Trump lærir af Íslendingum: "Svokallað hrun", "svokallaður dómari."

Við endurskrift atburðarásar Hrunsins var fundið upp hugtakið "svokallað hrun." Í rökréttu framhaldi af því hafa þeir, sem svona hafa tekið til orða, lýst því hvernig ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði átt alla sök á þeirri efnahagskreppu, sem ríkti hér á landi frá haustinu 2008 til 2012. 

Engu er líkara en að Donald Trump leiti nú í smiðju Íslendinga þegar hann kallar alríkisdómarann, sem setti lögbann á ferðabann Trumps gagnvart íbúum sjö múslimalanda "svokallaðan dómara." 

Sjá má hér á blogginu að Andri Snær Magnason er ekki kallaður rithöfundur, hvað þá verðlaunarithöfundur, heldur "listamannalaunþegi". 

Aldrei fyrr hef ég heyrt það orð notað um listamann, en ætlunin er augljóslega að halda áfram því níði á hendur honum með stórfelldum rangfærslum varðandi verðskulduð listamannalaun hans, sem haft var í frammi fyrir rúmu ári. 

Stanslaus orðræða um hugtakið "góða fólkið" er notuð til að sverta viðkomandi sem allra mest og gera þessi tvö orð að skammaryrðum. 

 


mbl.is „Svokallaður“ dómari með fáránlega skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dónaskapurinn sem felst í því að tala um "so-called judge" er með ólíkindum og þetta gerir forseti Bandaríkjanna. Og Pence "saying prayer." En sjalla dúddarnir og nýrasistar á skerinu elska þetta.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 19:21

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

First They Came for the Jews
by Martin Niemöller

First they came for the Jews
and I did not speak out
because I was not a Jew.

Then they came for the Communists
and I did not speak out
because I was not a Communist.

Then they came for the trade unionists
and I did not speak out
because I was not a trade unionist.

Then they came for me
and there was no one left
to speak out for me

Ragna Birgisdóttir, 4.2.2017 kl. 19:57

3 identicon

Og einhver talar um "kuldatrúarmenn" þegar hann vill lítillækka einhverja sem ekki eru honum sammála og "túrbínutrix" ef aðgerðir einhverra eru honum á móti skapi. Menn sem hafa trú að verja en hafa engin skynsamleg rök grípa oft til uppnefna og orðskrípa. Sverta andstæðinginn þegar ekki tekst að upplýsa  um ágæti egin máls. Það er í okkar eðli, freistar okkar allra og ætti ekki að koma neinum á óvart. Best er þó að þannig málflutningur er ekki sannfærandi eftir 6 ára aldurinn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 22:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 22:47

6 identicon

mynd segir meira en 1000 orð.Þú ert góður Þorstein

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.2.2017 kl. 00:12

7 identicon

"Photo manipulation" með "fake text" blekkja ignorant fólk.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.2.2017 kl. 09:48

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðustu árin hefur margoft verið fullyrt af ákveðnum hópi manna, að það sé engin hnattræn hlýnun heldur fari loftslag jafnvel "hratt kólnandi". Þessir menn grípa upp fréttir af afmörkuðuðum kuldum sem sönnun fyrir því að loftslag á jörðinni hafi ekkert hlýnað. 

Ef einhver getur fundið betra samheiti en "kuldatrúarmenn" yfir þessa menn, væri ágætt að heyra tillögu um það. 

1970 ákvað stjórn Laxárvirkjunar að kaupa strax tvær stórar túrbínur í stórstækkaða Laxárvirkjun sem stjórnin hafði einsett sér að reisa með því að sökkva Laxárdal og veita Skjálfandafljóti inn í Kráká og vesturenda Mývatns. 

Þegar andæft var gegn þessu voru andófsmenn sagðir myndu bera ábyrgð á stórfelldu fjártjóni, af því að ef ekki yrði farið í þessar virkjanaframkvæmdir myndi óbreytt ástand valda stórfelldu fjártjóni í formi túrbínanna, sem yrðu einskis nýtar.

Á málflutningi sneri Sigurður Gizurarson verjandi andófsmanna ábyrgðinni við, því að Laxárvirkjunarmenn hefðu rokið í að kaupa túrbínurnar án þess að hafa gengið frá öðrum atriðum málsins, svo sem samningum við landeigendur eða eignarnám.

Stjórn Laxárvirkjunar yrði því um að kenna en ekki andófsfólkinu.

En ef einhver getur fundið betra nafn yfir hegðun virkjanamanna en "túrbínutrix" væri ágætt að heyra tillögu um það.

Og ef meira lýsandi heiti yfir það að keyra áfram stórfelldar framkvæmdir án þess að hafa lokið við nema lítinn hluta af því sem gera þarf væri fróðlegt að heyra tillögu.

Dæmi um slíkt "túrbínutrix" er þegar samið var við einn kaupanda rafmagns fyrir risaálver í Helguvík og byrjað að reisa kerskála álversins án þess að hafa samið við nema eitt af minnst tólf sveitarfélögum, sem reisa þurfti virkjanir í og leggja háspennulínur í gegnum.  

Ómar Ragnarsson, 5.2.2017 kl. 22:21

9 identicon

Ómar minn af hverju þarf að uppnefna þá sem trúa ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum.her er linkur sem ég fékk lánaðan af blöginu hans Magnúsar Sigurðarsonar her er líka talað út frá vísindalegum sjónarmiðum,

https://www.youtube.com/watch?v=GxERTlbAo7g

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.2.2017 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband