Klofstuttir björgunarsveitarmenn.

Snjórinn í morgun mældist 51 sentimetri og var víðast jafnfallinn. 

Á meðalháum manni er hné í um 50 sentimetra hæð, en klof í um 75 sm hæð. 

Klofstuttir hafa þeir því verið, mennirnir, sem sagt er frá í tengdri frétt á mbl.is, að hafi vaðið 51 sm snjó upp í klof. 

Og líkast til ekki nema um 1,30-1,40 á hæð. 

 

Þetta´eru engir meðalmenn, 

sem margir ausa lofi. 

Við hreystiverkin hamast enn

með hné sín uppi´í klofi. 

 

Nei, annars, bara smá grín, ég var sjálfur björgunarsveitarmaður áratugum saman, og veit að þeir hafa húmor fyrir sjálfum sér. 

 

 

 

 

 


mbl.is Óðu snjóinn upp í klof með sjúkrabörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband