Staða þessara tveggja manna er blákaldur veruleiki.

Fantasíufrétt um leiðtogafund Trumps og Pútíns er að vísu ein af hinum skaðlegu lygafréttum sem virðist fara fjölgandi og gera æ meira ógagn, meðal annars með því að eiga þátt í því að lyfta að því er virðist óhæfum manni í stól valdamesta manns heims.

Er vonandi að bandaríska stjórnkerfið, sem Trump sagðist vera í krossferð gegn, standist þá þolraun, sem vel gæti beðið þess næstu fjögur ár.

Ef marka má skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið í Rússlandi, vill meirihluti Rússa viðhalda harðri stjórn Pútíns þrátt fyrir kúgun hans, og sýnir val þessara tveggja manna til forystu öflugustu kjarnorkuvelda heims, hve gallað lýðræðið getur verið, þrátt fyrir að ekkert skárra form hafi fundist.

Gallar kjörmannakerfisins vestra ollu því að Trump skorti meira en tvær milljónir atkvæða til að fá samtals meirihluta atkvæða kjósenda.  

En stjórnmál verða að fást við raunveruleikann þótt aldrei megi missa sjónar á göfugum hugsjónum.

Staða Trumps myndi hafa verið afgreidd út af borðinu fyrir hálfu ári sem gabbfrétt, en hún er hins vegar bláköld staðreynd.

Það var reyndar svolítið skrýtið að í gabbfréttinni um Reykjavíkurfund þeirra Trumps og Pútíns var sagt, að af hálfu Trumps myndi höfuðáhersla verða lögð á fækkun kjarnorkuvopna.

Það er á skjön við yfirlýsingar hans í kosningabaráttunni um að efla herinn á alla lund, þar á meðal kjarnorkuheraflann.  

Og þá kvaðst Pútín skilja Trump vel og vera sjálfur að hugsa um svipað.

Það breytir því ekki að nauðsyn á því að Trump og Pútín komi á nýjan leiðtogafund í Reykjavík er blákaldur veruleiki og brýn nauðsyn þegar horft er fram á fjögur ár, þar sem þessir tveir kumpánar eru á valdastólum sínum, hversu slæmt og fjarstætt sem mönnum kann að þykja það. 


mbl.is „Fréttin er fantasía“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband