Teknir við keflinu af Pírötum.

Miðað við það hve stutt er liðið síðan kosið var og ný ríkisstjórn tók við, er merkilegt hve stór sveifla hefur orðið í fylgi stjórnamálaflokkanna í skoðanakönnunum. 

Vinstri græn hafa nú heldur betur tekið við því hlutverki af Pírötum að vera með langmest fylgi stjórnarandstöðuflokkanna og fylgi ríkisstjórnarflokkanna er langt frá því að vera viðunandi fyrir þá sem aðila að meirihlutastjórn.

Aðeins um þriðjungur þeirra, sem gefa upp afstöðu sína, fylgja þessum þremur flokkum, en tvöfalt fleiri fylgja stjórnarandstöðuflokkunum. 

Er það athyglisvert, því að enn sem komið er, hefur nýja stjórnin ekki haft mikinn tíma til að gera eitthvað sérstakt sem hægt er að nefna sem orsök þessara miklu umskipta.  

Nema að feluleikurinn með skýrslurnar tvær um aflandsfélögin og niðurfellingu vegna skulda, sem hafa verið mikið í umræðunni undanfarið, sé ástæðan. 


mbl.is Vinstri græn mælast stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Miðað við það hve stutt er liðið síðan kosið var og ný ríkisstjórn tók við, er merkilegt hve stór sveifla hefur orðið í fylgi stjórnamálaflokkanna í skoðanakönnunum.

Vinstri græn hafa nú heldur betur tekið við því hlutverki af Pírötum að vera með langmest fylgi stjórnarandstöðuflokkanna."

Ekki minnkar ruglið í þér, Ómar Ragnarsson.

Píratar fengu 14,5% atkvæða í alþingiskosningunum í haust en fengju 13,6% nú, samkvæmt þessari skoðanakönnun, sem er að sjálfsögðu ekki kosningar, frekar en þær skoðanakannanir sem sýndu á síðasta kjörtímabili að Píratar hefðu mest fylgi stjórnarandstöðuflokkanna.

Og munurinn á 14,5% og 13,6% fylgi er einungis 0,9%, sem er innan skekkjumarka.

Píratar fengu hins vegar 9,4% meira fylgi í alþingiskosningunum í haust en í alþingiskosningunum árið 2013 og Vinstri grænir 5,2% meira fylgi.

Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 15:19

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú einu sinni svo að það eru ekki skoðunarkannanir sem að ráða því hverjir eru á Alþingi, heldur eru það Alþingiskosningar.

Hvenær ættlar vinstraliðið að skilja muninn á þessu tvennu?

En ef að það er áhugi að fara til kosninga, þá er bara að kalla á Bjartmar og Jæja hreyfinguna og biðja þau um að vera með skrílslæti á Austurvelli, þá verður þingið rofið og gengið til kosninga.

Aldrei að vita hvað gerist, kanski verður það tveggja flokka stjórn næst, Sjallar og Viðreisn?

Skoðunarkannanir hafa sýnt það að það er ekki allt rétt sem kemur frá þeim, bæði á Íslandi og USA.

Kveðja 

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 15:59

3 identicon

Jóhann Kristinsson. "Hvenær ætlar vinstraliðið að skilja muninn á þessu tvennu?" Það skilja allir muninn á þessu, þurfum engar útskýringar frá "redneck in Texas." Það voru engin skrílslæti á Austurvelli, heldur mótmæli. Gaman að vita af einum mörlanda sem styður idiot eins og hann Trump.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 16:15

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei er ekki nema "die Schweizer" mættur og reinir að halda því fram að það hafi ekki verið skrílslæti á Austurvelli, heldur hafi það verið mótmæli á Austurvelli.

Ég var með skoðunarkönnun sem sýnir annað, 99,1% aðspurðra töldu það hafa verið skrílslæti, en ekki mótmæli.

Jamm, svona er hægt að fá niðurstöðu skoðanarkannana eins og sá sem framkvæmir sköðunarkönnuna vill.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 17:25

5 identicon

Eru Haukur og Jóhann bræður?

stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 17:30

6 identicon

Jóhann Kristinsson 17:25. Der Schweizer. Og Stefán Örn, eru allir Valdimarssynir á Skerinu bræður?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 17:49

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki fyri þig þá er það die Schweiser.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 18:12

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Stefán við,erum sistur die Schweiser var notað.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 18:13

9 identicon

Jóhann Kristinsson (18:13). Die Schweizerin. Og systir, en ekki sistir.

Please, shut up!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2017 kl. 18:23

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Ruglið í mér" er sem sé það að merkileg mikil sveifla hafi orðið á stuttum tíma þegar Vinstri græn auka fylgi sitt úr 15,9% upp í 27% eða fara langt með tvöfalda fylgið. 

Og Sjallar tapa á sama tíma fylgi úr 29% niður í rúm 23%.  

Staðreyndirnar eru þessar:  

1. Hlutföllin millli þessara tveggja flokka breytast úr 29-16 í 23-27. Breytast úr því að Sjallar séu með næstum tvöfalt fylgi á við Vg í það að vera með talsvert minna fylgi en Vg. 

2. Í stað þess að Píratar voru mestallt síðasta ár með miklu meira fylgi en Vg og tölurnar orðnar 14,5 - 16,9 í kosningunum  eru tölurnar nú 13,6 - 27. Vg með tvöfalt meira fylgi en Vg.

Þegar þessar tölur eru skoðaðar, og fullyrt að það rugl í mér að "þetta sé mikil sveifla og að Píratar séu búnir að taka við því hlutverki af Pírötum að vera langstærstir af stjórnarandstöðuflokkunum," væri fróðlegt að vita hvað sé svona mikið "rugl". 

Ómar Ragnarsson, 9.2.2017 kl. 21:32

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

die Schweiser (littla sistir), ertu nú komin í tjáningar lögregluna, hvenær gerðist það?

Af hverju ertu í svona vondu skapi, segir fólki að halda kjafti, það er ekki kurteisislegt að gera það die Schweiser.

En þú matt blaðra eins mikið og þú villt mín vegna.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 22:05

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Já, þú ert kexruglaður, Ómar Ragnarsson.

Fylgi Pírata hefur ekki minnkað frá alþingiskosningunum sem haldnar voru fyrir einungis þremur mánuðum, samkvæmt þessari skoðanakönnun.

Kosningar eru staðreyndir um fylgi og eru allt annað en skoðanakannanir, þar sem fjöldinn allur er óákveðinn eða vill ekki svara.

Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 22:16

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurvegarar alþingiskosninganna í haust voru Píratar og Viðreisn.

Fylgi Pírata þrefaldaðist í kosningunum og þeir fengu tíu þingmenn eins og Vinstri grænir, þannig að báðir flokkarnir eru næst stærstir á Alþingi.

Og Viðreisn fékk sjö þingmenn.

En þeir sem töpuðu mestu fylgi voru erkifjendurnir Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin.

Og fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið minna í hundrað ára sögu flokksins.

Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 22:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu á að miða við síðustu alþingiskosningar en ekki einhverjar skoðanakannanir þegar úrslit alþingiskosninganna í næstu viku liggja fyrir.

Píratar hafa aldrei reiknað með að fá 30% atkvæða í kosningunum og vinna þar að öllum líkindum stórsigur með margfalt meira fylgi en í síðustu alþingiskosningum.

Skoðanakannanir eru langt frá því að vera kosningar, fylgi í skoðanakönnunum getur sveiflast gríðarlega í sömu vikunni, eins og fjölmörg dæmi sanna, og fjöldinn allur er óákveðinn eða vill ekki svara í skoðanakönnunum.

Ungt fólk hefur miklu meiri áhuga á að kjósa Pírata en Samfylkinguna og lítur á flesta frambjóðendur hennar í efstu sætunum sem gamalmenni.

Þér finnst hins vegar allir yngri en fimmtugir vera ungir og miðar þar við sjálfan þig, Ómar Ragnarsson.

Flestir frambjóðendur Vinstri grænna í efstu sætunum eru einnig langt frá því að vera ungir og enda þótt foringi þeirra, Katrín Jakobsdóttir, sé fertug lítur hún út fyrir að vera að minnsta kosti tíu árum yngri.

Þar að auki þekkja flestir kjósendur Katrínu, enda hefur hún verið þingmaður síðastliðin níu ár, ráðherra í fjögur ár og er nú formaður flokksins.

Ungt fólk myndi á hinn bóginn yfirleitt ekki líta á Steingrím J. Sigfússon sem fulltrúa sinn á Alþingi, enda lítur hann út fyrir að vera gamall framsóknarmaður, sem snúa þarf í gang eins og gömlum Willys jeppa.

Og fjölmargir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi kjósa Vinstri græna í kosningunum í næstu viku eftir öll axarsköft síðasta formanns Framsóknarflokksins og útlit fyrir að flokkurinn fái einungis einn þingmann í því kjördæmi.

En það er engan veginn víst, enda eru skoðanakannanir ekki kosningar.

Steini Briem, 19.10.2016

Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 22:22

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur greinilega sáralítið lært þegar þú varst í menntaskóla, kannt ekkert í stærðfræði, frönsku eða þýsku og varla mellufær í ensku, enda þótt sagt sé að þú sért stúdent úr máladeild, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 9.2.2017 kl. 22:31

16 Smámynd: Már Elíson

Steini enn einn ganginn með persónulegar svívirðingar á Ómar, síðuhafa. - Þó að Steini sé "ekki allt í lagi" þá ætti hann alla jafna ekki að komst upp með þetta...eða er það ekki, Ómar ? - Þetta er komið út í talsvert meira en heimskulegar blammeringar, eins hann er nú þekktur fyrir.

Már Elíson, 10.2.2017 kl. 13:20

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mjög málefnalegt að nota níð í stað raka.  Ég er reyndar ekki stúdent úr máladeild, án þess að ég geti skilið hvað það kemur kosningatölum og niðurstöðum skoðanakannana við,  en Steini fer létt með að fullyrða að ég sé svo geðbilaður, heimskur, minnislaus og fáfróður að það sé ekkert að marka það frekar en annað sem ég segi.

Raunar er ég hættur að skilja almennilega af hverju hann hefur hertekið þessa einu bloggsíðu, sem er svona svakalega rugluð, í stað þess að láta ljós sitt skína á betri bloggsíðum að hans dómi.  

Ómar Ragnarsson, 10.2.2017 kl. 14:33

18 identicon

Er í alvöru ekkert lúsameðal til? Það hlýtur að vera hægt að loka svona síðum fyrir sludd- og skítkasti.

Í versta falli mætti festa birtingu færslna þar til síðueigandi hefur samþykkt þær. Og þú ferð hvurteðer inn á síðuna mörgum sinnum á sólarhring þannig að birting málefnalegra færslna þyrfti ekki að tefjast nema lítið. 

En allt er til vinnandi að losna við stöðugt lúsabit.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 10.2.2017 kl. 16:53

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fullyrt er hér að ofan: "Þér finnst allir yngri en fimmtugt vera ungir og miðar þar við sjálfan þig." 

Ég kem af fjöllum og áreiðanlega allir aðrir. Ég hef aldrei sagt þetta og aldrei skrifað þetta og mér finnst þetta ekki. 

En ég á víst ekki að fá að ráða því sjálfur, hvað mér finnst.

Ómar Ragnarsson, 10.2.2017 kl. 18:58

20 identicon

Þó að enginn hafi búist við því að Píratar fengju 30% í kosningum (og reyndar voru þeir komnir upp í 40% um tíma) þá er það ljóst að þeir hafa ekki náð aftur fyrri flugi, en VG fær núna mest af þeim "mótmælaatkvæðum" sem Píratar fengu í könnunum fyrir kosningar.

Sjálfsæðismenn hafa löngum haft lakara fylgi í skoðanakönnunum en í kosningum, og það sést her mætavel, í könnunum bæði fyrir og eftir nýafstaðnar kosningar. Þess vegna er ég ekki alveg á því að þetta sé nákvæm mynd af því sem yrði ef kosið yrði nú, þó að það sé ljóst að Sjálfstæðismenn hafa orðið fyrir skaða vegna formannsins.

Niðurstaðan er því sú að mig grunar að Steini Briem sé einfaldlega svekktur yfir því að VG hafi endanlega tekið við keflinu sem helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokks. Þó er það ekki virðingarvert að níðast á síðuhafa fyrir vikið, sem kemur fram nær ávallt á jákvæðann hátt (þó ég sé bara sammála honum u.þ.b. 25% af tímanum, en það er svo önnur saga).

Egill Vondi (IP-tala skráð) 10.2.2017 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband