Hver maður getur kortlagt hjá sjálfum sér. Þetta er ekki "fórn".

Það er augljóst að í stað þess að allt fram á þetta ár hefur ekkert gerst í þeim efnum að við Íslendingar tökum okkur tak í orkunýtingarmálum og að það er engin afsökun að skýrsla, sem augljóslega myndi leiða þetta í ljós, hafi ekki komið fram fyrr en nú. 

Sem er reyndar alveg forkastanlegt. 

Heyra má ramakvein á blogginu um það að íslenskir bílaeigendur eigi að þurfa að "blæða fyrir" það að 380 þúsund tonnum af kolum verði brennt á ári í nýjustu stóriðjufyrirtækjunum. 

Það er álíka hátt í það jafn mikið magn og stærsta álver landsin framleiðir af áli.Hjól Skóla-vörðustíg 

Hver maður getur vel fundið út hvernig hann persónulega getur minnkað kolefnisfótspor sitt. 

Menn líta hins vegar á slíkt sem "fórn". 

Það var að vísu hálfgerð tilviljun að ég fann leið til að minnka persónulegt kolefnisfótspor mitt um meira en 60% eins og ég hef lýst áður hér á síðunni, meðal annars til að bera af mér ásakanir um hræsni í þessum efnum. DSCN7968

En þetta hefur ekki falið í sér neina fórn, heldur þvert á móti, því að á hálfu ári, sem ég hef notað tvö hjól, rafreiðhjól og vespu-vélhjól til langflestra ferða sem ég þarf að fara bæði í borg og út um land, hef ég sparað um 80 þúsund krónur í eldsneyti og líkast til meira en tvöfalt meira í hlaupandi kostnaði fyrir hvern byrjaðan kílómetra. 


mbl.is Kortleggja kolefnisfótspor Eyjafjarðarsveitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott og vel hjá þér. Ég eyddi fyrstu 10 árunum mínum á skellinöðru og 4gengis mótorhjólum og tel að ég hafi gert gott og aukið gróður landsins og geri enþá nú á Ford E350 Clubwagon og ford Kugu báðir dísel. Ég er ekki það heiimskur að halda að ég muni valda heimsendi. Reikni hausar þessara svokölluðu mengunar hugmynd á Íslandi vinna gegn þjóðinni.

Það þegar matvæla framleiðendur s.s. sjómenn og bændur fá ekki afslátt á hvert tonn mengunar þegar þeir koma með 100 tonn af matvælum er dálítið skrítin útsetning og á meðan mega flugvélar og aðrir spúa því sem þeir vilja. Hundrað tonn er ágiskun út í loftið en en það sem ég er að segja að matvælaframleiðendur eiga að fá afslátt. Ég held með hugmynd Trumps sem hefir alltaf verið sú sama hjá mér og ástralíumenn eru löngu búnir að afskrifa þetta rugl. 0.2 til 0.6 C hækkun er ekkert í þeirra huga.Hér á landi hinsvegar þurfum við meiri hita.   

Valdimar Samúelsson, 14.2.2017 kl. 06:15

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég held að það sé svolítið sterkur leikur að hafa hjólið á afturkróknum og hjóla svo þegar maður kemur í þétta umferð í miðkjörnum bæja og þéttbýlis.

En þá þarf að vera pláss til að leggja bílnum.

Svo þurfa reiðhjólaverkstæði að vera í hverfum og ríkisvaldið gera beina samninga við forráðamenn þeirra eins og bændur og borga þeim beingreiðslur á hvert hjól sem þeir þjónusta.

Þá vantar í búvörusamninga, hvata, til að bændur einhendi sér í það að setja upp metanframleiðslu á landsbyggðinni. Þeir hafa, jú hráefnið í metanframleiðsluna, búfjáráburðinn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.2.2017 kl. 07:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.9.2013:

"Þeir sem eiga er­indi í miðbæ­inn virðast síður vilja leggja bíl­um sín­um í bíla­stæðahús­um miðborg­ar­inn­ar ef marka má mynd­ir sem ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins náði síðdeg­is í gær.

Á meðan bíla­stæðapl­an við Tryggvagötu, ná­lægt Toll­hús­inu, var þétt­setið og bíl­arn­ir hring­sóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bíla­húsi Kola­ports­ins við Kalkofns­veg.

Svo vildi til að það var bíll frá embætti toll­stjóra."

"Bíl­stæðin við Tryggvagötu voru full og mörg­um bíl­um var lagt ólög­lega."

Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði

Þorsteinn Briem, 14.2.2017 kl. 10:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2015:

"Meðan á framkvæmdunum stendur fækkar bílastæðum í Miðbænum en að þeim loknum innan þriggja ára er gert ráð fyrir að um eitt þúsund bílastæði verði í bílakjallara undir svæðinu."

Byggingaframkvæmdir við Tollhúsið (ekki rétt mynd með fréttinni)

Þorsteinn Briem, 14.2.2017 kl. 10:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2015:

"Marg­falt dýr­ara er að leggja í bíla­stæðahús­um í miðborg­um höfuðborga annarra landa á Norður­lönd­un­um en í Reykja­vík.

Í Osló er það frá þris­var og hálf­um sinn­um til sjö sinn­um dýr­ara en hér, jafn­vel þó miðað sé við fyr­ir­hugaða hækk­un á gjald­skrá bíla­stæðahúsa Reykja­vík­ur­borg­ar."

Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda

Þorsteinn Briem, 14.2.2017 kl. 10:03

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2015:

"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða.

Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."

Þorsteinn Briem, 14.2.2017 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband