Súrnun sjávar og mesti koltvísýringur í 800 þúsund ár "falsfréttir"?

"Falsfréttir" eru viðbrögð Donalds Trumps og fylgismanna hans bæði erlendis og hér á landi um allt það sem vísindastofnanir og alþjóðastofnanir hafa fram að færa um loftslagsmál og ratar í virtustu fjölmiðla heims. 

Allar staðreyndir, sem ekki passa við hugarheim þessara manna eru afgreiddar með þessu eina töfraorði: Falsfréttir. 

Samkvæmt þessu er súrnun sjávar "falsfrétt" og minnkun jökla og hafíss og hækkun meðalhita á jörðinni "falsfréttir."

Hæsti meðaltals lofthiti á jörðinni frá upphafi mælinga er "falsfrétt." 

Sömuleiðis er mesti koltvísýringur sem vísindin vita um í lofthjúpnum síðan fyrir 800 þúsund árum og mannkynið keppist við að dæla út í lofthjúpinn "falsfrétt." 

Hækkun sjávarborð sem með sama áframhaldi mun sökkva löndum, sem fóstra tugmilljónir manna, er "falsfrétt." 

Sú var tíðin að Walther Cronkite, Tom Brokaw, Peter Jennings, Dan Rather og dagskrárgerðarfólkið í 60 mínútum voru í hópi virtustu og traustustu fjölmiðlamanna heims.

Nú afgreiða íslenskir og erlendir Trumparar Dan Rather og aðra hans líka sem falsfréttamenn. 

Sem er annað orð yfir að hann og sömuleiðis helstu fjölmiðlar nútímans séu lygarar. 

Þegar allar staðreyndir, sem nútíma afneitarar óþægilegra frétta afgreiða sem "falsfréttir" og þar með lygar, verða þeir að búa til nýtt heiti á móti yfir þær fréttir og staðreyndir sem þeir telja sannar og réttar. 

Heitið er "alternate truth" eða "alternate facts", - gæti kallast "sannlíki" á íslensku. 

Með því að innleiða þetta í umræðuna er búið að snúa öllu á haus á undraskömmum tíma. Svart er hvítt, hvítt er svart, gott er vont og vont er gott. 

Í fyrrakvöld var varpað á skjá vestan hafs myndum af hinum nýju spámönnum í sjónvarpi, sem Trumparar nútímans trúa á og Trump sjálfur horfir að því er virðist eingöngu á af því að hann grípur alltaf upp það sem þeir segja og gerir að hinum nýja sannleika. 

Maður varð agndofa við að heyra hvað þessir nýju "sannleiksflytjendur" sögðu og héldu fram. 

Ég man þá tíð þegar umræðuefnið var svipað fyrirbæri og "alternate fact" og "alternate truth" eru nú, en þessar kenningar höfðu verið átrúnaður hundraða milljóna fólks um allan heim, meðal annars hjá nánasta heimilisvini foreldra minna, sem iðraðist þess að hafa látið blekkjast af fagurgalanum, sem haldið var að ungu fólki, atvinnuleysingjum og örvæntingarfullum öreigum aðeins áratug fyrr. 

Ég minnist þess þegar rætt var um að aldrei aftur myndi slíkt gerast, því að nú blöstu afleiðingarnar við. 

Þá var ég barn, sem hlustaði á þetta og trúði á betri tíð í ljósi þeirrar reynslu, sem mannkynið stóð frammi fyrir.

En ég reyndist síðar á ævinni verða enn meira barn, þegar ég hélt að aldrei myndi neitt hliðstætt gerast aftur varðandi það að staðreyndir yrðu gerðar að lygum, gott að vondu og vont að góðu. 

 

 


mbl.is Mikill meirihluti hefur áhyggjur af loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Súrnun sjávar, mesti koltvísýringur en oft verið heitara síðustu 800 þúsund ár. Hvaða ályktanir á þá að draga? Ætti ekki að vera miklu heitara? Er e.t.v. eitthvað annað sem ræður hitanum? Hálfsannleikur getur oft verið eins villandi og hrein lygi. Að segja ekki alla söguna og velja úr það sem styður málflutning hinna trúuðu er gamalt bragð sem virkar vel. Fyrr á tímum þótti fórnun geitar vera pottþétt og sönnuð leið til að breyta veðri. Sögur sem bentu til annars fengu engan hljómgrunn og gleymdust meðan hinum var haldið til haga.

Annað trikk er að fá stóran hóp jámanna og gefa í skyn að þeir hafi meiri þekkingu en aðrir. Ómar Ragnarsson er háskólamenntaður og telst því með vísindamönnum sem telja loftlagsbreytingar vera af manna völdum. Mér er ekki kunnugt um að Ómar Ragnarsson hafi sérstaka menntun eða þekkingu á loftlagsmálum þó hann flokkist hjá trúuðum sem vísindamaður eins og aðrir lögfræðingar, félagsfræðingar, guðfræðingar, tannlæknar o.s.frv.

Vagn (IP-tala skráð) 17.2.2017 kl. 09:53

2 identicon

hvernih menn fá það út að hiti hafi hækkað í heiminum veit ég ekki í bestafalli staðbundið. veit ekki hvort suðurskautið felst á það og þau dýr sem lifðu þar forðum daga. eins sína blöntuleyfar hér um slóðir að ekki var altaf kalt hérlendis. heimsálfur færast til að eitt og sér breitir loftslagi.  vegna óstöðugleika jarðar er ísland komið á suðrænar slóðir senilega svipað veður nú og var á 17.öld. sen skýrir kanski kuldana í mongólíju sem hefur færst norðar. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.2.2017 kl. 11:13

3 identicon

Á hverju ári er brennt álíka miklu af jarðefnaeldsneyti og myndaðist á milljón árum.

Hvers vegna eru sumir svo æstir á móti því að dregið sé úr notkun þess?  Hvað er svo slæmt við það?

Rýrnun hafíss og jökla blasir við hverjum sem það vill sjá og súrnun sjávar er auðvelt að mæla.

Segjum svo að ekki sé sannað að loftlagsbreytingar stafi af mannavöldum, eru það rök fyrir því haldið sé áfram á sömu braut, má náttúran ekki njóta vafans?

Dauðasyndirnar eru víst sjö, ég held að græðgin sé þar efst á blaði.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.2.2017 kl. 11:51

4 identicon

Afneitun íhaldsmanna á loftslagsbreytingu af mannavöldum vegna brennslu jarðeldsneytis og útblástri á CO2 og vatnsgufu er orðið hreinn dogmatism, þar sem rannsóknir, mælingar og útreikningar okkar bestu vísindamanna skipta engu máli. Skólabókadæmi um ignorance og óskhyggju. Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst af hverju hægri menn taka þessa afstöðu, en þetta stóra mál á ekkert heima í pólitík og pólitísku þrasi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2017 kl. 12:57

5 Smámynd: Már Elíson

Haukur - Þarna skildurðu eftir í loftinu einhverja bestu setningu í langan tíma..:"Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst af hverju hægri menn taka þessa afstöðu, en þetta stóra mál á ekkert heima í pólitík og pólitísku þrasi.."

Þetta er ÖLLUM óskiljanlegt en menn fæðast með litningagalla skilt mér. - Heilkenni ?? - Veit það ekki.

Af hverju eru "hægri menn" ekki húmaninstar ? - Afhverju fyrirlíta "hægri menn" lítilmagnann ? Afhverju misnota "hægri menn" sér minnimáttar ? - Ahverju er BB svona og Benni svona ??

Már Elíson, 17.2.2017 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband