Margfaldur Joseph McCarthy.

Á fyrstu árum sjötta áratugs síðustu aldar fór öldungardeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy mikinn sem formaður svonefndrar óamerísku nefndar þingsins. Hann stóð fyrir stórfelldum aðgerðum og rannsóknum þingnefndarinnar og leyniþjónustunnar á fólki, sem grunað var um að "vera andvígt bandarískum gildum" og "ógn við öryggi Bandaríkjanna." 

Hljómar kunnuglega?

Meðal þeirra sem fengu að kenna á þessum nútíma nornaveiðum og galdraofsóknum var Charlie Chaplin sem hraktist úr landi.

Ekki minnist ég þess að margir hér á Íslandi hafi mælt þessum ofsóknum bót og hamagangur McCarthys féll um sjálfan sig eftir nokkurra ára herferð.

Nú ber hins vegar svo við, að sjá má marga Íslendinga mæla miklu stórfelldari fyrirhuguðum ofsóknum Donalds Trumps bót.

Þeir segja, að í aðgerðum Trumps sé alls ekki um að ræða að hrekja fólk úr landi, heldur þveröfugt, að koma í veg fyrir innflutning hryðjuverkamanna.

Þessir meðmælendur aðgerða Trumps hafa greinilega ekki haft fyrir því að hlusta á ræður hans í kosningabaráttunni, eða þá að þeir velja það úr þeim, sem best hentar til að bera í bætifláka fyrir hann.

Loforð Trumps voru skýr og hann segist rétt vera að byrja að efna þau. 

Hann ætlar sér ekki aðeins að reisa múr á landamærum BNA og Mexíkó, heldur líka að ákæra og hrekja úr Bandaríkjunumm minnst tvær milljónir manna af mexíkóskum uppruna, sem séu "glæpamenn, nauðgarar og fíkniefnasalar" og þurfi að "hreinsa" landið af.

Og þetta er aðeins hluti af verkefninu mikla. Hann hefur lofað að margefla leyniþjónustuna og lögregluna svo að hægt sé með nákvæmum rannsóknum á fyrstu þremur kynslóðum múslima í Bandaríkjunum að "hreinsa" landið af þessu hættulega fólki. 

Hljómar orðalagið kunnuglega í hugum þeirra sem muna svipað hlutverk stofnana í Evrópuríkjum með heitum sem myndað var af skammstöfunum?

Þegar loforð og aðgerðir Trumps eru bornar saman við ofsóknir Joseph McCartys blikna þær illræmdu aðgerðir í samanburðinum.

McCarthy komst ekki með tærnar þar sem Trump hefur þegar hælana þegar hann hefur líka hafið herferð á hendur dómsvaldinu. 

 

Yfirleitt hafa Bandaríkjamenn skammast sín fyrir McCarthy og aðgerðir hans.

En nú er öldin önnur.   


mbl.is Með nýja tilskipun í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Þótt það skipti ekki máli í heildarsamhenginu, er rétt að gæta að því að McCarthy sat í Öldungadeild Bandaríkjaþings og var í nefnd sem kallast: "Senate Committee on Government Operations". Nefndin sem á Íslenzku hefur verið kölluð Óameríska nefndin var nefnd Fulltrúadeildarinnar og heitir á Amerísku House Committee of Unamerican Activities (HUAC) og þar sat Mccarthy aldrei, enda ekki í þeirri þingdeild.

Sennilegt er að HUAC hafi haft meiri bein áhrif á fjölda fólks en McCarthy nefndin, enda var hún við störf miklu lengur en hann. Fjöldi listamanna, rithöfunda, leikara og tónlistarmanna lentu í klónum á HUAC. Hvað sem öðru líður voru þessar nefndir báðar mjög svartur blettur á Bandaríkjunum, en Trump gæti ætlað að vera ennþá verri.

Jakob

Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 11:14

2 identicon

FBI-(Federal bureau of investigation) undir stjórn J. Edgar Hoovers's var janvel verri en McCarthy.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 11:36

3 identicon

HUAC og Mccarthy warð ekki ágengt. Kommúnistarnir tóku völdin og síðan hafa Bandaríkin verið á fallanda fæti, og heimurinn allur með þeim. 

Benni (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 12:44

4 identicon

Þið eruð ekki að skilja þetta félagar.

USA var í forystu í baráttunni við kommúnismann og fylgismenn hans sem vildu koma kúgandi og eyðandi hugmyndafræði sinni á Vesturlönd með blóðugri byltingu.

USA er nú aftur í forystu í baráttunni við islam og fylgismenn þess sem vilja koma kúgandi og eyðandi hugmyndafræði sinni á Vesturlönd með blóðugri byltingu.

Ekki furða hvað vinstrimenn og kommar laðast hvor að öðrum, sama kúgandi og eyðandi hugmyndafræðin. Mikið djö*** hvað sumir geta verið einfaldir.

Brynjar (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 12:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Mexíkóar væru múhameðstrúar.

Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 13:01

6 identicon

Fullkomlega rétt hjá Brynjari.
Islamistar (fasistar)og vinstri hjörðinn með kúgandi og eyðandi hugmyndafræði.
Lesið "Mannréttindasáttmála múslima" og ígrundið innihaldið vel. Þeir neituðu að undirrita Mannréttindasáttmála SÞ, enda er islam fasismi. Þessu fólki þarf að fylgjas með og helst að losna við.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 13:04

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Góð ábending hjá Ómari með McCarthey.  Þ.e. að líklega voru fáir hér uppi sem studdu aðgerðir og upplegg hans á sínum tíma.

Á þeim tíma virðast menn hafa tekið alveg eftir að svona aðgerðir gátu ekkert gengið upp því, - þá væru BNA ekkert skárri en sovét eða ofsa-kommunistar.

,,McCarthy hefur að mörgu Ieyti tekið sér starfsaðferði kommúnista til fyrirmyndar í baráttu sinni gegn þeim. Hann hefur stofnað til einskonar „terrors", þar sem beitt er hótunum, ógnunum og hverskyns öðrum aðferðum gegn þeim mönnum, sem hann hefur fengið einhvern grun á, og ásökunum er varpað fram að órannsökuðu máli í skjóli þinghelginnar, svo að segja má, að allir menn sé í hættu af honum, jafnvel þeir, sem alla tíð hafa verið andstæðingar kommúnista og jafnan sýnt þá afstöðu sína í verki — og löngu áður en nokkur hafði heyrt McCarthys getið eða vissi, að til væri þingmaður með því nafni. Með brölti sínu hefur McCarthy bakað Bandaríkjunum og lýðræðisríkjunum yfirleitt meira tjón en nemur þeim árangri, sem hann hefur fengið í leit sinni að kommúnistum."  (Visir 1954)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2017 kl. 13:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðir sem Donald Trump vill banna að koma til Bandaríkjanna eru einungis brot af þeim þjóðum þar sem meirihlutinn er múslímar.

Þar að auki er einungis örlítið brot af öllum múhameðstrúarmönnum hryðjuverkamenn.

Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 13:14

9 identicon

Steini!
Þetta örlitla brot er nóg. Allavega hefur það sýnt sig síðustu misseri.
Í allri Evrópu er verið að grípa þessi "örlitlu brot" og þarf að hafa mjög mikið fyrir því.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 13:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt grænlenskur maður myrði íslenska konu eru að sjálfsögðu ekki allir Grænlendingar glæpamenn.

Og ólöglegt að banna öllum múhameðstrúarmönnum í heiminum eða ákveðnum þjóðum að koma til Bandaríkjanna eða hingað til Íslands.

Meðalhófsreglan - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 14:20

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn bera ábyrgð á orðum sínum og Ómar Ragnarsson ber hér ábyrgð á skrifum nafnleysingjanna.

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 13.2.2017 kl. 14:30

12 identicon

Ómar Bjarki kommi er gott dæmi um grautarhugsun kommana, hann sér engan mun á aðferðum USA og Kommanna í Sovíet (og öðrum komma-löndum). Kommar beyttu fjöldamorðum, nauðungarvinnu, ránum, þvingunum og byssukúlum (á kostnað skattgreiðanda), og gera enn. USA beytti réttarkerfinu með opnum yfirheyrslum, opnum dómsölum, rétti til lögmanna (á kostnað skattgreiðanda) og gera enn. Kommúnisminn, eins og múhameðstrúin breytir mannsheilum í graut.

Brynjar (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 15:06

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er nefnilega ótrúlega góð ábending hjá Ómari Ragnarssyni.

Þ.e.a.s. að á tíma McCarthys fékkst varla nokkur maður til að styðja hann.

Núna stekkur fjöldi fólks fram og ver Trump/Bannon stjórnina, - og ekki bara það, - þeir vilja ganga lengra!

Sýnir bara að allt önnur stemming er nýna heldur en á 6. áratugnum.

Þá var auðvatað fasisminn,  ofsa-hægrimennskan og þjóðernishyggjan nýbúinn að ríða húsum með hörmulegum afleiðingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2017 kl. 15:23

14 identicon

Það mætti segja mér að Ísland sé eina landið í Evrópu þar sem þessir ignorant ekki-komma-tittir, oft á tíðum nýrasistar, eru sínk og heilagt röflandi um komma, sem eru ekki lengur til á skerinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 15:26

15 identicon

Einmitt, besta vörn komma í dag er að þykjast ekki vera kommi. Og enn sýnir sig komma-grautar hugsunarhátturinn. Segja nasista hafa verið ofsa-hægrimenn þegar sannleikurinn er að þeir voru þjóðernissinnaðir sósíalistar keyrðir áfram af hatri og öfund eins og erkifjendur þeirra kommar, kenna "ofsa-hægrimönnum" um hörmungar síðustu aldar sem voru verk vinstrimanna af öllum gerðum. Mikið djö*** hlítur að vera erfitt að vera kommi.

Brynjar (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband