Dagurinn orðinn lengri en nóttin.

Þótt vorjafndægur verði ekki fyrr en 21. mars er dagurinn í raun þegar orðinn lengri en nóttin, ef alþjóðleg skilgreining á degi og nótt er notuð. Móskarðshnjúkar 5.3.17

Og í gær voru árleg tímamót í því efni, og af því tilefni eru settar hér inn þrjár myndir, teknar á hinum bjarta sunnudegi, sem nú er að kveldi komin. 

Á einni er horft til Móskarðshnjúka, annarri yfir Kollafjörð til Esjunnar, og sú þriðja af speglun góða veðursins í gluggum blokkarinnar, sem ég bý í. 

Sú skilgreining, sem notuð er til dæmis í flugi, miðar við það hvort sólin sé meira eða minna en 6 gráður undir sjóndeildarhringnum. Kollafjörður 5.3.17 (2)

Í fyrradag, 3ja mars, komst sólin upp fyrir 6 gráðurnar klukkan 7:43 að morgni, og var sigin niður fyrir 6 gráðurnar klukkan 19:41. Nóttin var sem sagt tveimur mínútum lengri en dagurinn. 

En í gær, 4. mars, komst sóls sólin klukkan 7:40 upp fyrir 6 gráðurnar, en seig niður fyrir 6 gráðurnar klukkan 19:44. 

Dagurinn var sem sagt orðinn 4 mínútum lengri en nóttin og í dag er dagurinn 9 mínútum lengri en nóttin. Fróðengi 5 5.3.17

Það hefur verið fallegt og bjart vetrarveður undanfarna daga, en í slíku veðri nýtur birta sólarinnar sín vel, þótt hún sé enn 6 gráður eða minna undir sjóndeildarhringnum. 

Það gerir neðstu myndina svolítið skemmtilega að fjallið, sem sést speglast í efrir gluggaröðinni, er dálítið torkennilegt. 

En það er engin furða, því að þetta speglast á gluggunum og Kerhólakamburinn snýr því öfugt, eða spegilvent, vinstri er hægri og hægri er vinstri.


mbl.is Hlýnandi veður í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tímabilið sem kallast nótt í fluginu skýrgreinist á þýsku svona: Tíminn frá "Bürgerlichen Abenddämmerung" til "Bürgerlichen Morgendämmerung." Þetta orðalag fannst mér dálítið merkilegt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 20:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér í  Reykjavík í dag, 5. mars, var dögun klukkan 5.40, birting kl. 7.33, sólris kl. 8.20, hádegi kl. 13.39, sólarlag  kl. 18.59, myrkur kl. 19.47 og dagsetur kl. 21.41.

Á Akureyri var sólris kl. 8.08 og sólarlag kl. 18.41 en  í Vestmannaeyjum var sólris kl. 8.13 og sólarlag kl. 18.54.

Í Reykjavík í dag gat sólin því skinið í tíu klukkustundir og 39 mínútur, á Akureyri í tíu klukkustundir og 33 mínútur og í Vestmannaeyjum í tíu klukkustundir og 41 mínútu.

"Í almanakinu telst dögun þegar sólmiðjan á uppleið er 18° undir sjónbaug (láréttum sjóndeildarhring) og dagsetur þegar sól er jafnlangt undir sjónbaug á niðurleið. Er þá himinn aldimmur yfir athugunarstað.

Birting og myrkur reiknast þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug en það er nálægt mörkum þess að verkljóst sé úti við.

Sólris og sólarlag teljast þegar efri rönd sólar sýnist vera við sjónbaug og  þá er reiknað með að ljósbrot í andrúmsloftinu nemi 0,6°.

Hádegi er þegar sólmiðjan er í hásuðri og. miðnætti (lágnætti) er hálfum sólarhring síðar.

Sólarhæð (H°) er hæð sólmiðju á hádegi og þá er ljósbrot meðreiknað."

Almanak Háskóla Íslands árið 2017 - Sólargangstöflur

Þorsteinn Briem, 5.3.2017 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband