Svölustu sumrin og hlýjustu húsin í Evrópu.

Þeir sem dvalist hafa erlendis sakna oft hinna hlýju húsa á Íslandi. Víða í öðrum löndum getur verið ansi kalt á næturna í þorra húsa. 

Meðalhiti sumarsins er að vísu lægri hér á landi en í nágrannalöndunum í Evrópu og yfir háveturinn er að meðaltali vindasamara hér, enda landið á mótum dýpsta meðal-loftþrýstings jarðar, sem er fyrir suðvestan landið annars vegar, og hins vegar næst hæsta meðalloftþrýstings jarðar, sem er yfir Grænlandi. 

Þegar þetta tvennt er nálægt hvort öðru er niðurstaðan samkvæmt einföldu eðlisfræðilegu lögmáli: Vindur, mikill vindur, og átök í veðurfarinu. 

En í april og maí breytist þetta, og helst að mestu nokkuð rólegt þar til fyrstu "haustlægðirnar" fara að láta á sér kræla, stundum í byrjun september, en í fyrra ekki fyrr en í nóvember. 

En það er mikið til í því þegar sýrlenska fjölskyldan, sem hefur búið á Akureyri í eitt ár segir að það "sé ekkert að íslenskri veðráttu." 

Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég færði um 90% af ferðum mínum af bíl yfir tvö hjól, rafreiðhjól og vespu-vélhjól, að á 56 ára tímabili notkunar bílsins hafði ég smám saman fyllst fordómum varðandi það hve ómögulegt það væri vegna veðurfarsins að breyta um lífs- og samgönguhætti.   


mbl.is Ekkert að íslenskri veðráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...fyrr en ég FLUTTI um 90% af ferðum mínum af bíl yfir tvö hjól..."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2017 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband