Virkilega ekki orð um húsnæðismálin í stjórnarsáttmálanum?

"Yfir kaldan eyðisand  /

einn um nótt ég sveima. /

Nú er horfið Norðurland, /

nú á ég hvergi heima."

Þessi kviðlingur hefur verið Íslendingum kunnur og fangað huga margra, enda er þung áhersla á síðustu setninguna: "Nú á ég hvergi heima." 

Hún vísar til frumþarfar fólks, að hafa þak yfir höfuðið, annað af tveimur skilyrðum fyrir mannsæmandi lífi, "matur og húsaskjól."

Í tengdri frétt á mbl.is ræða reyndir fasteignasalar um það að þeir muni ekki eftir öðru eins ástandi á húsnæðismarkaðnum í áratugi. 

Hin elstu okkar muna eftir húsnæðisskortinum eftir stríðið þegar fólk hafði þyrpst til Reykjavíkur, en líklega þarf að fara alla leið þangað aftur í tímanum, meira en 70 ár, til að finna dæmi um meiri húsnæðiseklu en nú ríkir. 

Ég ólst upp í húsnæði, sem foreldrar mínir keyptu fyrir uppgrip af endalausri vinnu sem stríðárin buðu upp á, en til þess að geta komist yfir húsnæðið, sem var hæð og ris, þurfti að leigja út sjö af átta herbergjum og láta sex manna fjölskyldu okkar sofa í einu herbergi. 

Neita sér um "munað" eins og síma, ísskáp o. s. frv. 

En tæpum áratug síðar sást árangur af húsnæðisstefnu, sem meðal annars leiddi af sér byggingu heils hverfis í Reykjavík, svonefnds Smáíbúðahverfis sunnan við austasta hluta Sogavegar. 

Í viðamiklum kjarasamningum 1964 og 1965 var samið um húsnæðisátak, sem meðal annars fæddi af sér Breiðholtshverfið. 

Ríkisstjórnum þessara áratuga voru mislagðar hendur um ýmsa hluti eins og gengur, en húsnæðismálin voru samt ofarlega á baugi, jafnt hjá sveitarfélögum sem ríkisvaldinu. 

Þess vegna vekur það spurn þegar horft er upp á ráðleysið og uppgjöfina, sem nú ríkir í þessum málum. Er virkilega ekki orð um húsnæðismálin í stjórnarsáttmálanum? 

Er virkilega svo mikil ánægja með ástandið, sem framundan er, að þeir, sem reyna að benda á þörfina á úrræðum eru sakaðir um að predika "ónýta Ísland" og að draga úr kjarki til aðgerða með "nöldri"? 

Með umræðu af því tagi er hlutunum snúið við og hvatt til þess að loka augunum fyrir brýnu viðfangsefni og láta sem engin þörf sé fyrir aðgerðir. 

 

 


mbl.is Fjórða tilboði hafnað og brast í grát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ástandið í húsnæðismálum hér er þjóðarskömm.Það er svo sannarlega að koma í ljós geðveikin sem frjálslynd öfl boðuðu um að markaðurinn sæi um sig sjálfur. Það felst í því að græðgiðsliðið sem kom peningum undan í hruninu er nú að kaupa upp allt íbúðarhúsnæði um allar koppagrundir og selja þær aftur á okurverði.Íslenska þjóðaríþróttin sem er græðgi er í hæstu hæðum í boði stjórnvalda sem hugsa nákvæmlega eins og láta sig ekkert varða um fólkið hér í landinu sem er margt í hrikalegum aðstæðum. Djöflaeyja svo sannarlega.

Ragna Birgisdóttir, 4.3.2017 kl. 12:07

2 identicon

Fólk er örvæntingarfullt. Það vill kaupa áður en spádómur bankanna um 30% hækkum á næstu 3 árum rætist. Þetta er auðvitað með öllu óásættanlegt. 

Toni (IP-tala skráð) 4.3.2017 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband