Bragð og eftirkemur hafa alltaf verið vandamálið.

Neysla á kaffi með sykri útí eða á cola-drykkjum byggist á afar einfaldri ástæðu, coffein-fíkn og hvítasykursfíkn. 

Þegar drukkin er ein flaska af Kóki eða Pepsí fær líkami viðkomandi rúmlega 200 hitaeiningar í kroppinn. 

Út af fyrir sig sýnist það ekki svo mikið hlutfallslega, eða innan við einn tíundi hluti af þörf meðal karlmanns. 

En þá verður að hafa í huga, hve mikið neytandinn innbyrðir af öðru en drykknum.

Sé það magn nálægt þessum 2000 plús hitaeiningum sem er hámark án þess að neytandinn fitni, þá eru 200 hitaeiningarnar orðnar að grafalvarlegu máli.

Að ekki sé talað um ef drukknar eru tvær eða fleiri hálfs lítra flöskum.

Ef ekki er hægt að auka hreyfingu til mikilla muna eða draga saman neyslu á öðru en koffein-sykrinum, eru eftirlíkingar með orkusnautt sykurlíki í staðinn fyrir hinn orkumikla hvítasykur nærtæk lausn.

Gallinn er hins vegar sá, að bæði bragð og ekki síður eftirkeimur standur "the real thing" að baki.

Persónulega fá ég svipað út úr því að drekka kók og pepsí með sykri, en öðru máli gegnir um orkusnauðu afbrigðin.

Þar hafa þrjú verið reynd, Coke-light, Pepsí Max og Coke Zero.

Þetta er auðvitað persónubundið og jafnvel háð líkamsástandi.  Sem dæmi get ég nefnt að þegar ég var með lifrarbrest og stíflugulu, fannst mér kóla-drykkir vera svo bragðvondir, að þeir væru ódrekkandi.

Það eina sem ég gat drukkið var Mix!

En að jafnaði drekk ég helst ekki Coke-light, jafnvel þótt mér sé boðið það.

Pepsi-Max gefur sterkt bragð fyrstu augnablikin en mér finnst eftirkeimurinn ekki góður.

Kók Zeró hefur því orðið ofan á, þótt maður finni jákvæðan mun við það að bragða á alvöru Kóki.

Þess vegna hlakka ég mikið til að smakka á hinu nýja Kók-Zero sykri.

Sé það jafn gott og Páll Óskar segir, eru það stór tíðindi fyrir koffein-sykur fíkil eins og mig.  


mbl.is Páll Óskar yfir sig hrifinn af nýja kókinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gefur svo skýrslu, er það ekki?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 21:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því ekki það? Cola-drykkirnir eru mjög stór hluti af veltu verslana og neyslumynstri okkar. Einu sinni var ég bílablaðamaður hjá Vísi og gaf skýrslur um bíla. 

En það er erfiðara að gefa skýrslu um bragð og smekk. 

Ómar Ragnarsson, 31.1.2017 kl. 21:22

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dæmi um mikilvægi Cola-drykkjanna var það þegar Bónus seldi það á svo lágu verði, að kaupmennirnir á hornunum urðu að kaupa þá í Bónus til að geta boðið þá á nógu lágu verði hjá sér. 

Ómar Ragnarsson, 31.1.2017 kl. 21:26

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hef ekki drukkið gos í 4 ár og sakna þess ekki neitt. Bölvuð óhollusta ;)

Ragna Birgisdóttir, 31.1.2017 kl. 21:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ketborg á Ásvallagötunni kaupir sínar vörur í Bónus úti á Granda en ég reikna nú með að þeir fái þar góðan afslátt.

Þorsteinn Briem, 31.1.2017 kl. 22:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Coca-Cola Zero, or Coke Zero, is a product of The Coca-Cola Company.

It is a low-calorie (0.3 kcal per 100ml)[1] variation of Coca-Cola specifically marketed to men, who were shown to associate diet drinks with women.[2]"

"Despite their polar opposite advertising campaigns, the contents and nutritional information of the two sugar-free colas is nearly identical."

Þorsteinn Briem, 6.2.2017 kl. 04:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband