Norðmenn þeysa langt á undan okkur.

Fréttirnar frá Noregi um að meira en helmingur af sölu nýrra bíla þar í landi séu raf- og tengiltvinnbílar sýnir vel hve órafjarri við erum enn frá því að taka forystu á heimsvísu í því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda og minnka kolefnisfótspor okkar meira en nokkur önnur þjóð. 

Að vísu hillir nú undir að dreift verði hraðhleðslustöðvum og venjulegum hleðslustöðvum um landið, en sala raf- og tvinntengilbíla er enn langt á eftir því sem er í Noregi. 

Ég var að kynna mér lauslega ástandið eins og það er núna með því að skoða möguleikann á því að aka á rafbíl milli Reykjavíkur og Egilsstaða í gegnum Akureyri. 

Á þeim rafbíl, sem ég hafði til skoðunar, og gæti verið á verði, sem "litli maðurinn" ræður við, verður að vera hægt að komast í rafmagnstöflu sem er þolir 16 amper. 

Hvergi er hægt að finna neinn lista yfir slíka staði þannig að næsta skref, ef tími vinnst til, er að fara hringja út og suður, norður og austur til að komast að því hvort það er á annað borð mögulegt að komast annað hvort norðurleiðina eða suðurleiðina á rafbíl milli Reykjavíkur og Egilsstaða. 

Á meðan fjarlægjast Norðmenn okkur hratt í þessum málum. 


mbl.is Helmingur raf- eða tvinnbílar í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Þeir hafa 5.000.000. ástæður fyrir því að vera á undan okkur og svo eru þeir eiginlega við og við þeir þannig að við erum eiginlega jafnir þeim og eigum jafnt í þessu.

Baah...að ég skyldi muna þetta !

Már Elíson, 6.3.2017 kl. 15:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn föstudag:

"Mik­ill áhugi á upp­bygg­ingu nets hleðslu­stöðva fyr­ir raf­bíla reynd­ist fyr­ir hendi þegar Orku­sjóður aug­lýsti styrki til að efla innviði fyr­ir raf­bíla á landsvísu í ná­inni framtíð.

Alls bár­ust 33 um­sókn­ir upp á 887 millj­ón­ir króna en til ráðstöf­un­ar var 201 millj­ón króna til út­borg­un­ar árin 2016 til 2018.

Sex­tán verk­efni urðu fyr­ir val­inu og seg­ir Orku­sjóður að hægt verði á grunni þeirra að byggja upp heild­stætt net hleðslu­stöðva fyr­ir flesta lands­menn
og þannig stigið stórt skref í raf­bíla­væðingu Íslands.

Auk sex sveit­ar­fé­laga hlutu tíu fyr­ir­tæki styrki úr sjóðnum.

Verða 42 hraðhleðslu­stöðvar og 63 hefðbundn­ar stöðvar sett­ar upp um allt land á veg­um verk­efn­is­ins eða alls 105 stöðvar."

Mikill áhugi á uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 6.3.2017 kl. 16:28

4 identicon

Fréttirnar frá Noregi um að meira en helmingur af sölu nýrra bíla þar í landi séu raf- og tengiltvinnbílar segir ekkert um útblástur gróðurhúsalofttegunda. Er kolefnisfótspor Norðmanna að minnka eða eru þeir bara að fjölga bílum? Er aðal bíllinn að stækka? Það er ekki gefið að fjölgun rafmagnsbíla fækki eða minnki notkun á bensínbílum og dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Hvað þarf ég að eiga marga rafmagnsbíla til að setja Ísland í forystu væri ég sá eini sem ætti og notaði rafmagnsbíla? Ef ekki eru gefnar allar nauðsynlegar upplýsingar um útblástur þá gætum við ekki gert alvöru samanburð. Og þessvegna sagt notkun þína á rafmagnshjóli setja okkur í forystu á heimsvísu í því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda og minnka kolefnisfótspor okkar meira en nokkur önnur þjóð.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.3.2017 kl. 17:21

5 identicon

Árið 2006 voru 1,931 rafbílar í notkun í Þýskandi, árið 2016 hinvegar 25.502 og kúrfan vísar upp, exponential. Hver er þessi Hábeinn sem er allt of oft með bullshit ummæli hér á síðu Ómars?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2017 kl. 17:53

6 identicon

Haukur, það er ekki bullshit að fjöldi bíla segi ekkert um hver notkunin er. Mengun frá umferð er aðalatriðið en ekki fjöldi rafmagnsbíla í bílskúrum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.3.2017 kl. 18:43

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt upplýsingum sérstaks norsks gests á ráðstefnu um rafbíla fyrir þremur árum, þess sem helst ætti að vita um rafbíla þar í landi, er reynslan í Noregi að rafbíllinn er oftast annar af tveimur bílum á heimilinu, og að rafbíllinn er bíll númer eitt, en jarðefnaknúni bíllinn númer tvö. 

Fullkomlega rökrétt, því að rafbíllinn nýtur sín í borgarumferð, sem er að jafnaði um 90 prósent af allri einkabílaumferð, en bensínbíllinn er notaður til lengri ferða. 

Tvenn hjól, sem ég á, standa ekki inni í bílskúrum, heldur eru þau notuð í meira en 80% af persónulegum ferðum mínum, annað eingöngu innan borgarinnar, en hitt bæði innan borgarinnar og á ferðum út á land. 

Ómar Ragnarsson, 6.3.2017 kl. 23:41

8 identicon

Þeirri spurningu er samt enn ósvarað hvort Norðmenn losi minna af gróðurhúsalofttegundum eftir rafmagnsbílakaupin. Fjölgun bíla skilar sér ekki endilega í færri kílómetrum per bíl eða minni eyðslu. Bílar í ungdæmi Ómars voru fáir og þeim ekki mikið ekið. Með fjölgun bíla hefur meðalakstur hækkað en ekki lækkað.

Ég vona að fjölgun rafbíla í Noregi hafi skilað þeim einhverju öðru en færri kílómetrum fótgangandi, í almenningssamgöngum eða á hjóli. En þá þarf að benda á eitthvað annað en fjölgun rafmagnsbíla. Fjölgun rafmagnsbíla ein og sér segir okkur ekkert um hver eyðsla og notkun annarra bíla er.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband