Mjótt bil frá stolti til hroka og rembings.

Þegar Þjóðverjar höfðu verið niðurlægðir í Versalasamningnum 1919 og settir afarkostir um framtíð sína, var við því að búast, að ef þeir fengju leiðtoga, sem vildi "endurvekja þjóðarstoltið" og "veldi Þýskalands". 

Upphaf kreppunnar miklu jók á þessa niðurlægingu þýsku þjóðarinnar, þar sem milljónir fólks missti eigur sínar. og þegar fram kom "sterkur leiðtogi" náði hann völdum, og stórefling hernaðarmáttar ríksins fylgdi í kjölfarið.

Því miður reyndist bilið mjótt frá stolti til hroka og rembings með skelfilegum afleiðingum.

Hvergi nærri er um að ræða þá "niðurlægingu" Bandaríkjanna mú, sem sé sambærileg við niðurlægingu Þjóðverja á millstríðsárunum.

Þess vegna veldur svipað orðaval Donalds Trumps eðlilegum áhyggjum, ekki síst sú skoðun hans að það sé friðvænlegt og auki öryggi borgaranna að stórefla herinn á sama tíma og slegnar verði af sjúkratryggingar innanlands og aðstoð við þjóðir í örbirgð.

Erfitt er að sjá, að öryggi um 20 milljóna Bandaríkjamanna verði aukið með því að svipta þá sjúkratryggingum og nota peningana í hernaðarbrölt og jafnvel stríðsrekstur erlendis. 

Athyglisvert er að meira en 100 foringjar í Bandaríkjaher hafa skorað á forsetann að endurskoða hina vanhugsuðu stefnu hans.  .   


mbl.is Þjóðarstoltið verði endurvakið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn.

Ákærðir verða Geir H. Haarde sem þáverandi forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen sem fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson sem viðskipta- og bankamálaráðherra.

Í Landsdómi sitja fimm hæstaréttardómarar, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands og átta einstaklingar sem Alþingi kýs.

Steini Briem, 12.4.2010

Kosning Alþingis í Landsdóm 11. maí 2005:

"
Kosning átta manna í landsdóm og jafnmargra varamanna til sex ára, skv. 2. gr. laga nr. 3 19. febrúar 1963, um landsdóm.

Aðalmenn: Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson lögmaður, Dögg Pálsdóttir hrl., Brynhildur Flóvenz lögfræðingur."

Þorsteinn Briem, 6.3.2017 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband