Dómkirkjan, Hallgrímskirkja, Árnasafn og Þingvellir í anda "Kaupthinking?

Hugmyndir Viðskiptaráðs um að selja kirkjur landsins og lögreglustöðvar til einkaaðila hljóma líkt og þegar þetta ráð setti á flot ýmsar hugmyndir í anda ársins 2007 á sínum tíma um að forðast að sækja neinar efnahaglegar hugmyndir til Norðurlandanna, af þvi að við Íslendingar stæðum þeim svo langt framar í hagstjórn og efnahagsmálum. 

Í framhaldinu var þetta svo þróað beint með nýjum íslenskum efnahagsaðgerðum, sem var einna best lýst í hinni eftirminnilegu rándýru auglýsingu með einum af þekktustu leikurum Breta þar sem fjálglega var lýst nýju íslensku hagfræði- og viðskiptalögmáli: "Kaupthinking", borið fram "Káphthinking" og hinni "gargandi snilld,- Icesave".  

22 kirkjurnar Viðskiptaráðs eru líklega bara upptakturinn á því að eftir vel heppnaða sölu þeirra, líka á kirkjum sem ríkið á alls ekki, komi að sjálfsögðu verðmætustu kirkjurnar, Dómkirkjan, Hallgrímskirkjurnar, Akureyrarkirkja og síðan á eftir þeim í eðlilegri framþróun: Árnastofnun, handritin og Þingvellir. 

Og ef eitthvað skortiri á að ríkið eigi allar kirkjurnar, verður hægur andi að taka Hrafnseyrarkirkju og aðrar slíkar eignarnámi og selja þær síðan. 

Um Þingvelli gilda að vísu sérstök lög frá 1928, sem voru mjög merk á þeim tíma, því að þau kváðu um að Þingvellir væru þjóðareign sem aldrei mætti veðsetja né selja. 

En þessi hugsun er eitt af því sem var útvíkkað í tillögu stjórnlagaráðs um hliðstætt almennt ákvæði í stjórnarskrá varðandi íslenska náttúru og vakti einna hörðust viðbrögð þeirra, sem aðhyllast algerlega andstæða hugsun Viðskiptaráðs. 

Af því að Þingvallalögin eru bara venjuleg lög en ekki tengd stjórnarskrá, verður létt verk eftir sölu Árnastofnunar, Höfða, Dómkirkjunnar og Hallgrímskirkju að breyta þessum hræðilegu Þingvallalögum og selja þá eins hratt og hægt er á spottprís. 

Í skemmtilegum umræðum í tengslum við facebook-síðu Baldvins Jónssonar komu fram hugmyndir um sölu á þeim textum sem lesnir eru eða sungnir í kirkjum:  "Víst ertu Jesús kóngur klár, - Hestamannafélagið Fákur," "Legg þú á djúpið, þú sem enn ert ungur, - Fiskikóngurinn, Sogavegi eitt,"  "Eilíf sæla í himnaríki, - Toyota, mig grunaði það," enda var það þannig þegar Reykjavíkurborg seldi hátíðarhöldin á sjálfan Þjóðhátíðardaginn í kringum 2007 til Og Vodafone, að það á næsta þjóðhátíðardegi yrði búið að selja þjóðsönginn, svo að hann yrði sunginn svona á 17. júní:  "Ó, Guð vors lands, Og Vodafone! / vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!" 


mbl.is Ríkið selji kirkju sem það á ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aftur orðið mikið mál,
margur býr í haginn,
Viðskiptaráð sína sál,
seldi hér um daginn.

Þorsteinn Briem, 29.1.2017 kl. 10:12

2 identicon

Viðskiptaráðið, sem frekar mætti heita Einkavæðingarráð, er hálfvita stofnun með starfsemi sem jaðrar við landráð. Það þarf að leita leiða til að loka sjoppunni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 14:36

3 Smámynd: Hörður Þormar

Væri ekki heillaráð fyrir íbúðaeigendur að selja fasteignafyrirtækjum eignir sínar og leigja þær síðan af þeim?yell

Hörður Þormar, 29.1.2017 kl. 14:38

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://vi.is/um-okkur/stjorn............

Ragna Birgisdóttir, 29.1.2017 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband