvæmum vindmælingum, ástandi flugbrautar, skyggni og skýjahæð og raunverulegri notkun í innanlandsflugi og sjúkraflugi er nýting vallarins miðað við að þriðju brautinni sé lokað enn betri, eða vel yfir 98%.

Lækkun nýtingar vegna lokunar þriðju brautarinnar reiknast um 0,6%.

Öryggisúttektin sýnir þannig að með mildunarráðstöfunum er ásættanlegt að loka þriðju brautinni.

Mikilvægt er að það gangi eftir, í samræmi við samninga ríkis og borgar þar um á undanförnum árum, nú síðast samning Reykjavíkurborgar og ríkisins sem samþykktur var einróma í borgarráði þann 31. október 2013."

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.9.2013:

"Það eru skýr hagkvæmnisrök fyrir því að þétta borgina í stað þess að halda áfram að þenja hana út, nýta þannig betur fjárfestinguna í gatna- og veitukerfum, draga úr umferð og auðvelda fólki að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að ferðast á milli staða.

Kannanir sýna að nýjar kynslóðir borgarbúa vilja frekar búa þétt en dreift.

Í þriðja lagi fylgir flugvellinum ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi.

Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.

Völlurinn
er raunar á alls konar undanþágum frá öryggisreglum, sem ekki þyrfti ef hann væri annars staðar."

Hjarta á röngum stað - Ritstjóri Fréttablaðsins

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012, Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur mun meiri innflutningi á bensíni, meira sliti á götum og bílum, meiri mengun, mun fleiri árekstrum og slysum.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nú var að koma út úttekt Mannvits sem sýnir að munurinn á kostnaði við að þétta Reykjavíkurborg eða dreifa henni enn frekar er 350 milljarðar króna."

Steini Briem, 14.11.2013

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:42

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:44

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valsmenn eiga landið á Hlíðarendasvæðinu.

"Hlíðarendi er erfðafestuland sem Knattspyrnufélagið Valur hefur átt frá árinu 1939."

Sagan - Hlíðarendi byggist

Og meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila, sem er stjórnarskrárvarinn eignarréttur.

Kosningar hafa farið fram um Reykjavíkurflugvöll sem eru enn í gildi, borgarstjórnir hafa framfylgt þeim kosningum og ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samninga á grundvelli þessara kosninga.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:45

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

"78. gr. ... Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:46

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Landið er í eigu Reykjavikurborgar og mannvirki á landinu verða að víkja ef borgin krefst þess.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:47

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 12:49

14 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Merkilegur andskoti hvernig menn rótast eins og naut í flugvallarflaginu. Reykjavík er bara ekki sama borgin árið 2017 og hún var árið 1938. Með árunum hefur borgin vaxið og tréin í Öskjuhlíðinni á sama hátt. Menn geta höggvið tré en menn verða að vega og meta verðmæti landsins annarsvegar sem flugbrauta og hins vegar sem byggingalóða.  Það hefur verið gert og niðurstaðan er að flugbrautir verði að víkja. Þannig er þetta í lýðræðislegu ferli Ómar. Sættu þig við að þessar ákvarðanir eru óafturkræfar og beindu gagnrýninni frekar að fyrirkomulagi sjúkraflutninga. Í dag er sjúkraflugið rekið eins og ferðaþjónusta fatlaðra af stætó! Transportið er skipulagt með margra klukkutæima og jafnvel daga fyrirvara. Hið eiginlega sjúkraflug er í höndum LHÍ en ekki verktakans með aðstöðuna á Mývatni og Akureyri. Og allir vita að þyrlur Gæslunnar þurfa ekki á gamla flugvélastæðinu við Loftleiðahótelið að halda, til að sinna sjúkraflugi.

Þetta flugvallardeilumál er orðið ansi þreytt. Það sem ætti að vera að tala um er efling þyrlureksturs LHÍ en ekki þetta gaspur fyrir hagsmunum sjúkrastætóverktakans á Akureyri. Því hann veit að hann missir sposluna þegar sjúkraflugið verður endurskipulagt með hagsmuni sjúklinga í fyrirrúmi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2017 kl. 13:07

15 identicon

Ef það væri nú svo einfalt Jóhannes, flugvélar með jafnþrýstibúnaði henta bara betur í sumum sjúkraflutningum en öðrum. Ferðatíminn með þyrlu austur eða norður er 2x - 3x lengri heldur en í flugvél, þá skiptir litlu hvar þyrlan lendir klukkutímum síðar með slasaðan einstakling.

Best væri að sjúkraflugvélar, og þyrlur, væru staðsetar á nokkrum stöðum um landið en sjálfsagt er langt í að við sjáum það.

Karl J. K. (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 15:01

16 identicon

Kratahyskið Í Ráðhúsinu verður að víkja.

GB (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 16:12

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 18:53

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sveinbjörg þar nú skellti á skeið,
skrítnum sauðaflokki,
sat á baki Gústa gleið,
geldum hjálparkokki.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 18:54

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 19:00

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:

Píratar 28%,

Samfylking 25%,

Björt framtíð 8%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 19:01

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla einkennilegt að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað eigi að vera á landi Reykjavíkurborgar, stjórnarskrárvörðum eignarrétti.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 19:08

23 identicon

Steini Briem, það að vera duglegur við að gera copy/paste gerir það ekki rétt. Og það sem þú segir vera "staðreyndir" eru mest allt fullyrðingar og sumt þvæla.

Dómur Hæstaréttar snerist eingöngu um að samningar skyldu standa en fjallaði annars ekkert um flugvöllinn sem slíkan. Að vísa í fullyrðingar DBE eru EKKI staðreyndir. Þessi kosning frá 2001 náði ekki settum markmiðum eða skilyrðum (og reyndar mjög langt frá því) og er því rökleysa, en greinilega öll haldreipi skulu notuð hversu veik sem þau séu.

Þessi "skýrsla" Eflu er meingölluð og á henni eru alvarlegir vankantar sem margbúið er að benda á af öryggisnefnd FÍA, s.s. að fara ekki eftir stöðlum Alþjóðaflugmálastofnunar nothæfisgildi og var t.d. ekki tekið tillit til bremsuskilyrða sem ber að gera við þessa útreikninga.

Ríkið á líka þetta land en ekki bara Reykjavíkurborg 

Davíð (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 04:36

24 identicon

Jæja flott, Ómar þú varst búinn að aðvara Steina Briem og gefa honum lokaséns á að gæta hófs í copy/paste í commentum og eyðileggja síðuna.  Nú er ekki annað að gera en blokkera hann því hann er gjörsamlega óþolandi stalker.  Þó fyrr hefði verið.

Snorri (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 10:57

25 Smámynd: Þorkell Guðnason

Vonandi styttist í það að eltihrellinum verði vísað brott og síðan þín geti orðið aftur vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta. Ég hlakka til þeirra umskipta. Allt sem fram kom hjá þér, Ómar, sem frummælanda hér á undan, er hægt að taka undir, sem rökréttan og skynsamlegan málflutning. 

Þorkell Guðnason, 8.1.2017 kl. 11:57

26 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Ómar.  Góð grein, en eins og oft áður þá er einhver óværa í kommentakerfinu sem skemmir virkilega ásýnd síðunnar.

Hreinn Sigurðsson, 8.1.2017 kl. 13:22

27 identicon

Sammála Davíð, Snorra, Þorkel og Hreini.. ég las alltaf bloggin þín hér áður fyrr, alltaf en hætti því fyrir ca 2 árum síðan..ég villtist hingað inn núna í dag í fyrsta skiptið í langan tíma og var minntur umsvifalaust á af hverju ég fór að forðast bloggið þitt...en í þetta skiptið hreinlega verð ég að segja mína skoðun á einum hlut sem viðkemur ekki pistli þínum Ómar... ástæðu þess að blogg þitt er er að mínu skapi orðið daugur af fyrri mynd...

Ástæðan er að þrátt fyrir þín áhugaverðu skrif þá er hreinlega ekki hægt að njóta þeirra að fullu því kommentakerfið er rúsínan í pylsuendanum að mínu mati því þar er hægt að lesa annarra skoðanir og jafnvel segja sína eigin skoðun.

Kommentakerfi þitt er handónýtt og hefur verið það í mörg ár ! Það er handónýtt vegna þess að Steini Briem hreinlega spammar kommentakerfi þitt með misgáfulegum copy/paste athugasemdum sem hreinlega eru óþolandi í þeim skömmtum sem hann býður ávallt uppá !

Meira að segja er uppsetningin og leturgerðin hjá honum nánast jafn slæm og boðskapurinn.. hann segir nánast ÞÚ SKALT LESA ÞAÐ SEM ÉG SEGI !!!

Sorglegt en engu að síður staðreynd.. vonandi losnar þú við þennan yfirgang Ómar svo áhugaverð skrif þín verði sem flestum að ánægju, þ.e. að bloggið þitt fari aftur í fyrra horf... og ég veit að þessi skoðun mín er einnig skoðun margra annarra og er það miður..

Bestu kveðjur og hafðu það gott Ómar.

runar (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband