"The show must go on!"

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, "Hansa", hefur skinið eins og sól á íslenskum leikhúshimni undanfarin ár, og því er mikill sjónarsviptir af henni, ef hún dregur sig nú i hlé. 

Leikhúsunnendur leyfa sér þó að vona að hún verði ekki lengi fjarverandi frá leikhúsunum. 

En ákvörðun hennar er skiljanleg. Leikhúsið er harðasti húsbóndi, sem hugsast getur eins og orðtakið "The show must go on" ber glögglega með sér. 

Fyrir leikhúsrottur er krafan algild og byggist á því að leikhúsið verður, eðli máls samkvæmt, að geta treyst því að allir þátttakendur mæti.

Þegar ég var í þessu hér um árið, var ekki hægt að fá að vita fyrirfram nema með frekar stuttum fyrirvara hvenær næstu sýningar yrðu.. 

Það þýddi að þýðingarlaust var að taka þátt í neinu öðru en í leikhúsinu, nema með mjög stuttum fyrirvara, og ef það var sýning sem rakst á eitthvað annað, hafði leikhúsið alltaf forgang.

Strax þegar ég tólf ára gamall þurfti að leysa það vandamál að æfingar á Vesalingunum í Iðnó stóðu fram á nótt, en útivist mín í miðborginni að næturlagi var ekki lögleg. Niðurstaða: Leikhúsið hafði forgang, "the show must go on!" 

Fyrir aðeins rúmu ári axlarbrotnaði ég við að falla fram af leiksvíði í nýbyrjuðu atriði á Sólheimum í Grímsnesi. Að sjálfsögðu breytti það engu og atriðið var klárað. 

Hið harða kjörorð teygir sig yfir í skyldar greinar, svo sem kvikmyndagerð. 

Þegar þyrla flaug á streng við Sjónvarpshúsið og hrapaði þar til jarðar, beindist allt hjá Erni Sveinssyni, kvikmyndatökumanni, að því að vernda myndavélina og halda kvikmyndatökunni áfram í gegnum hrapið, brotlendinguna og það sem gerðist í framhaldi af henni. 

Sjálfur á ég í minningunni áherslan á að bjarga myndatökuvélinni og gleyma því að sjálfur var ég í lífshættu, einn á hvolfi í bíl, hálffullum af vatni í ískaldri á um hánótt í febrúar. 

Rembdist við að reyna að binda vélina upp í pedalana á meðan ég hefði átt að vera að reyna að komast út úr bílnum áður en kuldinn tæki mig! 


mbl.is Þreytt á að mæta manninum í dyragættinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband