"Look, what´s happening yesterday evening in Sweden!"

Nú eru komin fram óræk gögn um það hvernig búið var til með prettum viðtal, sem var aðal uppistaðan í þeirri mynd á stöðinni Fox sem Trump Bandaríkjaforseti hafði séð og hafði fræg áhrif á hann.

Ljósmyndarinn, sem tók myndina, er búinn að skoða frumupptökuna og staðfestir það sem lögreglumennirnir tveir sögðu um þessi óheiðarlegu vinnubrögð.

Þarna er dæmi um það sem Trump hefur kallað "alternate truth" eða "alternate facts" (á íslensku "sannlíki") og á að vera hið rétta, en annað, sem ekki passar við það eru "falsfréttir."

Í eftirá skýringunni hjá fylgjendum Trumps var sagt að þetta hefði hann átt við, en ekki eitthvert hryðjuverk sem hefði gerst kvöldið fyrir ræðuna.

Og núna liggur fyrir hverni þessi "sannleikur" forsetans varð til. Fróðlegt.  


mbl.is Frétt Fox lygi og útúrsnúningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 18:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Upp um Tuma allt komst loks,
agalega lyginn,
alveg er hún ferleg Fox,
fólið Trump útmiginn.

Þorsteinn Briem, 23.2.2017 kl. 19:51

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Ómar

Það er önnur grein/frétt í Dagens Nyheter um þetta mál sem lesast verður áður er Mogga"fréttin" er gleypt hrá:

Hún er á ensku: Filmmaker Ami Horowitz strikes back against the criticism from two Swedish policemen and a cinematographer who have accused him of distorting an interview

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.2.2017 kl. 20:15

5 identicon

Horowitz er spurður; Would you be willing to show us the raw material to prove that your information is correct?

Og Horowitz svarar;”A filmmaker doesn’t do that. No filmmaker is asked to show their material, Michael Moore is never asked to show his material. I am not trying to hide anything. It’s just not what filmmakers do.”

En það er nákvæmlega það sem heiðarlegir þáttaagerðarmenn gera komi upp ásakanir um blekkingar á klippiborðinu eins og hér. Þeir birta óklippt efni. En þetta er vörn sem oft heyrist frá höfundum á hægri öfgasíðum þegar frásagnir þeirra virðast vera uppspuni. Og það er greinilega til fólk sem trúir svona fáránleika.

Vagn (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 21:45

6 identicon

What we have in Sweden is not really shown or reported in other countries. The mass burning of cars and buildings nearly every week in different places. The stabbing to death of a Swedish mother and son in IKEA last summer - by a Somali man who feared his application for asylum would be turned down. He will now be jailed - but for how long until he is freed ? It is hushed up by the general populatioin- , I dont have a clue why.

Donald Trump needs to show everyone what is happening in Sweden - for Sweden will not.

Merry (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 21:50

7 Smámynd: Mofi

https://twitter.com/wikileaks/status/688999781193117696?lang=en

Mofi, 23.2.2017 kl. 22:11

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Krækjan í þessum Twitter þræði leiðir mann inn á sænska dagblaðið Expressen og þar er haft eftir blaðamönnum á ýmsum sænskum fjölmiðlum  að þeir þegi yfir vandamálunum til að koma í veg fyrir að fólk kjósi ákveðinn stjórnmálaflokk í landinu: Bein krækja: Journalister vinklar för att inte gynna SD.

Ef þetta er rétt þá er um samsæri gegn þjóðinni að ræða. Persónulega efast ég ekki um að þetta er rétt. Ég þekki Svíþjóð ágætlega. 

Fyrir tveim árum sagði þá nýlega hættur blaðamaður á sænska ríkissjónvarpinu (SVT) að þeim hefði af yfirvöldum verið bannað tala nema á jákvæðum nótum um innrás innflytjenda í landið. Að öðrum kosti yrðu þeir reknir. Sú skipun átti að hafa komið til stofnunarinnar frá æðstu stöðum framkvæmdavalds landsins.

Ja hérna.

Gunnar Rögnvaldsson, 23.2.2017 kl. 23:03

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér að framan er mikið um fullyrðingar. En eitt gagnið hefur sérstöðu og er óhrekjanlegt : Hráefnið, sem sýnir í heild viðtölin óklippt við lögreglumennina tvo. 

Ómar Ragnarsson, 23.2.2017 kl. 23:51

10 Smámynd: Mofi

Wikileaks hefur vanalega staðið sig vel

Mofi, 24.2.2017 kl. 08:08

11 identicon

Ég hélt að aðalatriðið væri, hvað er að gerast í raunveruleikanum, en ekki eitthvað sem menn segja í viðtölum. Í Svíþjóð er diktatur og opinberi starfsmenn missa einfaldlega starfið ef þeir er ekki PK -politiskt korrekt-.
Í Svíþjóð er í raun og veru að gerast harmleikur, þar sem allir stjórnmálaflokkar hafa árum saman sameinast um og neitað að ræða við Svíþjóðardemokrata. Könnun í dag sýnir að SD er stærsti flokkurinn í landinu. Svíar er loksins farnir að sjá lygarnar og þöggunina í öllum opinberum miðlum sem eru nánast undantekningarlaus vinstri grýlur.
Atlagan að Peter Springare, af hans yfirmönnum er æpandi opinberun um demokraturinn og hræðsluna í fóki í Svípjóð.
Í nánast tvo áratugi man ég aldrei eftir að hafa haft orðræðu um stjórnmál við svía. Þeir forðast það eins og heitann eldinn. Enginn vill fá á sig rasitastimpilinn. Sorglegt.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 24.2.2017 kl. 16:04

12 identicon

http://www.friatider.se/regeringen-man-maste-forandras-for-att-stoppa-valdet

Hér er dóms-og innflytjendaráðherra með 10 ára áætlun um að -kenna múslimum mannasiði og fá þá til að hætta ofbeldinu á konum- Er þetta ekki viðurkenning á vandamáli með fasistana sem flæða inn í landið?

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 24.2.2017 kl. 16:28

13 identicon

The highest number of returning jihadists are in Gautaborg, where there are too often shootings of kalashnikovs in the streets and where hand grenades are thrown at buildings and recently through a window of an apartment where a child was killed. 

After all these years of managing to stop the spread of this reality it is becoming known to the outside world. Swedish politicians have ruined the once great country of Sweden.

Merry (IP-tala skráð) 24.2.2017 kl. 19:25

14 identicon

Það má alveg geta þess, að litli drengurinn sem var myrtur með handsprengju var í heimsókn hjá ættingjum í blokk við hliðina á blokkinni sem við bjuggum í þegar við bjuggum í Gautaborg.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 24.2.2017 kl. 20:03

15 identicon

Æ Valdimar ! 

https://www.reddit.com/r/sverigedemokraterna/comments/5sp05b/den_stora_tr%C3%A5den_om_peter_springare/ 

Merry (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 12:17

16 identicon

 Merry, þakka og vonandi lesa sem flestir þessa umfjöllun um eineltið hjá sænsku PK fjölmiðlunum þegar sannleikurinn er upplýstur.
Vandamálið er að fólk og sérstaklega fólk í afneitun, vill misskilja umræðuna.
Svíþjóð er frábært land að lifa í. Landið er falleg og veðurfar gott og dagvinnann stendur undir lífsviðurværinu. Svíar eru mjög hjálpsamir og gott að umgangast, enda þreifst ég vel í næstum tvo áratugi og sé ekki eftir einum einasta degi.
Innflytjendamálin eru mjög staðbundin við úthverfi stærri bæja og borga og vandamálið er að það er svo lítill hluti, eða áætlað 20-40% eru alvöru flóttamenn. Fólk sem kemur frá mjög framandi kúltur eins og fasistaríkjunum í Mið-Austurlöndum tekur ekki tilsögn, enda með besta kúltúrinn og trúarbrögð.
Þetta eiga forráðamenn vestrænna ríkja að vita, en þeir gefa sig undan þrýstingi og hávaða GGfólkisinn, sem hefur engan skilning á vandamálinu og sér ekki hvað er framundan. Nú eru svíar að viðurkenna að þeir hafi tekið á móti of mörgum á of skömmum tíma-en það er of seint. Glæpirnir eru staðreynd.
Fasistarnir geta aldrei sameinast lýðræðisstefnu okkar, enda er þeirra fasistastefna rétt með sharialögum og öllu sem því fylgir. 

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 13:46

17 identicon

Takk Valdimar

 Its right to say that if they can choose where they will stay, they will choose places where there are already large numbers of people like them - such as Malmö , Gautaborg og Stokkholm. Thats where most of the problems arise, where they dont assimilate to Swedish values and deny Swedish habits - they want Sweden to change and to allow them their Sharia Law and everything that goes along with it. The Swedish way to prevent these so called "no-go areas" is to try and distribute these immigrants all around in Sweden- but this is just spreading out the problem to all areas in Sweden. It seems that no-one in Sweden are far away from the foreign culture that their government have imported. A culture that does not mix happily with theirs. It would seem that Sweden will become as a middle-east country in a few years time, and it would seem that your good memories of your time in Sweden will be just that - memories, I am sad to say.

Merry (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 16:05

18 identicon

Já, hvað gerðist í Svíþjóð í gær?

http://avpixlat.info/2017/02/20/minst-30-35-bilar-brann-eller-vandaliserades-under-natten-mot-sondag/+
Aðeins 35 bílar á einni nóttu. Hitt er annað mál að það brenna bílar í Svíþjóð hverja einustu nótt og hafa gert í mörg ár.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband