Það þarf að spýta í lófana. Þetta gengur ekki lengur.

Umhverfismál eru langmikilvægasta mál jarðarbúa og verða æ mikilvægari. Það gildir um öll lönd heims, líka Ísland. 

Vonandi verða athafnir látnar fylgja yfirlýsingum bæði fráfarandi og núverandi umhverfisráðherra með það að það þurfi að koma böndum á neysluna, en þar drögum við svo sannarlega lappirnar, eins og nánar er fjallað um í öðrum bloggpistli, næstnæst á undann þessum á síðunni. 


mbl.is „Verðum að hætta þessari neyslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar Við megum ekki vera svona stífir í þessu. Flest öll lönd hafa aðra orkugjafa en við svo hvernig er hægt að keyra hluti á svona einstrengilegan hátt.Það er engin heimsendir vegna orkumála og það veist þú. Það mætti alveg láta bílaflotan vera hér á landi og henda út þessum kolum og taka inn metan gas. Rafmagn er í lagi fyrir þá sem vilja það. Það að Lilja rjúki út til að skrifa undir samning hjá UN minnti á þegar Össur fór með ESB samningin forðum.  

Valdimar Samúelsson, 11.1.2017 kl. 18:40

2 identicon

Gott og vel Valdi, ekki vera of stífur. 

Þetta lafir líklega á meðan þú tórir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.1.2017 kl. 18:57

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Haukur já rétt og hver veit nema veðrið hlýni eða var það kólni en það skiptir kannski engu máli því grænhúsa-liðið segir ýmist að kólnun sé hlýnun að kenna og öfugt.Spaugileg vísindi ekki satt.

Valdimar Samúelsson, 11.1.2017 kl. 20:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér talar neyslumesta kynslóð Íslandssögunnar til yngri kynslóða.

Þorsteinn Briem, 11.1.2017 kl. 22:00

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson hefur graðgað í sig Prins Póló og kók fyrir sextán milljónir króna á núvirði, miðað við 50 þúsund 39 gramma Prins Póló á 70 krónur stykkið og 50 þúsund kók fyrir 250 krónur flöskuna.

Þorsteinn Briem, 11.1.2017 kl. 22:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Banna ætti það gríðarlega þjóðfélagslega mein sem sala á Prins Pólói og kóki er í matvöruverslunum hér á Íslandi, þar sem salan veldur miklu heilsutjóni fjölmargra Íslendinga, samfélagslegum kostnaði og sjúkrahússvist vegna offitu og sykursýki.

Margar fjölskyldur hafa komist á vonarvöl vegna þessarar fíkniefnaneyslu.

Eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 11.1.2017 kl. 22:19

7 identicon

Umhverfismál eru langmikilvægasta mál jarðarbúa í hátíðarræðum og bloggpistlum. Annars tökum við þægindi, heilsu, líf og framtíð okkar og barna okkar framyfir öll umhverfismál. Það fórnar enginn neinu sem skiptir hann máli fyrir umhverfisvernd.

Umhverfismál eru ekki langmikilvægasta mál neins jarðarbúa í raunheimum. Og þá er sama hvern þú spyrð. Jafnvel þeir sem áhugasamastir eru menga aðeins örfáum prósentum minna en sóðarnir. Heimta að fá sinn mat og að komast á milli staða sama hvað það kostar náttúruna. Og ræða svo um náttúruvernd úr síma sem framleiddur var með brennslu kola í Kína.

En margir eru mjög áhugasamir og hafa miklar áhyggjur. Pæla mikið í umhverfismálum og vilja minnka neyslu. Og þá aðallega neyslu einhverra annarra. Sá sem vill að Kínverjar hætti að brenna kolum til að búa til síma kyndir hús sitt með mengandi gufu úr iðrum jarðar.

Og hvernig ætli það sé að berjast annan daginn fyrir minni mengun og hinn fyrir áframhaldandi starfrækslu flugvallar?

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.1.2017 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband