Stórt framfaraskref. Fyrsta sending, 32 bílar, seldir á 1. degi.

Þyngd orkunnar um borð í rafbílum er helsta vandamálið varðandi þá og hver bíll af meðalstærð er 200 til 400 kílóum þyngri en samsvarandi bensínbíll.  

Einfalt dæmi: Bíll með dísilvél af svipaðri stærð og Volkswagen Golf, Ford Focus eða Toyota Auris er með eldsneyti, sem nægir til um það bil 50 kíló af eldsneyti til að komast allt að 1000 kílómetra, og það tekur um tíu mínútur að endurnýja orkuna. Renault Zoe.

Hingað til hafa rafbílar af svipaðri stærð þurft um 300 kílóa þunga orku til þess að komast allt að 140 kílómetra við íslenskar aðstæður og endurnýjun orkunnar hefur annað hvort tekið 6-7 klukkustundir eða hálftíma á hraðhleðslustöð til þess að komast allt að 1110 kílómetra.

Af þessum sökum hefur rafbílaflotinn aðeins nýst á stuttum vegalengdum.

En nú er að hefjast stórt framfaraskref. Renault Zoe er fyrsti rafbíllinn á viðráðanlegu verði, sem kemst allt að 400 kílómetra, sem er að vísu óraunhæf tala við íslenskar aðstæður, en gæti verið allt að 250 kílómetrar í íslensku veðurfari. Framförin felst í því að nú er bíllinn með 41 kílóvattstunda rafgeyma í stað um 23ja áður.  Til samanburðar er sá rafbíll, sem hefur selst best, Nissan Leaf, kominn með 30 kílóvattstunda rafhlöður, en var áður með 24 kílóvattstundir. 

Handan við hornið er Chevrolet Bolt / Opel Ampera-e, sem er heldur stærri og dýrari og verður með 60 kílóvattstunda rafhlöður. 

Samtímis er að hefjast uppsetning hraðhleðslustöðva með að meðaltali um 100 km millibili, sem gefur ökumönnum nýjustu rafbílanna, sem verða með stóraukinni drægni, möguleika á miklu meira afhendingaröryggi og þar með ferðamöguleikum.   

Sölumaður á sýningu á nýjustu Zoe bílunum í dag sagði mér, að fyrsta sendingin, 32 bílar, hefði selst strax upp. 


mbl.is BL kynnir rafbílinn Renault ZOE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Glæsilegt!

Þorsteinn Briem, 11.3.2017 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband