16 ampera þröskuldurinn.

Á dögunum var ég ásamt Gísla Sigurgeirssyni, sérfræðingi um rafknúin farartæki, að kanna núverandi möguleika á því að aka hringveginn á rafmagnsbíl, meðan nógu margar hleðslustöðvar eru ekki komnar.

Spurningi var hversu víða væri hægt að aka um veginn með því að fá að stinga bílnum í samband við rafmagn á heimilum eða í fyrirtækjum og fá að hlaða hann þar og bíða í þær 6-7 klukkustundir, sem þyrfti.Citroen C-Zero 

Bíllinn, sem við notuðum til viðmiðunar, þarf að komast í rafmagn, þar sem rafkerfi viðkomandi húss þolir 16 amper. En það er alls ekki gefið, og þarf að kanna sérstaklega fyrirfram þá staði, þar sem komast þyrfti í rafmagn. 

Að þessu leyti er talan, sem nefnd er í tengdri frétt á mbl.is, 10-16 amper, þess eðlis, að það getur skipt öllu hvor talan, 10 eða 16 ampera útsláttaröryggi er í gildi þar sem hlaða þarf. 

Í hitteðfyrra fóru tveir menn á rafbíl til Ísafjarðar frá Reykjavík og var það fjarri því að vera áhlaupaferð vegna erfiðleika á að komast með bílinn í venjulega hleðslu. 

Þeir urðu að hlaða bílinn um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri og nota þar með orku jarðefnaeldsneytisa aflvélar skipsins á þeim hluta ferðarinnar. Að þessu leyti hefur því ekki enn verið farið á rafbíl frá Reykjavíkur vestur á Ísafjörð fyrir rafafli eingöngu.  

Í þjóðvegakerfi landsins eru víða ansi langar vegalengdir á milli byggða. Má nefna leiðina frá Gufudalssveit vestur í Vatnsfjörð á Vestfjarðahringveginum og leiðina milli Möðrudals á Fjöllum og Skjöldólfsstaða á Jökuldal á þjóðvegi nr.1. 

Ef 16 ampera möguleiki er ekki fyrir hendi á endastöðvum byggðanna, er spurningin hve langt þarf að fara að auki til að komast í nothæfa hleðslu og hvort og hve víða í þjóðvegakerfi landsins 16 ampera þröskuldurinn er fyrir hendi. 

Ég hafði ekki tíma til að byrja úthringingar út um allar trissur í lauslegri athugun á dögunum og sennilega verður því enn bið á því að fært sé um allt land á hvaða rafbíl sem er.  


mbl.is Setja upp 58 hleðslustöðvar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef ekki væri hægt að hlaða rafbíla á hleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Þorsteinn Briem, 10.3.2017 kl. 00:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki fyrr en þær eru komnar. Pistillinn fjallar um ástandið nákvæmlega núna, möguleika þess að komast um þjóðleiðirnar með því að fá að hlaða utan hleðslustöðva, svipað og sumir geta gert heima hjá sér. 

Verkefnið var að athuga lauslega möguleikana á því að aka Mitsubishi iMiev frá Egilsstöðum til Reykjavíkur strax núna. 

Ómar Ragnarsson, 10.3.2017 kl. 00:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Orka nátt­úr­unn­ar (ON) og N1 ætla í sam­ein­ingu að reisa hlöður fyr­ir raf­bíla meðfram helstu þjóðveg­um lands­ins.

Stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna hafa skrifað und­ir sam­komu­lag um að hlöður ON rísi á af­greiðslu­stöðvum N1 víðs veg­ar um landið.

ON hef­ur þegar reist þrettán hlöður fyrir rafbíla í sam­starfi við ýmsa aðila, þar á meðal N1."

"ON hef­ur einnig aukið mjög upp­lýs­inga­gjöf til raf­bíla­eig­enda með út­gáfu smá­for­rits­ins ON Hleðsla fyr­ir Android og iP­ho­ne.

ON Hleðsla veit­ir meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar um vega­lengd í næstu hlöðu, hvar hún er, hvaða hleðslu­búnaður er í henni og hvort hún er laus eða upp­tek­in.

Í til­kynn­ingu seg­ir að N1 reki 95 stöðvar á landinu og þar með víðtæk­ustu þjón­ustu hér landi fyr­ir bif­reiðaeig­end­ur."

"Um 20 mín­út­ur tekur að hlaða raf­bíl og mik­il­vægt fyr­ir öku­mann og farþega að geta slakað á í nota­legu um­hverfi og fengið sér kaffi­bolla eða aðra hress­ingu á meðan bíll­inn er í hleðslu."

Orka náttúrunnar (ON) og N1 með hleðslustöðvar fyrir rafbíla við þjóðvegi landsins

Þorsteinn Briem, 10.3.2017 kl. 00:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn föstudag:

"Vegna árs­ins 2016 styrkti Orku­sjóður sex aðila um 66,7 millj­ón­ir króna til að setja upp sautján hraðhleðslu­stöðvar og þrjár minni á eft­ir­töld­um stöðum:

Skjöldólfs­stöðum, Bláa lón­inu, Land­eyja­höfn, Vest­manna­eyj­um, Eg­ils­stöðum, Höfn, Staðarskála, Fá­skrúðsfirði, Djúpa­vogi, við Jök­uls­ár­lón, í Skafta­felli, Kirkju­bæj­arklaustri, Vík, Hellu, Flúðum, Geysi í Hauka­dal, Hvera­gerði, Blönduósi, Varma­hlíð og Reykja­hlíð.

Vegna árs­ins í ár hafa tíu aðilar verið styrkt­ir um 66 millj­ón­ir króna til að setja upp sextán hraðhleðslu­stöðvar og tvær minni:

Garðabær, Hafn­ar­fjarðarbær, Isa­via, N1, Olíu­versl­un Íslands, Orka nátt­úr­unn­ar (ON), Orku­bú Vest­fjarða, Reyk­hóla­hreppur, Skelj­ungur og Vist­orka.

Loks hef­ur Orku­sjóður ákveðið að styrkja tólf aðila til að setja upp níu hraðhleðslu­tæki og 58 minni.

Þar af er Reykja­vík­ur­borg styrkt til upp­setn­ing­ar á þrjátíu minni hleðslu­staur­um víðs veg­ar um borg­ina.

Sex hraðstöðvarn­ar af níu verða sett­ar upp í Reykja­vík á veg­um Orku nátt­úr­unn­ar, Olíu­versl­un­ar Íslands og Skelj­ungs.

Á þessu loka­ári styrkt­ar­verk­efna Orku­sjóðs verða auk þessa sett­ar upp tólf hleðslu­stöðvar víða á Aust­ur­landi, ein í Grinda­vík, þrjár í Mos­fells­bæ, á Húsa­felli, Reyk­holti, við Selja­lands­foss, í Norðurf­irði á Strönd­um, þrjár á Sel­fossi, ein á Stokks­eyri, Eyr­ar­bakka, Raufar­höfn, við Detti­foss, á Laug­um, Skaga­strönd og Dal­vík."

Þorsteinn Briem, 10.3.2017 kl. 01:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"
Í ys og þys bæj­ar­lífs­ins á Sauðár­króki bruna mis­há­vær­ir bíl­ar eft­ir Skag­f­irðinga­braut­inni en einn sker sig þó úr með af­ger­andi hætti, rafsendi­bíll­inn sem veit­ingaþjón­ust­an Grett­i­stak ger­ir út."

"
Eiður Bald­urs­son, annar eigenda Grettistaks, keypti nýj­an rafsendi­bíl úr verk­smiðjum Nis­s­an, E-NV200, í millistærðarflokki.

Eig­inþyngd sendibílsins er 1.641 kíló, lengd­in rúm­ir 4,5 metr­ar og breidd­in rétt rúm­ir 2 metr­ar með spegla úti."

"
Eiður seg­ir að rafsendibíll­inn hafi reynst vel í þau tæpu tvö ár sem fyr­ir­tækið hef­ur haft bílinn í sinni þjón­ustu.

"Við erum að keyra þrjátíu til fjörutíu kíló­metra að jafnaði á dag og þá þurf­um við ekk­ert að stinga sendibílnum í hleðslu nema yfir nótt­ina.

Við höf­um verið með veisl­ur í Varma­hlíð og get­um farið á bílnum þangað."

"Rekstr­ar­kostnaður­inn er nær eng­inn og bif­reiðagjöld­in ­um sex þúsund krón­ur á ári.

Maður finn­ur helst að drægn­in minnki þegar frostið fer í tíu stig."

Veitingaþjónusta á Sauðárkróki keypti rafsendibíl fyrir tveimur árum án þess að prófa bílinn fyrst en hann hefur reynst vel

Þorsteinn Briem, 10.3.2017 kl. 02:22

6 identicon

Var virkilega enginn þarna með 16 ampera öryggi á þvottavélatenglinum?

ls (IP-tala skráð) 10.3.2017 kl. 07:53

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þessar upplýsingar, Steini. Þetta er allt að koma, við trúum báðir á það . En ég skrifaði þennan pistil til þess að segja frá raunverulegu verkefni, sem virtist von til að hægt væri að leysa í þessari viku á þann einfalda hátt að aka rafbíl milli Egilsstaða og Reykjavíkur, þótt stöðvarnar væru ekki komnar enn. 

Verkefnið hefur nú frestast, enda urðu fleiri ljón í veginum. Það passaði vel við auglýsingarnar frá Peugeot um ljónin á veginum og minnir á það, að það mun hafa verið rafbíll af gerðinni 106 sem fyrst komst hringinn. wink 

Ómar Ragnarsson, 10.3.2017 kl. 08:27

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar verum raunsæir. Setjum dæmið upp strax fyrir 50.000 bíla og að þú sért að skoða landið ekki keyra beint norður eða suður. Keyrum austur og sko'um Gullfoss og svo seljalands skógarfoss skreppum í fjörurnar viltu bæta einhverju við. Þú þarft kannski 10/20.000 hleðslustöðvar og pláss fyrir þá. Þetta fólk þarf að bíða í einn klukkutíma minnst.Hótel verða öll að skaffa hleðslu stöðvar. Ég hef reyndar ekkert spekúlerað hve lengi er verið að hlaða svona bíla en það fer eftir hver rafhlöður eru stórar og stærð á hleðslutækjum. Ég er með lausn. Nota rafmagnsbíla til daglegra nota frá heimili manna og kaupa sér 16 ampera dísil rafstöð á kerru og gera þetta almennilegt.   

Valdimar Samúelsson, 10.3.2017 kl. 09:40

9 Smámynd: Baldur Örn Óskarsson

Það eru ekki nema 2 vikur síðan einn sem ég veit um fékk sér sunnudags bíltúr frá Reykjavík til Ísafjarðar á BMW i3 rafbíl.

Hann hlóð í Borgarnesi, Hólmavík og á Reykjanesi innst í Ísafjarðardjúpi.

Ferðin tók 12 tíma og þar af fóru ca 6 tímar í hleðslu.  Hann notaði ekki hraðhleðsluna í Borgarnesi, skilst að stöðin hafi verið í ólagi.
Ef hraðhleðsla hefði verið í boði á þessum stöðum hefði ferðin einungis tekið 7,5 tíma.

Rétt að geta þess að þessi bíll er styður 3x16A hleðslu.

Sá hinn sami keyrði frá Seyðisfirði til Rvk í byrjun feb.
Þá fékk hann hleðslu í Jökuldal, Akureyri, Blönduósi og Borgarnesi.

Baldur Örn Óskarsson, 10.3.2017 kl. 11:34

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ómar, þig vantar eitt veigamikið atriði í klausuna en það snýst um 3ja fasa rafmagn. Það er ekkert mál að fá í hvaða húsi sem er 25 eða jafnvel 32 amper einfasa. Þriggja fasa rafmagn er aftur á móti ekki í boði hvar sem er.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.3.2017 kl. 18:14

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

BMW i3 er ekki á færi hvers sem er að eignast. Þetta hefur sennilega verið sú gerð BMW i3, sem er með "framlengda drægni" ( "extended range") en þá er hægt nota um 600 cc bensínvél, sem er í bílnum, til að að lengja drægnina.

Því síður er Tesla á færi venjulegs fólks.

Renault Zoe er einmitt að koma núna með stóraukið drægi, en hann er með 41 kílóvattstund, sem er næstum tvisvar sinnum meira en Zoe var með áður og Nissan Leaf var með. (24 kílóvattsstundir).  

En auglýsingarnar um hámarksdrægni rafbíla eru því miður byggðar á of mikilli bjartsýni, einkum við íslenskar aðstæður.

Ísland er kalt land, og það eru ekki aðeins rafhlöðurnar, sem það bitnar á, eins og ég hef sjálfur reynt á rafreiðhjóli mínu, heldur notum við Íslendingar miðstöðvarnar meira í bílum okkar en aðrar þjóðir og þær taka mikla orku.

Sem dæmi má nefna, að miðstöðin í Mitsubishi iMiev tekur 4 kílóvött af þeim rúmlega 20 kílóvöttum, sem þarf til að aka bílnum nálægt þjóðvegahraða.

Bíllinn er gefinn upp með 140-150 km drægni, en samkvæmt bandaríska staðlinum EPA, er drægnin aðeins um 100 km. Síðan fellur orkurýmd bílsins með aldrinum.  

Á ráðstefnu Félags íslenskra rafverktaka í dag var einmitt fjallað um helstu viðfangsefnin við rafbílavæðinguna, sem tæpt hefur verið á hér á síðunni, heimtaugaumbætur, álagsstýringu, netlausnir og byggingarreglugerðir.  

Ómar Ragnarsson, 10.3.2017 kl. 20:14

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf ekki þriggja fasa rafmagn á Mitshubishi iMiev og ekki heldur á minni rafbílana.  Hins vegar þurfti Gísli Gíslason þriggja fasa rafmagn til þess að komast á Tesla bíl sínum hringinn á 30 klukkustundum, því að hann hafði með sér hleðslustöð, sem þurfti 3ja fasa rafmagn og gat hlaðið bílinn nógu hratt til þess að hann kæmist hringinn þetta hratt. 

Ómar Ragnarsson, 10.3.2017 kl. 20:40

13 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þú þarft 3ja fasa hleðslustöð til að hrað hlaða með einhverju viti, annars ertu að taka náttstaði á milli hleðslustöðva, eins og þú segir sjálfur.

Hefur ekki endilega neitt með amper að segja, bakarofninn hjá þér er trúlega með 20 ampera öryggi.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.3.2017 kl. 22:48

14 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég ætla ekki fullyrða eitt eða neitt og það má gjarnan leiðrétta mig en ég held að það sé ekki hægt að komast í 3ja fasa rafmagn frá Hrútafjarðarbotni í Hólmavík og frá Hólmavík til Súðavíkur (mögulega á Reykjanesi en ég er ekki viss). Styttra á milli þorpa fyrir Austan og Norðan en smá spotti frá Kirkjubæjarklaustri í Freysnes (ef það er 3ja fasa þar) annars er næsti staður trúlega við Smyrlabjörg.

Stærsta vandamálið tengt rafvæðingu er flutningskerfið og þar eru margir Þrándar í götu.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.3.2017 kl. 23:02

15 Smámynd: Baldur Örn Óskarsson

Þessi i3 er ekki með range extender.  Hann er með 33kWh rafhlöðu og getur hlaðið á 11kW komist hann í 3 fasa rafmagn.
Sé keyrt sparlega er hæglega hægt að komast upp í 200km á hleðslu í vetrarfæri.
Hann komst í 3 fasa rafmagn bæði á Hólmavík og hjá Saltverki á Reykjanesi.

Verðið er heldur ekki svo hátt sé hann verslaður hjá öðrum en B&L.
Sem dæmi kostar hann frá 3,4m í Noregi.
Það virðist bara of algengt að bílar hækki um milljón eingöngu við það að koma nálægt íslenskum bílaumboðum.  Sérstaklega "dýrari" merki.

Baldur Örn Óskarsson, 11.3.2017 kl. 00:24

16 Smámynd: Baldur Örn Óskarsson

Varðandi ZOE þá er hann vissulega á ágætis verði hér og einungis hálfri milljón dýrari en í Noregi.
Gallinn er hinsvegar sá að hann virðist nota mjög mikla orku í kulda. Norðmenn eru að sjá 22kWh/100km og meira.  Það er 30% meira en i3 og Ioniq.
Hann er ekki með rafhlöðuhitara sem gerir það að verkum að hleðsla getur verið mjög hæg sé hann settur í hleðslu stuttu eftir ræsingu í frosti og svo styður hann ekki DC hraðhleðslu. Aðeins 22 eða 43kW AC.

Þeir bílar sem eru að koma fljótlega og eru einna mest spennandi eru Hyundai Ioniq, sem er lang sparneytnasti rafbíll sem hefur verið framleiddur, og Opel Ampera-e sem er með 60kWh rafhlöðu og EPA dægni upp á tæpa 400km. (520km NEDC)

Ef allt væri eðlilegt ætti Ioniq að kosta inann við 3,5m og Amprea-e tæpar 4m.

Baldur Örn Óskarsson, 11.3.2017 kl. 00:39

17 identicon

Það þarf ekki merkilega græju til að redda sér 3ja fasa rafmagn.ég a svona græju sem virkar ágætlega

http://www.ebay.com.au/itm/Phase-Changer-Single-to-Three-Phase-Power-Converter-4kw-5-5hp-/271154593409?hash=item3f2212be81:g:JtUAAMXQdohREu3J

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.3.2017 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband